Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 82

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Blaðsíða 82
212 HELGAFELL Jónsson, landshöfðingjaritari og Matthías Jochumsson. Fundargerðirnar sýna einnig, að Jón Sigurðsson liefur ekki talið ástæðu til að halda undanfærslu sinni til streitu, enda verð- ur að telja, að fundurinn hafi með kosningu hans samþykkt fyrirvarann, sem hann gerði, en með honum voru úrslitaráð Alþingis raun- verulega tryggð. XI. Um tvennt var einkum deilt á fundinum. Ilið fyrra var, hvort fundurinn eigi að starfa og koma fram algerlega sjálfstætt, með öðrum orðum hvort gera eigi hann að eins konar stjórnlagaþingi, eða hvort fundurinn eigi að vera nokkurs konar flokksfundur, Alþingi til stuðnings. í þessari viðureign bar Jón Sig- urðsson og fylgismenn hans hærri hlut, því að upphaflegar tillögur níumannanefndarinn- ar komu aldrei til atkvæða, heldur var sam- þykkt málamiðlun, þar sem sendimenn fund- arins skyldu jafnframt vera fulltrúar Alþingis, eða þess hluta Alþingis, sem færi í sörnu stefnu, en eftir þessa samþykkt var fundur- inn ekki orðinn annað en flokksfundur. Hið síðara er, hvort farið skuli fram á kon- ungssamband eitt milli landanna. Þar fór á annan veg, því að þetta ákvæði var samþykkt þrátt fyrir eindregin andmæli Jóns Sigurðs- sonar og fylgismanna hans. Auðvitað kemur ekki til mála, að Jón Sigurðsson væri út af fyrir sig mótfallinn konungssambandi einu, eða gæti afneitað rétti íslendinga til þess. Er þar nægilegt að minna á ummæli hans á kvöldfundinum 28. júní, þar sem hann segist óbeint vera fylgjandi konungssambandi og einnig skoðanir meiri hluta Þjóðfundarins 1851, en kjarni þeirra var sá, að ísland skyldi hafa „konung og konungserfðir saman við Danmörku“, en um önnur sameiginleg mál skyldi ákveðið með samningi. Það sem hér hef- ur ráðið afstöðu Jóns, er vafalaust, að hann hefur talið óheppilegt að halda þessu fast fram eins og á stóð. Líkur voru nú á nokkrum úrbót- um í stjórnarháttum vegna þeirra tímamóta, sem í hönd fóru. Var því æskilegast að ná sem víðtækastri samstöðu og forðast það. sem orð- ið gat til sundrungar, því að víst mátti telja, að sundurþykkja gæti spillt málinu. Auk þessa var það, að ekki kom til mála, að íslendingar gætu um þessar mundir tekið sér í hendur öll sín málefni. En þótt Jón biði að þessu leyti lægri hlut, skipti það ekki verulegu máli, því að afskipti Alþingis voru nú tryggð. Helzti forvígismaður róttækari hluta fund- armanna var sr. Benedikt Kristjánsson. Verð- ur því ekki neitað, að hann liafi sótt mál sitt meira af kappi en hyggindum. Stefna hans, sem raunverulega fól það í sér, að fundinum væri fenginn myndugleiki stjórnlagaþing.s, gat engan veginn staðizt, því að ekkert afl var til að framfylgja henni. Hún hafði því fengið þungar undirtektir eins og áður er rakið, og horfið hafði verið frá henni á Þingeyrafund- inum 5.—6. marz 1873. Veldur því nokkurri furðu, hversu sr. Benedikt heldur henni fast fram á Þingvallafundinum. Enn kynlegra er þó, að níumannanefndin skuli á skömmum tíma fallast einróma á hana. Astæðan hlýtur annað hvort að vera sú, að skoðanir þær, sem hún er reist á, hafi þegar búið um sig víða um land, og benda ræður þeirra Andrésar Kjer- ulfs, Guðmundar Ólafssonar og Þórðar Þor- steinssonar á kvöldfundinum 27. júní til þess, að svo hafi verið, eða þá að tillögur sr. Bene- dikts hafa fallið í sérlega góðan jarðveg vegna þeirrar almennu gremju, sem ríkti út af setn- ingu stöðulaganna. En vafalaust hafa undir- tektir nefndarinnar orðið til að brýna sr. Benedikt til að halda stefnu sinni fastar fram en hann hefði ella gert. Þegar á reyndi, kom í ljós, að nefndarmenn voru engan veginn allir reiðubúnir til að halda fast við tillögur sínar. Nægir þar að benda á afstöðu Indriða Gíslasonar og sr. Páls Páls- sonar. Kemur því í hlut sr. Benedikts að halda uppi vörnum fyrir þær, en ekki verður sagt, að honum farist það fimlega. Bæður hans eru í upphafi öfgakenndar og sízt til þess fallnar að laða til fylgis, og hann lætur alveg hjá líða að gera samfellda grein fyrir sjónarmiðum þeim og rökum, sem til stuðn- ings máttu verða. Þetta er aðeins gert að nokkru leyti í hita umræðnanna, þegar tilefm. gefst. Þegar loks nefndin er horfin frá tillögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.