Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Qupperneq 22

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Qupperneq 22
grösin (Cetraria islandica), sem notuð voru og matreidd á margvíslegan hátt. Þau voru meðal annars höfð í grauta, mjólkursúpur, te og blóð- mör. Einnig voru þau þurrkuð, möluð í duft og notuð þannig ásamt mjöli í brauðbakstur. Auk fjallagrasa, sem enn eru allvíða notuð, hafa ýmsar aðrar fléttur einnig verið notaðar til matar á íslandi, svo sem Maríugrös (C.nivalis), ennfremur munu engjaskófir (Peltigera aphtliosa, P. leucophlebia) og geitaskófir (Umbilicaria-tegundir) hafa verið notað- ar til grautargerðar (Egg. Ól. 1774). Fléttur voru notaðar til manneldis á hallæristímum í Noregi og Sví- þjóð allt fram á 19. öld, og í Norður-Finnlandi þekktist að nota malaðar hreindýrafléttur til drýginda með mjöli í brauð. Geitaskófir voru og notaðar af norðurlieimskautsförum sem neyðarfæða. Mannafléttur (Lecanora esculenta) hafa verið notaðar til matar af eyðimerkurþjóðflokkum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þessar fléttur vaxa sums staðar í miklu magni í fjallahéruðum þar og berast með vindum niður yfir láglendið og safnast þar saman í lægðum. Eru ára- skipti að þessu, t. d. féll óvenju mikið manna í Tyrklandi árið 1891. Talið er líklegt, að manna það, sem getið er í biblíunni, eigi rót sína að rekja til þessara fléttna. Fornegyptar notuðu einnig fléttur (Euernw-tegundir) til brauð- gerðar og Indverjar nota Parmelia abessinica til matar, einkum til karrýgerðar. í Japan er kolvetnisauðug tegund geitaskófar, Umbili- caria esculenta, mikið notuð til matar. Næringargildi fléttnanna á fyrst og fremst rót sína að rekja til kol- vetnisinnihalds þeirra. Það eru einkum fjölsykringar, aðallega lichenin, isolichenin og inulin. Fjallagrös hafa mest af lichenin, sem er samsett af drúfusykureindum. Enda þótt ýmsar fléttur innihaldi allt að 60% þurrþyngdar sinnar af kolvetnum, leikur nokkur vafi á um nýtingu þeirra í líkamanum. Ýmislegt bendir til þess, að meltingarvökvar manna og flestra hryggdýra megni ekki að kljúfa lichenin nema að litlu leyti. Hins vegar kljúfa ýmsar þarmabakteríur þessi kolvetni nið- ur í einsykringa og gera þau þannig nýtanleg fyrir líkamann. Það virð- ist því velta mikið á þarmaflóru viðkomandi dýrategunda, hvort kol- vetni fléttnanna nýtast vel eða illa. Ýmislegt bendir til, að jórturdýr nýti þessi kolvetni betur en önnur hryggdýr. Sniglar og ýmsir aðrir hryggleysingjar hafa hins vegar í meltingarfærum sínum efnaklofa, sem kljúfa þessi kolvetni auðveldlega. Köfnunarefnisinnihald fléttnanna er fremur lítið samanborið við kolvetnin. Hins vegar er alltaf í þeim meira eða minna af ýmsum fléttu- sýrum, sem sumar hafa afar óþægilega beiskt eða rammt bragð. Þarf 20 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.