Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 13

Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 13
Lagt upp í langferd Vm leið og fyrstu bækur Almenna, bókafélagsins berast félags- mönnum í hendur þykir rétt að ítreka það, að félagið hefur sett sér að markmiði að gefa hverjum íslendingi, er þiggja vill, kost á að afla sér valinna bóka við sem vægustu verði, og jöfnum hönd- um að fræða menn ekki aðeins um land og lýð, heldur og um lönd og lýði veraldar, slcáldskap þann, lifnaðarhætti og heimspeki, sem einkennir mannkynið á líðandi stund eða hefur enzt því í vega- nesti. Án réttrar yfirsýnar getur engin þjóð talizt fullgild menn- ingarþjóð, en á slíka yfirsýn skortir nú einna helzt víða um heim, enda unnið að því skipulega og af harðfylgi að brengla hana og takmarka. Af fádæma gorgeir boðar afturhaldið austræna sjálft » sig sem vaxtarbrodd mannkynsins og er slíkt aðeins hægt, þar sem lýgin situr á veldisstóli. Þetta veit og sér hver maður, sem vita vill og sjá, en um hina málóðu dáleiðendur flykkjast eigi að síður víða um heim ungir hugsjónamenn — enn sem komið er. Almenna bókafélagið fer hægt af stað og hefur vaðið fyrir neð- an sig, enda standa félagsmenn einir undir þeim bókakosti, sem hægt verður að miðla. Tala áskrifenda ræður öllu um, hversu hag- kvæm kjör hægt verður að bjóða, en unnið mun verða að því af kostgæfni að auka útgáfustarfsemina hið allra fyrsta, án þess að íþyngja mönnum um framlög. Það er tafsamt verk og vandasamt að kjósa þótt ekki sé nema tvær-þrjár bækur á ári úr öllum þeim kynstrum, sem fyrir liggja og út er gefið af prentuðu máli erlendis og hælt á hvert reipi, miðlungsbókum og þaðan af þynnri ekki síður en meistaraverk- unum, sem alla jafna verða fá. Og ekki er vandinn minni að undir- búa eða afla íslenzkra ritverka, en einmitt á heimasviðinu langa.ði forráðamenn félagsins til að gera líðandi stund og liðnum öldum og einstaklingum sæmileg skil. Útlcoman, hver sem hún kann að verða, mun jafnan orka tvímælis í þjóðfélagi, þar sem hverjum einum, svo er Drottni fyrir að þakka, enn er leyfilegt og hættu- laust að láta í Ijós álit sitt á mönnum og málefnum. Almenna bóka-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.