Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 22

Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 22
12 FÉLAGSBRÉF okkur, að það sé ekki ýkjalangt hjá þessari dömu inn að hinum frumstæðu eigindum hennar beru, blökku kynsystur. Tilhneiging- una til ögrunar karlmanninum og til að tefla sér í hættu og auka þannig spennu ögrunarinnar — og svo hina rammfrumstæðu hvöt að lúta bjargvættinum og mýkja hans stáltaugar með sætleik sín- um, — með því að stofna til ósköp eðlilegrar fjallgöngu í krafti þeirrar útivistar- og klifurtízku, sem nú ríkir, tekst skáldinu auð- veldlega að leiða þessi eigindi í ljós hjá hinni glæstu tízkufrú, og við finnum, að það er aðeins skortur hins unga sveitamanns á heimslyst, sem prýðir sögulokin — og svo auðvitað háttvísi höf- undarins. En . . . en það eru ekki eingöngu listfeng tök Þóris Bergssonar, tækni hans og kunnátta, sem valda því, að sögur hans orka á okkur eins og ég hef áður á minnzt. Þar kemur einnig til persónuleiki hans og vitsmunalegt og ekki síður tilfinningabundið og næstum ófreskt viðhorf hans við lífsins miklu og margslungnu dul. Bréf úr myrkri er ekki sem heild ein af bezt gerðu sögum skálds- ins, en ef til vill sú, sem orkar dýpst á okkur. Þar hvílir hula yfir orsökunum til harma og einstæðingsskapar söguhetjunnar — og hula hvílir yfir rótum þess uggs og ótta gagnvart tilverunni, sem öllum mannanna börnum, hinum frumstæðustu í skógum og hell- um og þeim, sem fædd eru og fóstruð í skjannabirtu vorrar vél- rænu menningar, er í brjóst borin, rótum þeirrar tilfinningar, að einhvers staðar inni í myrkviði mannlegs uppruna séu dulrömm máttarvöld, viðsjál og fjandsamleg. Þórir Bergsson talar á einum stað um „neista af sannleika", sem dyljist djúpt inni í myrkviði furðusagna, líkt og glóri í „rautt, ógnandi maurildisauga inni í húmi hugskotsins." Á öðrum stað farast honum þannig orð: „Það var hættulegt skarð brotið í varnarmúr tilfinningalífsins, opin leið fyrir ógnirnar, sem leynast í myrkrunum fyrir utan það svið, sem heilbrigð skynsemi nær að lýsa upp.“ Og enn segir hann: „Það er margt undarlegt og leyndardómsfullt í djúpi tilverunnar, sem engin orð ná til.“ . . . Og höfum við ekki sjálf orðið þess vísari, að stundum flýgur örn mannlegs anda allt í einu „út í myrkrið í glaðadagsljósinu“. Svo römm er hún, makt myrkranna.- Og mönnunum er vandlifað og víxlspor þeirra ærið mörg. „Líf

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.