Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 16

Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 16
6 FELAGSBREF slcálda og rithöfúnda. Þaö er engan veginn hrífandi sjón aö lita yfir hóp sovétskálda í dag. Þau skortir aö vísu fátt veraldlegra gæöa, þau er fyrir stjómina skrifa, annaJö en frelsi, — miðlungs- skáld og þar fyrir neöan, smjaörandi fyrir hálflæsri lúxusyfirstétt og ófyrirleitnum einvalda, dreifandi lífslygum yfir fólkiö, þegjandi þunnu hljóöi, þó að stéttarbræöur þeirra í næsta nágrenni séu fang- elsaöir, pyndaöir eöa teknir af lífi. En þeir láta ekki á sér standa að ausa auri stéttarbræöur sína vestræna, ekki sízt þá, sem snúa frá kommúnismanum, eins og Bandaríkjamanninn Howard Fast, sem lengi var frægasti kommúnistarithöfundur á Vestur- löndum og var þá hafinn mjög upp til skýjanna austan jám- tjalds, en hefur nú fengiö meira en nóg af þeim félagsskap, og fékk þá einnig fljóta afgreiðslu eystra hjá rithöfundum, sem áöur höföu þótzt vera miklir vinir hans. Samtíðin sýnir ekki mikinn áhuga á sovétskáldum, og fram- tíðin mun líta þau smáum augum. En er rétt aö dæma þau hart ? Er ekki nær að dæma hart þá frjálsa stéttarbræöur þeirra, sem enn vinna fyrir það þjóðskipulag, er leikur bræður þeirra svo grátt. Að- stæður sovétskáldanna em verri en illar. Þau mega hvorki segja sannleikann né þegja, ef þau eiga að halda trausti yfirstéttar- innar. Og ekki er öllum þegnum einvaldsríkja nútímans gefin skapfesta hins sextuga Tibors Derys, sem afplánar nú 9 ára fang- elsisdómj eöa Milovans Djilasar. En dæmi Dudintseffs og Pasternaks sýna, að sovétskáld eru ekki öll ánægð með að selja stjórninni skáldkyndil sinn til þess aö láta slökkva á honum, og mun sú óánægja fara vaxandi. Og byltingin í Ungverjalandi var bonn uppi af skáldum og menntar mönnum. Einskis hliðstæðs mun að vísu að vænta hjá Rússum að sinni, til þess virðist skáldastéttin of ósamstæð ennþá. Og ekki er heldur útlit fynr, að vestrænir andans menn hefji neina „inn- rás andans“ í Sovétlönd. Krústjoff mun eigi líða slíkt. Eigi að síður virðist hlutverk hinna frjálsu andans manna aldrei hafa verið veglegra en nú. Einræðisöflin eru voldug, og á þeim þarf að vinna, þótt langan tíma taki, blekkingavefimir flóknir, og úr þeim þarf að greiða. Hvorugt veröur gert með skálaræöum né vopnum, heldur með sannleikanum einum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.