Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 48

Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 48
38 FÉLAGSBRÉP finningahitanum. Segja má, að hann sé jafnari en þeir, en hins vegar á hann mun minna af frumleik og tilþrifum. C. Day Lewis er undir sterkum áhrifum frá Hopkins, Wilfred Owen, Eliot og þó einkum Auden, og hefur hann játað þeim öllum þakkarskuld sína. Hann var um nokkurt skeið kommún- isti, en það virtist hafa sái’alítil áhrif á skáldskap hans. Honum var sjálfum fullljóst, að skáld verða aldrei metin fyrir sann- færingu sína, heldur fyrir skáldskap sinn, og mættu margir skriffinnar hafa það hugfast. Mörg af beztu kvæðum Lewis eru hlaðin margræðum táknum og hafa mikla hljómfegurð. Sumir gagnrýnendur hafa kallað þau „rafmögnuð", og er það ekki fjarri lagi, því rafmagnið virð- ist vera eitt af eftirlætistáknum hans. Lewis hefur ritað athyglisverða bók, sem hann nefnir „A Hope for Poetry“ og er meðal beztu verka um nútímaljóðlist. Hann hefur skrifað skáldsögu, drengjabækur og nokkrar frábærlega vel byggðar leynilögreglusögur undir dulnefninu Nicholas Blake. * * * Louis MacNeice (f. 1907) er líka af írsku bergi brotinn. Hann stundaði nám í Oxford á árunum 1926—30, en kennir nú grísku í London. I Oxford komst hann í kynni við þremenningana Auden, Spender og Lewis, og varð fyrir áhrifum frá þeim. Fyrsta Ijóðabók hans kom út árið 1929 og lofaði góðu, en MacNeice hefur nú afneitað henni. Hann var þá undir sterkum áhrifum frá Edith Sitwell. Næsta bók hans, ,,Poems“ kom út 1931, og var hann þá orð- inn fullþroska skáld og mjög frumlegt. Hann er fimur form- snillingur og notar óspart daglegt mál í kvæðum sínum. Eins og Auden og Spender er hann fyrst og fremst „nútímaskáld", yrkir um fyrirbæri dagsins og gæðir þau fersku lífi, nýrri merk- ingu. 1 „Poems: 1925—19h0“ er að finna lýrísk æskuljóð og djörf verk manndómsáranna, þar sem hálfkæringur og alvarlegar til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.