Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 23

Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 23
Tegundaskipting fjárfestingarinnar felst í skiptingu fjárfestingarinnar í eftirtalda fjóra liði: Byggingar Vélar og tæki Önnur mannvirki Bústofnsbreytingar (frá og með árinu 1957) Tegundaskiptingin er sýnd í sömu töflum og atvinnugreina- og geiraskipt- ingin. Til véla og tækja í tegundaskiptingunni teljast skip, flugvélar og bifreiðar til atvinnurekstrar auk hefðbundinna véla og tækja. Til annarra mannvirkja teljast raforkumannvirki, hita- og vatnsveitur og samgöngu- mannvirki en þó að undanskildum byggingum pósts og síma, útvarps og sjónvarps. Þessar byggingar ásamt Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru taldar með byggingum. Að auki eru eftirtaldir liðir flokkaðir með öðrum mannvirkjum: ræktun og girðingar, landgræðsla og skógrækt, klak- og eldisstöðvar og loðdýrarækt. Síðasti liður tegundaskiptingarinnar, bústofnsbreytingar, eru taldar með fjárfestingunni frá og með 1957. Fyrir þann tíma voru bústofnsbreytingarnar ýmist sjálfstæður liður eða meðtaldar í birgðabreytingum. Um þennan lið er nánar fjallað í kafla 2.1 um skilgreiningu fjárfestingar. Þessi breyting var gerð til samræmis við þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna. Framangreind yfirlit eru sýnd bæði á verðlagi hvers árs og eins á föstu verði. Tilgangurinn með umreikningi til fasts verðs er að fá mynd af þróuninni þar sem áhrifum verðbreytinga hefur verið eytt. Grunnár staðvirð- ingar eru þrjú en það eru árin 1960, 1969 og 1980. Fjárfesting áranna 1945 til 1965 er verðlögð á verði ársins 1960, árin 1965 til 1977 er árið 1969 lagt til grundvallar en árin 1977-1989 er það árið 1980. Ár eru tvítekin til þess að hægt sé að tengja frá einu verði til annars. Ut frá þessum fastaverðstölum eru magnvísitölurnar (töflur 5.1-5.6) reiknaðar. í töflum 6.1-6.6 er sýnd hlut- fallsleg skipting fjárfestingarinnar og er þá miðað við verðlag hvers árs. Auk talna um fjárfestingu sem eru að sjálfsögðu meginefni skýrslunnar eru í 7. töflukaflanum birtar ýmsar upplýsingar til þess að varpa frekara ljósi á fjárfestinguna. Má þar nefna tölur um rúmmál fullgerðra bygginga, þjóðar- auð og fleira. í 8. og síðasta töflukaflanum eru birtar ýmsar yfirlitstölur um þjóðarbúskapinn. 4. Heimildir og aðferðir við mat á einstökum fjárfestingarliðum. Fjárfestingarskýrslan nær yfir 45 ára tímabil. Á þessum tíma hefur orðið nokkur breyting á áætlunaraðferðum, en reynt hefur verið að haga þeim breytingum þannig, að samræmi verði sem best milli ára. Hér á eftir verður í stuttu máli getið helstu heimilda og áætlunaraðferða, og verður vikið að hverjum lið fjárfestingarinnar í þeirri röð sem þeir eru birtir í hinu sundurlið- aða yfirliti.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fjárfesting 1945-1989

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjárfesting 1945-1989
https://timarit.is/publication/1062

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.