Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 44

Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 44
hagfræðiritum, snemma á sjöunda áratugnum.8 Hraðallinn er í raun innifal- inn í nýklassíska líkaninu, þ.e.a.s sértilvik af því, ef gert er ráð fyrir að framleiðslutækni sé svo ósveigjanleg að fjármagn geti ekki komið í stað vinnuafls, og öfugt. Flest hagmælingalíkön byggja enn fjárfestingarspár sínar á þessu nýklassíska líkani Jorgensons. Seint á sjöunda áratugnum setti James Tobin fram enn eina kenningu um fjárfestingar fyrirtækja. Samkvæmt þeirri kenningu er hlutfall markaðsvirðis (sem ætti að vera jafnt summu markaðsvirðis hlutabréfa og skuldabréfaút- gáfu fyrirtækisins) og stofnvirðis fyrirtækjanna, oft táknað q, aðaláhrifavald- ur fjárfestinga. Þegar markaðsvirðið væri hærra en stofnvirðið borgaði sig að fjárfesta, en ekki þegar hið gagnstæða gildir. Hagmælingarannsóknir sem hafa stuðst við q-kenninguna í ofangreindu formi hafa hins vegar ekki skilað mjög góðum árangri. Hins vegar má sýna fram á að fræðilega eru nýklassíska kenningin og q-kenningin jafngildar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.9 6.3 Fjárfestingar á íslandi árin 1973 til 1988. Á myndum 7 til 11 eru sýndar nokkrar hagstærðir sem kunna að vera mikilvægar í tengslum við fjárfestingar. Það ber að varast að draga sterkar ályktanir um orsakasamband af myndum af stærðum teiknuðum saman í pörum, en engu að síður er fróðlegt að skoða tölurnar í samhengi. Á mynd 7, sem sýnir hlutfall fjárfestinga af vergum þáttatekjum fyrirtækja á verðlagi hvers árs, sést að eftir hámark á árinu 1975 hafa fjárfestingar farið lækkandi, sem hlutfall af framleiðslu, og höfðu minnkað um nær helming árið 1988 frá því sem mest var. Á mynd 8 eru fjárfestingar og framleiðsla teiknuð saman, hvort tveggja á föstu verði ársins 1980. Báðar stærðirnar eru sýndar sem hlutfall af fastafjár- munum í lok ársins áður á föstu verði. Fastafjármunir eru hér eins og annars staðar í þessum kafla samkvæmt þjóðarauðsmati en ekki samkvæmt ársreikn- ingum fyrirtækja. Greinilega er nokkur fylgni milli stærðanna, í samræmi við hraðalkenninguna. Þegar framleiðsla á einingu fjármagns minnkar, eins og 1973-1983, þá er ekki ástæða til mikilla fjárfestinga. Árin 1984-1988, þegar framleiðni fjármagns fór aftur vaxandi, taka fjárfestingar sömuleiðis við sér. Á mynd 9 eru fjárfestingar og vergur rekstrarafgangur, enn sem hiutfall af fjármunum í lok ársins áður, en á verðlagi hvers árs. Það er greinlega ekki jákvætt samhengi milli stærðanna tveggja, fremur neikvætt ef eitthvað er. Á mynd 10 eru fjárfestingar og raunvextir á óverðtryggðum útlánum bankanna (eftirá reiknaðir miðað við Iánskjaravísitölu) teiknuð saman, fjárfesting enn sem hlutfall af fjármunum fyrri ársloka. Greinileg skil verða í raunvaxtaröðinni árið 1984. Árin 1973-1983 voru raunvextir að jafnaði neikvæðir um 11% á ári, en 1984-1988 er meðaltalið um 5%. Nokkur neikvæð fylgni virðist milli fjárfestingar og raunvaxta. 8 „Nýklassískt“ er hér notað sem þýðing á neoclassical ekki new classical, sem er annar „skóli“ í hagfræðinni. 9 Sjá Fumio Hayashi, Tobins marginal q and average q: a neoclassical interpretation. Econometrica, 1982. Sjá einnig viðauka. 42
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fjárfesting 1945-1989

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjárfesting 1945-1989
https://timarit.is/publication/1062

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.