Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Qupperneq 23

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Qupperneq 23
BYGGÐAMAL árið 1986 og það veldur sjálfkrafa aukningu með því að þá er farið að telja allar hreyfingar milli staða og að og frá landinu. Það er ekki auð- velt að greina þessar tölur vegna þess hversu sveiflukenndar þær em. Ef við lítum til undanfarinna 30 ára er mismunur aðfluttra og brottfluttra tap sem nemur 256 á ári. A síðustu 10 ámm er tapið 180 á ári. Flutning- amir í báðar áttir hafa aukist. Þrátt fyrir það hefur flutningstap á einu ári farið minnkandi ef undan er skil- ið árið 1995. Mismunur er á samsetningu þess hóps sem flytur brott á móti þeim sem hingað flytjast. A fimm árum, frá 1992-1996, fluttu hingað 519 fleiri erlendir ríkisborgarar en héðan fóm. Á sama tíma fluttu 3.600 fleiri Islendingar burt en hingað komu.* Ég hef ekki skoðað lengra tímabil og ég treysti mér ekki til að alhæfa út frá þessu tímabili meðal annars vegna þess sem þegar er sagt um sveiflur í flutningunum. Flutningar eru mestir aö og frá Noröurlöndunum Á árinu 1996 var staðan sú að næstum tveir af hverjum þremur sem hingað komu komu frá Norður- löndunum og þrír af hverjum fjómm sem héðan fóru fóru þangað.** Ef litið er til íslenskra ríkisborgara ein- vörðungu fara næstum því fjórir af hverjum fimm til Norðurlandanna og sömu sögu er að segja um þá ís- lensku ríkisborgara sem hingað flytjast. Tengsl okkar við frændur okkar á Norðurlöndum eru því greinilega mjög mikil á þessu sviði. Flestir koma hingað frá Danmörku og Svíþjóð en flestir fara héðan til Danmerkur og síðan til Noregs. Danmörk hefur töluverða sérstöðu enda flytur rúmur fjórðungur allra sem hingað koma þaðan og tæpur helmingur þeirra sem flytja burt fer til Danmerkur. Islenskum ríkisborg- umm fækkaði einungis í Svíþjóð á árinu 1996. Þrátt fyrir allt er þrösk- * Hagstofa íslands, Landshagir 1993-1997. ** Hagstofa íslands, Landshagir 1997. uldurinn gagnvart Norðurlöndunum greinilega lægstur og auðveldast að flytjast þangað. Jafnframt em senni- lega mestar líkur á því að fólk flytji heim aftur þaðan. 1 raun em Norð- urlöndin einungis þrjú í þessu tilliti, Danmörk, Svíþjóð og Noregur. Fer það sennilega eftir efnahagsástandi í löndunum hvert fólk flytur helst. Nú er uppgangur í Danmörku og Nor- egi og þá flytur fólk þangað. Aftur á móti er efnahagsástand slæmt í Sví- þjóð og þaðan kemur fólk til baka. Að Norðurlöndunum frátöldum eru það Bandaríkin, Bretland og Þýskaland sem fyrst og fremst koma við sögu að því er varðar flutninga íslenskra ríkisborgara. Frá nokkmm löndum em flutningar þar sem ein- ungis erlendir ríkisborgarar koma við sögu. Pólland hefur haft þar al- gera sérstöðu á undanfömum ámm en Taíland, Filippseyjar og Júgóslavía einnig. Búferlaflutningar milli landa eru heldur meiri á höfuöborgarsvæóinu Búferlaflutningar milli landa eru nokkuð meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni þótt munurinn sé ekki ýkja mikill. Þannig em að- fluttir 1,3% af íbúafjölda árið 1997 en brottfluttir 1,2%. 3. mynd sýnir flutninga gagnvart útlöndum á landsbyggðinni. Hluti erlends verkafólks í fjöldanum er umtals- verður því á árinu 1997 veitti fé- lagsmálaráðuneytið 554 ný atvinnu- leyfi á landsbyggðinni en aðfluttir samtals frá útlöndum vom 1351.* Á höfuðborgarsvæðinu eru flutn- ingar í hvora átt gagnvart útlöndum 1,6% af íbúafjölda árið 1997. Flutn- ingarnir eru sýndir á 4. mynd. Ef við horfum einungis á síðustu árin sem þessi mynd sýnir þá er þróunin mjög hagstæð fyrir þetta svæði. Fjöldi brottfluttra hefur minnkað og fjöldi aðfluttra hefur vaxið þannig að á síðasta ári er jafnvægi í búferla- flutningum gagnvart útlöndum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar.** Ef við reynum að setja flutninga hér á landi stuttlega í samhengi við nágrannalöndin er einn helsti mis- munurinn á Islandi og öðmm Norð- urlöndum að þar fjölgar íbúum vegna búferlaflutninga milli landa en hér á landi fækkar fólki vegna flutninganna. Annar munur er sá að á Islandi er hærra hlutfall þeirra sem flytja að og frá heimamenn en annars staðar á Norðurlöndum. Sem dæmi má taka að í Danmörku eru um 60% þeirra sem flytja til og frá landinu ekki Danir en hér á landi em 3/4 aðfluttra íslendingar og 84% brottfluttra. Þá er tíðni flutninga yfir landamæri lægri hjá þeim Norður- landanna sem em fjölmennari en við nema aðflutningur til Danmerkur * Félagsmálaráðuneytið, Yfirlit yfir veitingu atvinnuleyfa á árinu 1997. ** Tölur um búferlaflutninga eru fengnar hjá Hagstofu íslands. Tölur fyrir árið 1997 eru bráöabirgðatölur. 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.