Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Side 32

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Side 32
BYGGÐAMAL tök atvinnulífsins (mikilvægt er að slíkt starf fari fram í viðkomandi byggðarlagi); reka kynningar- og upplýsingaþjónustu til þess að laða að innlenda og erlenda fjárfesta og fleira. Afar brýnt er að auka samkeppn- ishæfni fyrirtækja á landsbyggðinni með því að auka hæfni stjórnenda og starfsmanna með fræðslu og menntun; auka gæði framleiðslunn- ar með ráðgjafarverkefnum og auka þekkingu stjórnenda á alþjóðavið- skiptum. Ný sóknarfæri skapast með upp- lýsingatækninni. Nú er mögulegt að tjölga stöifum úti á landi með fjar- vinnslu, þ.e. störfum sem byggja á upplýsingum úr gagnagrunnum, bankastarfsemi og símsvörun. Er- lend dæmi um slíkt eru sakaskrá bresku lögreglunnar sem er í Norð- ur-Skotlandi og innheimtudeild sænska sjónvarpsins sem er í Norð- ur-Svíþjóð. A Skotlandi eru þess einnig dæmi að vel menntaðar kon- ur hafi atvinnu af því að gera út- drætti úr bókum og greinum fyrir bandarísk fyrirtæki og fái greidd laun sem eru mun hærri en tíðkast á svæðinu. A Islandi mætti nefna skráningar- og upplýsingavinnslu- stofnanir, eins og Fiskistofu, Raf- magnsveitur ríkisins, Tollstjóraemb- ættið og fleiri stofnanir sem gætu flutt hluta af starfsemi sinni út á land. Tæknilega er því ekkert til fyr- irstöðu lengur.* Störf á vegum hins opinbera, svo sem í skólum, á sjúkrahúsum og í stjómsýslu, eru mikilvæg í atvinnu- Iífi. Margir vel menntaðir einstakl- ingar hafa þar fengið störf við hæfi og opinber störf eru oft kjölfesta í tekjulegu tilliti fyrir bæjarfélög, einkum þegar illa árar. Því er mikil- vægt að fjölga ársverkum á vegum opinberra stofnana á landsbyggðinni á næslu árum, enda er óeðlilega hátt hlutfall slíkra starfa í Reykjavík.** * RHA, 1998: Upplýsingatœkni og byggðarþró- un. ** Byggðastofnun, 1998: Skipting útgjalda og stöðugilda hjá ríkissjóði og fyrirtœkjum í meiri- lilutaeigu ríkisins eftir kjördœmum. Síðast en ekki síst er mikilvægt að frumkvæði og ráðdeild fólks í heimabyggð aukist frá því sem ver- ið hefur. Enginn veit betur en heimamenn hvaða möguleikar og hvaða hæfileikar leynast á svæðinu og hvaða ráð duga til að leysa já- kvæða krafta úr læðingi. Svo að vel megi takast til er nauðsynlegt að til korni markviss stefna og almennur stuðningur stjórnvalda. Einnig er mikilvægt að heimamenn kalli til ráðuneytis færustu sérfræðinga, inn- lenda sem útlenda, er veitt geti holl ráð til framtíðar. A hinn bóginn verður landsbyggðarfólk að láta af sundurþykkju og hrepparíg en vinna í samvinnu að markvissu uppbygg- ingarstarfi landsbyggðar. Eg nefni aðeins áætlanir um jarðgöng í því sambandi. Loks er mikilvægt að fólk úti á landi styðji dyggilega við bakið á hæfileikaríkum einstakling- um á heimaslóðum. Þar hefur oft verið pottur brotinn. Lokaorö Hér hefur verið sýnt fram á að verulega vantar upp á að lands- byggðin standi jafnfætis höfuðborg- arsvæðinu í fjölbreytilegu atvinnu- lífi. Áætlað er að störfum fyrir vel menntað fólk, svo sem sérfræðinga og tæknimenntað fólk auk stjórn- enda og framkvæmdastjóra, muni fjölga mjög á næstu árum á sama tíma og störfum í frumvinnslu muni fækka. Þannig er því spáð að árs- verkum í landbúnaði fækki á næstu árum og ársverkum í sjávarútvegi (veiðum og vinnslu) einnig. Árs- verkum í iðnaði mun líklega tjölga og margvíslegum þjónustustörfum sömuleiðis. Loks er því spáð að góðar horfur í efnahagsmálum muni fjölga ársverkum verulega til ársins 2002. Þess ber að geta að þau árs- verk sem hverfa í frumvinnslugrein- um eru einkum á landsbyggðinni en fjölgunin mun líklega eiga sér stað að mestu á höfuðborgarsvæðinu í þjónustugreinum, stóriðju og bygg- ingariðnaði. Það er því ljóst að brýnna aðgerða er þörf til að jafna atvinnutækifæri landsmanna. Skilyrði til atvinnuuppbyggingar í íslensku atvinnulífi verða að teljast góð þar sem nokkrar atvinnugreinar geti ráðið umtalsvert fleira starfs- fólk í náinni framtíð. Til að draga úr búseturöskun á Islandi þarf hins vegar að tryggja að störfum í versl- un og þjónustu fjölgi á landsbyggð- inni og að störfum fyrir vel menntað fólk á vegum hins opinbera sömu- leiðis. Heimildir Byggðastofnun, 1997: Staða sauðfjárrœktar og álirif á byggðarþróun. Reykjavík, september 1997. Byggðastofnun, þróunarsvið 1997: Upplýsingar um ársverk eftir kjördæmum. Reykjavík. Byggðastofnun, 1998: Skipting útgjalda og stöðu- gilda hjá ríkissjóði og fyrirtœkjuni í meiri- hlutaeigu ríkisins eftir kjördœmum. Reykjavík, mars 1998. Employment Outlook, OECD, París, júlí 1994. Fiskifélag íslands 1997: Upplýsingar um afla. Hagstofa íslands, 1996: Vinnuafl 1963-1990. Reykjavík, janúar 1996. Hagstofa íslands, 1997: Hagskinna 1997. Reykja- vík. Hagstofa íslands, 1997: Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í apríl 1997. Hagþjónusta landbúnaðarins, 1997: Þróun sauð- fjárrœktar á lslandi. September 1997. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, 1997: Skýrsla iðnaðar- og viðskiptaráðlierra um framgang verkefna á sviði stóriðju, 6. okt. 1997. Ingjaldur Hannibalsson, 1995: Framleiðni og framleiðniþróun. Ritröð Viðskiptafræðistofn- unar Háskóla íslands og Framtíðarsýnar ehf. Framtíðarsýn, Reykjavík, 1995. NBUs statistikrapport 1996. Stokkhólmi, desem- ber 1996. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, 1998: Þróun atvinnutœkifœra á höfuðborgarsvœði og landsbyggð. Greinargerð unnin fyrir stjóm Byggðastofnunar. Akureyri, janúar 1998. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, 1998: Upplýsingatœkni og byggðarþróun. Greinar- gerð unnin fyrir stjóm Byggðastofnunar. Ak- ureyri, janúar 1998. 94

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.