Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Page 64

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Page 64
HAFNAMAL Ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga 9.—10. október 1997 Ársfundur Hafnasambands sveit- arfélaga, hinn 28. í röðinni, var haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík dagana 9. og 10. október 1997. Árs- fundurinn var mjög vel sóttur því samtals voru 145 fulltrúar skráðir á fundinn. Ársfundurinn hófst með því að Kristján Þór Júlíusson, formaður hafnasambandsins, setti fundinn að viðstöddum ársfundarfulltrúum, borgarfulltrúum og þingmönnum. Ársfundurinn var haldinn í boði hafnarstjórnar Reykjavíkur í tilefni af áttatíu ára afmælisári Reykjavík- urhafnar. Ámi Þór Sigurðsson, for- maður hafnarstjórnar Reykjavíkur, ávarpaði fundinn og Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjómar, og Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi og varaformaður hafnarstjómar Reykjavíkur, voru kosnar fundar- stjórar. Fundarritarar voru kosnir þeir Ágúst Ágústsson og Högni Hróarsson, starfsmenn Reykjavíkur- hafnar. Halldór Blöndal samgönguráð- herra og Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri fluttu ávörp og var síðan gengið til dagskrár. 1 skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 1996-1997 kom m.a. fram að stjórninni þótti vel við hæfi að heiðra fyrsta formann Hafnasam- bands sveitarfélaga á áttugasta af- mælisári Reykjavíkurhafnar og votta Gunnari B. Guðmundssyni og höfninni hans virðingu sína með þeim hætti að gera hann að heiðurs- félaga sambandsins. Þakkaði Gunn- ar B. Guðmundsson þann heiður. Kynntir voru ársreikningar hafna- sambandsins og ályktunartillögur stjórnar. Að því búnu fluttu þeir Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi og stjómarmaður í hafnasam- bandinu, og Einar K. Guðfinnsson, Stjórnendur og ritarar 28. ársfundarins. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Guörún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi, Kristján Þór Júlíusson, formaöur hafnasambandsins, Árni Þór Sigurðsson, varafor- maöur hafnasambandsins, og fundarritararnir Ágúst Ágústsson og Högni Hróarsson. Hluti fulltrúa á ársfundinum. Viö boröiö fremst á myndinni sitja, taliö frá vinstri, Ásgeir Hjálmarsson, hafnarvöröur á Djúpavogi, Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, Rúnar Björgvinsson, sveitarstjóri Breiödalshrepps, og Albert Kemp, oddviti og formaö- ur hafnarstjórnar Búöahrepps. Viö næsta borö sitja, einnig taliö frá vinstri, Björn Arn- aldsson, hafnarstjóri í Snæfellsbæ, Már Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Hafnar- fjaröarhafnar, Siguröur Hallgrímsson, yfirmaöur þjónustusviös Hafnarfjaröarhafnar, Eyjólfur Sæmundsson, formaöur stjórnar Hafnarfjaröarhafnar, og Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri og hafnarstjóri í Hafnarfiröi. Myndirnar meö frásögninni tók Gunnar G. Vig- fússon. 1 26

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.