Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 32
BYGGÐAMÁL stað nálægt hráefni og mörkuðum til að minnka flutningskostnað og flutningstíma á viðkvæmu hráefni. Fólkið sótti svo þangað sem atvinnu var að hafa. Erlendis voru það oft námur sem réðu staðarvalinu, en hérlendis var það fiskurinn og ijar- lægð á miðin sem því réðu. Þessar forsendur hafa breyst á síðari árum og þar með forsendum- ar fyrir byggðamynstrinu. Með breyttum atvinnuháttum og sigl- ingaháttum geta nú skipin siglt lengri leið og unnið hráefnið um borð. Með þessu minnkar atvinna og fólk flyst burt. Úr þessu verður vítahringur, fólkinu fækkar, minna undirlag verður fyrir verslun og þjónustu, sem leggst niður. Vegna þess flytur enn fleira fólk í burtu og þannig gengur sagan. Við þekkjum öll örlög gömlu síldarbæjanna. Þær raddir heyrast að við eigum að láta markaðinn ráða því hvað verður um bæi sem ekki hafa sama atvinnugrundvöll og áður? Ýmis rök mæla gegn þessu. I þessum bæj- um liggur oft mikil íjárfesting í hús- næði og þjónustukerfi, og oft þjóna þeir enn einhverjum tilgangi í at- vinnulífí þjóðarinnar, þótt ekki sé nóg til að standa undir atvinnu, verslun og þjónustu fyrir heilt bæj- arfélag. Það er nauðsynlegt að eiga nokk- uð sterka höfúðborg, sem reyndar er ekki stór á alþjóðamælikvarða. En við Islendingar erum ekki ijölmenn þjóð og við verðum að gæta þess að jafnvægi sé milli höfúðborgarsvæð- isins og landsbyggðarinnar. Þótt byggðavandinn sé hér meiri en ann- ars staðar á Norðurlöndum verjum við íslendingar hlutfallslega minna fé til byggðamála en í nokkru öðru Norðurlandanna. I fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998-2001 er á hinn bóginn stefnt að því að fólksfjölgun á landsbyggðinni verði ekki undir landsmeðaltali og nemi 10% fram til ársins 2010. Ein leiðin til að ráða bót á málun- um er að reyna að finna nýtt hlut- verk fyrir bæina, þ.e. að finna nýjar atvinnugreinar og reyna að Iaða ný fyrirtæki til þeirra. Aður fyrr var oft hægt að gera þetta með opinberum reglum og styrkjum, sem notuð voru til að stjórna staðarvali fyrir- tækjanna. Nú eru breyttir tímar og fyrirtæki framleiða oft háþróaðar vörur og þjónustu, sem krefjast mik- illar starfsþekkingar. Framboð á starfsmenntuðu vinnuafli er meðal þeirra þátta sem mikilvægir eru fyrir staðarval fyrirtækja. Þetta vinnuafl sækir þangað sem bestir möguleikar bjóðast og þar sem búsetuskilyrði eru best. Breytt gildismat fólks Orsaka fólksflutninganna er m.a. að leita í breyttu gildismati fólks, einkum ungs fólks. Hvert tímabil sögunnar einkennist af vissum við- horfum og lífsstíl. Undir miðbik aldarinnar tóku íslendingar skrefið frá bændaþjóðfélaginu yfir í iðnað- arþjóðfélagið. Með iðnaðarþjóðfé- laginu komu kynslóðaskipti og frá- hvarf frá lífsstíl og viðhorfum bændaþjóðfélagsins. Tímabilið ein- kenndist af tæknihyggju, sem oft réð ferðinni fremur en mannleg við- horf. A sjöunda áratugnum kom frá- hvarfið og jafnframt því sem við stigum skrefið frá iðnaðarþjóðfélag- inu yfir í upplýsinga- og hátækni- samfélagið, ruddu sér til rúms ný viðhorf. Þau einkennast af nýsköp- un, alþjóðahyggju, hreyfanleika í búsetu, sjálfstæði, jafnrétti milli kynja, þjóðflokka og trúarhópa og vaxandi áhuga á málefnum, sem standa nálægt fólki, eins og um- hverfismálum, menningu og bættum lífsgæðum. Það sem hefur valdið þessari breytingu eru bættar sam- göngur og víðferli fólks, upplýs- ingastreymi í fjölmiðlum og bætt al- menningsmenntun. I sænskri rannsókn, sem endur- speglar þróunina víðar á Vestur- löndum, koma fram ýmsar breyttar áherslur ungs fólks. Ungt fólk kýs hreyfanleika í búsetu og atvinnu og velur oftast starfssvið sem kreljast fræðilegrar þekkingar. Ungt fólk er ekki lengur sátt við að búa á sama stað alla ævi og stunda sama starf alla ævi. Þetta leiðir til aukinna bú- ferlaflutninga, og þeir staðir eru eft- irsóknarverðastir sem gefa kost á fjölbreytni í búsetu og tækifæri til að skipta um starf. Ungt fólk gerir meiri kröfur til framboðs, fjöl- breytni og sveigjanleika í menningu og afþreyingu. Föst félagasamtök uppfylla ekki lengur þarfir ungs fólks. Einnig þetta hefúr áhrif á bú- setuval fólks, og þeir staðir eru effir- sóknarverðir sem gefa kost á fjöl- breytni í þessum efnum. Þessir sömu þættir hafa m.a. kom- 2. mynd. Hlutfallsleg breyting ársverka 1985-1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.