Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Blaðsíða 36
SKIPULAGSMAL Fjarskiptamastur Tals hf. við Síðumúla í Reykjavík. samið hafi verið um samnýtingu á aðstöðu þeirri sem forveri þeirra, ríkisstofnunin Póstur og sími byggði upp fyrir almannafé í þágu fjarskipt- anna í landinu. Skipulag og fjarskipta- mannvirki Eins og skylt og eðlilegt er hefur Tal hf. frá upphafi sótt um bygging- arleyfi fyrir öllum framkvæmdum sínum, bæði i þéttbýli og dreifbýli. I sumum tilvikum hefur verið um fjarskiptamöstur að ræða og hefur þá oft í fyrsta sinn reynt á byggingar- og skipulagsnefndir að fjalla um slík mannvirki og búnað. Tal hf. 1 e g g u r áherslu á að starfsemi fyrir- tækisins er mik- ilvæg almenn- ingsþjónusta af sama tagi og dreifikerfi veitu- stofnana og sam- göngumannvirki. I þessum sam- skiptum hefur oft komið i ljós hve lítill gaumur staðarvali fjar- skiptamann- virkja hefur ver- ið gefinn í skipu- lagsvinnu. Yfir- leitt hafa bygg- ingaryfirvöld e i n u n g i s óljósa hugmynd um staðsetningu þeirra í umdæmi sínu og það er undir hælinn lagt hvort þau eru merkt inn á skipulagsupp- drætti. Þó segir i skipulags- og byggingarlögum að í aðalskipulagi skuli koma fram stefna sveitarstjómar um samgöngu- og þjónustukerfi. Þetta er að sjálf- sögðu arfur frá fýrri tíð eins og áður er drepið á. Nú á dögum em fjar- skipta- og fjarmiðlafyrirtæki fleiri en áður og væntanlega eru það hagsmunir hvers sveitarfélags að sem flest þeirra sjái tilefni til þess að bjóða íbúunum þjónustu sína. Um leið leggur það þá skyldu á herðar sveitarstjórnum að taka af- stöðu til staðarvals mannvirkja af þessu tagi. Þessar ákvarðanir em oft ekki auðveldar því að yfírleitt eru einhverjir mótfallnir þeim. I raun- inni er það nauðsynlegur hluti skipulagsvinnu að ígmnda þær þarf- ir og þau álitamál sem taka þarf tillit til við staðarvals þeirra. Það er síðan hagur flestra að þau mannvirki sem fyrir em séu samnýtt eftir því sem kostur er. Einnig að þær kvaðir séu settar á ný mannvirki að öðmm aðil- um en byggjandanum sé gefinn kostur á að koma þar fyrir búnaði, enda komi eðlilegt afgjald fyrir o§ öryggi mannvirkisins sé ekki rýrt. I Danmörku er í bígerð löggjöf sem heimilar sveitarfélögum að krefjast þess að farsímafyrirtæki samnýti aðstöðu í möstmm og er það gert til þess að draga úr mastrabyggingum eftir því sem kostur er. Lokaoró Líklegt er að á næstu ámm verði enn unnið að byggingu fjarskipta- mannvirkja. Dreifíkerfi útvarps og sjónvarps em komin til ára sinna og nú hillir undir stafrænt útvarp og sjónvarp. Á síðasta ári byggði Landssíminn við GSM-kerfi sitt sem aldrei fyrr og Tal hf. mun ekki láta sitt eftir liggja. Dreifikerfí fýrir- tækisins nær nú yfir stóran hluta Suðvesturlands og mun enn verða aukið við útbreiðslu þess á næst- unni. Reynslan sýnir að öflun bygg- ingarleyfa fyrir búnað okkar getur verið mjög erfið og tímafrek. Víst er að skipulags- og byggingarmál em einn af þeim þáttum sem koma til athugunar þegar ákvarðanir verða teknar um staðarval farstöðva. Ég vil hvetja sveitarstjómarmenn og þá sem vinna að skipulagsmálum fýrir sveitarfélög til þess að gefa þessu máli gaum. Með réttum vinnu- brögðuin getur það verið öllum til hagsbóta. Ef búið er að ná samstöðu i byggðarlögunum um það hvar reisa megi fjarskiptamannvirki, þá geta fjarskiptafyrirtæki gengið að aðstöðunni nokkuð vísri og íbúamir notið fjölbreyttari þjónustu fyrir vikið. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.