Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 27
SAMSKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA sveitarfélaganna með fyrirmælum í löggjöf, fyrir utan önnur fyrirmæli eða óskir framkvæmdavaldsins. Hversu langt má löggjaf- inn ganga? Óhjákvæmilega verður sífellt að fara fram umræða um hvert hlutverk löggjafans eigi að vera og hversu langt hann eigi að ganga í lagasetn- ingu og fyrirmælum um starfsemi sveitarfélaganna og framkvæmd þeirra á lögbundnum verkefnum sínum. Það er reyndar svo að lög- gjafanum er ætlað það hlutverk að setja sveitarfélögum leikreglur, kveða á um skyldur þeirra, ábyrgð og réttindi, sem oft og tíðum eru jafhframt réttindi, ábyrgð og skyld- ur íbúa landsins. En hversu langt má löggjafinn teygja sig án þess að gengið sé á rétt sveitarstjóma til að ráða málum sínum sjálfar? Ég vil gjarnan fá að nefna hér annað atriði sem snýr að samskipt- um ríkis og sveitarfélaga og ég veit að margir sveitarstjómarmenn kann- ast við. Það varðar stofnsetningu embætta eða starfsmanna ríkisins í einstökum sveitarfélögum. Allir fagna nýjum störfúm í sveitarfélag- inu sínu og ekki er óalgengt að sveitarstjómir taki að sér að útvega húsnæði undir hið nýja embætti rik- isins eða starfsmann. En þar að auki er það þekkt að sveitarstjómir hafi tekið þátt í hluta stofn- eða rekstrar- kostnaðar embætta sem er ríkisins að reka og rikisins að Qármagna, lög mæla svo um. Abyrgð og áhrif á rekstur og viðkomandi starfsemi er samt sem áður áfram hjá ríkinu, enda hafa sveitarstjómir þar ekki lögformlega stöðu. Það þekkjast meira að segja dæmi þess að sveit- arfélög séu allt að því á almennum uppboðsmarkaði og eigi það á hættu að embætti og þjónusta gangi þeim úr greipum og fari rakleiðis í annað byggðarlag eða kjördæmi, ef sveit- arfélagið eða félögin em ekki tilbú- in að koma til móts við ríkið í þess- um efnum. Greinarhöfúndur hefúr ekki verið lengi á vettvangi sveitarstjómarmál- anna, rétt um fjögur ár. Þeir sem eldri eru á vettvanginum gætu sennilega sagt okkur hinum að þessi mál hafi undanfarin ár og áratugi verið til umræðu við flest þau tæki- færi er sveitarstjómarmenn hittast. Hvað er þá til ráða? Hvaö um sjálfstjórn sveit- arfélaga? Evrópusáttmáli um sjálfstjórn sveitarfélaga öðlaðist gildi hérlendis þann 1. júlí 1991. Sáttmálinn hefur ekki lagagildi, en líta má á hann sem almenna viljayfirlýsingu ís- lenskra stjómvalda. I 9. gr. sáttmál- ans er fjallað um tekjustofna sveit- arfélaga. Þar segir að sveitarfélög- um skuli tryggðir fullnægjandi tekjustofnar innan ramma hinnar opinbem fjármálastefnu og að þeim skuli fijálst að ráðstafa þeim að eig- in vild innan valdsviðs síns. Enn- fremur segir að tekjustofnar sveitar- félaga skuli vera í samræmi við þau verkefni sem sveitarfélögum em fal- in í lögum. Samkvæmt þessu brýtur það í bága við sáttmálann að flytja nýja málaflokka eða verkefni til sveitarfélaga nema jafnhliða sé ákveðið hvernig útgjöldum vegna þeirra skuli mætt. Nýjar leiöir í hagsmuna- gæslunni? Fulltrúar sveitarfélaganna, sveit- arstjómarmenn, stjórnir og starfs- menn landshlutasamtaka sveitarfé- laga, sem og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þann æma starfa að gæta hagsmuna sveitarfélaganna í samskiptum við ríkisvaldið. Þar gildir að sofa ekki á verðinum og seint virðist of mikillar árvekni gætt. Þó hafa þessir aðilar fjölmörg önnur störf á sinni könnu, auk þess sem mál krefjast sífellt aukinnar þekkingar og innsýnar. Nægir þar að nefna þann ótölulega fjölda laga- frumvarpa og þingsályktunartil- lagna sem stafar frá Alþingi. Hér fyrr var minnst á vinnu og fjármagn sem sveitarfélögin í heild lögðu í samninga við yfirtöku grunnskólans. Þar var unnið með kerfisbundnum hætti að hagsmuna- gæslu sveitarfélaganna. Það er áleitin spurning hvort sveitarfélögin eigi að vinna þannig almennt. Ættu þau t.d. að hafa yfir að ráða sérhæfðu starfsfólki sem ætlað er það hlutverk að yfirfara lagafmmvörp, stjómvaldsfyrirmæli og aðra geminga með það fýrir aug- um að gæta þess að ekki halli á sveitarfélögin í samskiptunum? Eða jafnvel til að halda til haga þeim til- vikum þegar ljóst er að hallað hefúr á og þörf er leiðréttingar við. Eða mætti hugsa sér sérstaka und- imefúd Sambands íslenskra sveitar- félaga, samskiptanefnd einhvers konar, sem hefði þetta sérstaka hlut- verk? Hér er ekki lögð fram tillaga heldur gerð tilraun til að leggja lóð á vogarskálamar í þeirri umræðu sem nú fer víða fram meðal sveitar- stjórnarmanna. Umræðan er þörfþó ekki sé þetta í fyrsta eða eina skiptið sem hún kemur upp. Mikilvæg málefni fyrir höndum Það er deginum ljósara að gagn- kvæmt traust þarf að rikja í sambúð ríkis og sveitarfélaga. Sveitarstjóm- armenn em með bjartsýnustu mönn- um á íslandi og trúa því að sambúð- in geti gengið. Það á fyrir aðilum að liggja að eiga mikil samskipti og starfa saman. Meðal annars eiga þeir nú fyrir höndum að semja um yfirfærslu á stóm og miklu verkefúi, málefnum fatlaðra, flóknum og við- kvæmum málaflokki, semja um út- reikninga, ábyrgð og umfram allt, persónulega velferð Islendinga. Þá er affarasælla að gagnkvæmt traust ríki. 2 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.