Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 20
FJÁRMÁL Endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga Ingimundur Sigurpálsson, bœjarstjóri Garðabœjar l. Gísli Brynjólfsson skáld hafði orð á því að það væri undarlegt að mað- ur skuli alltaf verða að vinna sér inn peninga, eins og maður hafí ekki nóg annað að gera. Því er hins vegar öðru vísi farið með hina jarðbundn- ari sveitarstjórnarmenn; þeir gera sér væntanlega grein fyrir því að tryggja verður næga peninga til þess að þeir hafí nóg að gera, og um það snýst umræðuefni sveitarstjórnar- manna um þessar mundir hvernig tekjustofnum sveitarfélaga verði sem best hagað. Umfjöllun um tekjustofha sveitar- félaga er gömul saga og ný. Ekki er við öðru að búast í fjölþættu og vax- andi samfélagi en að endurmeta verði reglulega kosti og galla gild- andi tekjustoftiakerfis og ekki síður markmið og leiðir í þjónustu sveit- arfélaganna við einstaklinga og fyr- irtæki. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á tekjustofnum sveitarfélaga og verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga á undanfömum ámm. Þar má m.a. nefna að í ársbyijun 1972 tók ríkið að sér allan kostnað við lög- gæslu og almannatryggingar og aukinn kostnað við sjúkratrygging- ar, en á móti kom skerðing á heild- artekjum sveitarfélaga. Með lögum frá 1975 vom nokkur verkefni færð ffá ríki til sveitarfélaga og samhliða þeim breytingum vom tekjur Jöfn- unarsjóðs auknar nokkuð. Stórt skref var stigið í verkaskiptingu rík- is og sveitarfélaga með gildistöku verkaskiptalaga í ársbyrjun 1990. Þar var kveðið skýrar á um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga og tekjuöflun sveitarfélaganna en áður hafði verið gert, og tóku sveitarfé- lögin að sér aukin verkefhi og fengu til þess auknar tekjur, en þær em á núgildandi verðlagi metnar á um 1,3 milljarða króna árlega. Þá er skemmst að minnast þeirra um- fangsmiklu breytinga sem gerðar vom á verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga með yfírtöku sveitarfélaga á hlut ríkisins í rekstri gmnnskóla haustið 1996, en samhliða því vom sveitarfélögunum tryggðar auknar tekjur sem ætlað var að mæta kostn- aði við yfirtökuna. Auk þessara breytinga á tekju- stofnum sveitarfélaga og verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga hafa á undanfomum ámm verið sett fjöl- mörg lög þar sem sveitarfélögunum em lagðar auknar skyldur og fjárút- lát á herðar án þess að tekjur hafí beinlínis verið tryggðar jafnhliða. Er þar bæði um að ræða verkefni sem sveitarfélögunum er ætlað að leysa einum sér og eins sameiginleg verkefni ríkis og sveitarfélaga. Má í þvi sambandi nefna breytingar á lögum um gmnnskóla, breytingar á lögum um málefni fatlaðra, lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, lög um virðisaukaskatt, lög um afnám að- stöðugjalds, lög um fjármagnstekju- skatt og raunar fjölmörg önnur sem ekki gefst tækifæri til að rekja hér frekar. Allar hafa þessar lagabreyt- ingar og lagasetningar hafl í för með sér auknar skyldur og fjárútlát án þess að sveitarfélögunum hafí jafh- hliða verið tryggðar nægar tekjur. I áhugaverðri og vandaðri skýrslu nefndar, sem stjórn sambandsins skipaði vorið 1997 til þess að fjalla um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga á ámnum 1990-1997 1. mynd. Mnijónir Heildartekjur ríkis og sveitarfélaga 1988-1997 króna 180.000 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 ‘Heimild: Þjóðhagsstofnun 1 1 Tekjur sveitarfélaga i Tekjur ríkissjóðs — — — — — — ..... ..... — — — - — — — f—- f ■ - — r- ■ r —j ~j —J 2 1 O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.