Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 26
SAMSKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA Sambúð ríkis og sveitarfélag BjörgÁgústsdóttir, sveitarstjóri i Grundarfirði Sveitarstjórnum og stjórnum landshlutasamtaka berast gjarnan lagafrumvörp og þingsályktunartil- lögur, samningar og aðrir gerningar sem varða máleíni sveitarfélaganna og samskipti þeirra við ríkisvaldið. Sumir sveitarstjómarmenn hafa þó stundum á orði að slík gögn nái ekki til þeirra fyrr en mál eru frágengin, frumvörp orðin að lögum o.s.frv. Þetta er reynsla undirritaðrar, m.a. úr starfi Samtaka sveitarfélaga í V esturlandskj ördæmi. Sígilt umræöuefni Um alllangt skeið hefur mönnum orðið tíðrætt um eflingu sveitar- stjómarstigsins með tilfærslu verk- efna frá riki til sveitarfélaga, aukn- um tekjustofnum sveitarfélaganna til að standa undir fleiri verkefnum og ennfremur að verkaskiptingu rík- is og sveitarfélaga þurfi að einfalda. En jafnframt því að sveitarstjóm- armenn vilja taka að sér og fá tekjur til frekari verkefna frá ríkinu er mikilvægt að gæta þess að ekki halli á sveitarfélögin í tekjutilfærslunni. Við yfirtöku sveitarfélaganna á öll- um rekstrarkostnaði grunnskóla árið 1996 lögðu sveitarfélögin og heild- arsamtök þeirra mikla vinnu, tíma og ljármagn í undirbúning og samn- ingagerð við ríkið. Tilgangurinn var sá að gæta hagsmuna sveitarfélag- anna og tryggja tekjur til reksturs á hinum nýja málaflokki. Þó að sjaldnast séu allir sammála um hvernig til takist við jafn um- fangsmikið verk sem þetta er senni- lega óhætt að telja að það hafi verið vilji flestra ef ekki allra sveitar- stjórnarmanna að verja þeim Qár- munum sem þar var gert til hags- munagæslu sveitarfélaganna. Ný verkefni án viöbótar- tekna Á sama hátt hafa sveitarfélögin feiknamikla hagsmuni af því að fulltrúar ríkisvaldsins séu sann- gjarnir í garð sveitarfélaganna og virði sjálfsforræði og sjálfstæði þeirra þegar sveitarfélögin eru ekki til samninga um atriði sem þó snerta þau. Hér á ég sérstaklega við störf löggjafarvaldsins, en löggjafmn get- ur einhliða kveðið á um skyldur sveitarfélaganna og lagt á þau byrð- ar, svo lengi sem ekki brýtur í bága við hin orðfáu ákvæði stjómarskrár- innar um sjálfstjórn sveitarfélaga. Hið sama má og segja um fram- kvæmdavaldið. Á hinn bóginn er hér um að ræða samskiptamynstur ríkis og sveitarfélaga, eiginlega sambúð, þar sem hvor aðili um sig er skyldur til að reyna að láta sam- búðina ganga, í það minnsta „halda sig á mottunni" ef ekki á illa að fara. Því miður hefur sveitarfélögunum oft og tíðum fundist þau fara hall- oka í sambúðinni við ríkið og hefúr þar oft valdið íþyngjandi löggjöf sem leggur byrðar á sveitarfélögin, ný verkefni eða skyldur, án þess að sveitarfélögunum séu veittar tekjur sem staðið geti undir framkvæmd- inni. Skipulags- og byggingarlög Um áramótin 1997 og 1998 öðl- uðust gildi ný skipulags- og bygg- ingarlög sem mæla fyrir um stór- auknar skyldur og kröfúr til sveitar- stjóma og starfsmanna sveitarfélag- anna. Sumar hverjar eru reyndar tímabærar og ágætar en aðrar hreint ekki og skapa sveitarfélögunum aukna vinnu og fyrirhöfh, sem m.a. hefur verið létt af starfsmönnum a ríkisins. Hið sama má segja um reglugerðir sem síðan voru settar með stoð í lögunum. Ný áfengislög Ný áfengislög öðluðust gildi 1. júlí 1998. Samkvæmt þeim er það nú verkefni sveitarstjóma að gefa út vínveitingaleyfí að fengnum um- sögnum viðkomandi lögreglustjóra, heilbrigðisnefndar og skipulags- og byggingarnefndar. Það er sveitar- stjórna að ganga eftir sérstökum rekstrartryggingum leyfishafa, fylgjast með því að leyfishafi upp- fylli skilyrði sem sett vom við út- gáfú leyfisins, veita áminningar ef út af bregður og jafnvel afturkalla leyfi. Hér er um að ræða verkefni sem áður voru unnin af lögreglu- stjórum eða starfsmönnum þeirra auk þess sem framkvæmd leyfís- veitinganna virðist hafa þyngst með nýju lögunum. Ég hef hins vegar grun um að engar tekjur hafi fylgt yfirfærslu þessa verkefnis til sveit- arfélaganna. Ný vinnubrögð og auknar kröfúr í stjómsýslunni hafa leitt til þess að stjórnsýsla og yfirstjórn margra sveitarfélaga hefúr þanist út á und- anfornum ámm. Sífellt eru gerðar meiri kröfur bæði til sveitarfélaga og ríkis, sumir kjósa að nefna það „skriffinnsku“. Þessar kröfur stafa ekki síður frá löggjafanum en fyrir- mælum eða óskum framkvæmda- valdsins. Fleiri dæmi mætti nefna og fræði- legar mætti fara ofan í saumana á þeim kröfum og skyldum sem ríkis- valdið hefur lagt sveitarfélögum á herðar undanfarin misseri. Ófáir sveitarstjórnarmenn kvarta undan narti ríkisvaldsins í tekjustofna 2 1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.