Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 19
MENNINGARMÁL veitt í líf og starf landkönnuðarins og mannfræðingsins er sýningin jafnframt kynning á þeim málefnum sam- tímans er snúa að umhverfi, nýtingu auðlinda, sjálfbærri þróun og lífvænleika samfélaga á norðurslóðum. Notað- ar eru m.a. ritaðar heimildir, ljósmyndir, hljóðupptökur og kvikmyndir sem varðveittar hafa verið í Stefansson Collection i Dartmouth College og víðar. Sýningin verð- ur opnuð í Listasafni Akureyrar á afmælisdegi Vil- hjálms en flyst til Reykjavíkur árið 2001. Jafnframt er stefnt að því að sýna Heimskautslöndin unaðslegu í Kanada og Bandaríkjunum. Útilistaverk - íslandsklukkan 29. ágúst Verkinu er ætlað að minnast örlagaatburða í sögu þjóðarinnar, s.s. kristnitökunnar og landafundanna fýrir þúsund árum eða staðbundinna atburða sem tengjast sögu og sérkennum héraðsins. Verkinu er einnig ætlað að vísa til bjartrar framtíðar á nýju árþúsundi. Alls bár- ust 62 tillögur að listaverkum og valdi dómnefnd verkið íslandsklukkuna eftir Kristin Hrafnsson myndlistar- mann. Stefnt er að því að verðlaunaverkið verði vígt hinn 29. ágúst i nágrenni Háskólans á Akureyri. Viltu vita meira: www.akureyri.is og m'H’H'.svs./s HÚSAVÍK 50 ára afmælishátíð janúar-desember Húsavíkurkaupstaður fagnar 50 ára afmæli á alda- mótaárinu og af því tilefni verða ýmsir listviðburðir á dagskrá í hverjum mánuði allt árið um kring. Sérstök ástæða er til að geta hvalaskoðunarhátíðar sem haldin verður 17.- 25. júní en hvalaskoðun er að verða mynd- arleg útgerð á Húsavík. Þá verður haldin ríkmannleg lystahátíð í ágústmánuði, sannkölluð matarveisla þar sem alls kyns framandi og freistandi réttir úr innlendu hráefni verða kynntir og framreiddir. Viltu vita meira: www.husavik.is SEYÐISFJÖRÐUR Karlinn í tunglinu - börnin á jörðinni frá 24. júní „Karlinn í tunglinu - börnin á jörðinni“ er verkefni ætlað öllum bömum heimsins. Markmiðið er að ná til bama allra landa og útbúa úr framlögum þeirra heild- stæða sýningu á verkum sem munu verða sýnd í öllum löndum veraldar. Gert er ráð fýrir að verkefnið standi yfir í 8-20 ár. Sjálf sýningin er aðallega fólgin í þrívíð- um verkum bamanna og fylgja þeim nöfn bamanna, ljósmyndir, aldur og upplýsingar um búsetu. Ekkert þema er skilyrt sérstaklega, heldur er þemað verkið sjálft, þ.e.a.s. verk sem böm úr öllum heiminum koma að. Laugardaginn 24. júní verður opnuð sýning á verkinu eins og það stendur þá á listahátíð á Seyðisfírði, „Á seyði“. Höfundur verksins er Pétur Kristjánsson á Seyðisfirði. Viltu vita meira: www.moon.is eða www.sfk.is AUSTUR-HÉRAÐ Bjartar nætur júní Á Austur-Héraði er afar blómlegt tónlistarlíf. Árið 1999 hóf Óperustúdíó Austurlands starfsemi með flutn- ingi á ópemnni Töffaflautunni eftir Mozart. Flutningur- inn fékk afar góðar móttökur, enda komu margir fýrsta flokks söng- og tónlistarmenn að verki. í júnímánuði 2000 verða flutt tvö stórvirki tónbókmenntanna. Óperustúdíó Austurlands flytur ópemna „Rakarinn í Sevilla" eftir G. Rossini. Óperan var samin árið 1816 og sló strax í gegn. Lifandi og skemmtilegar aríur og eftir- minnilegar persónur hafa gert verkið að einu af uppá- haldsverkefum í óperuhöllum um víða veröld. Verkið er gamansamt og kostulegur ástarþríhyrningur skapar spennu í söguþráðinn. Rakarinn í Sevilla verður frnrn- sýndur 17. júni í hátíðarsal Alþýðuskólans á Eiðum. Að auki mun Kammerkór Austurlands flytja óratorí- una Elias eftir F. Mendelssohn 10. júní í tengslum við kristnitökuhátíð. Viltu vita meira: tonegs@eldhorn.is. HORNAFJÖRÐUR Vatnajökull - náttúra, saga, menning 20. maí-20. september Vatnajökull er voldugur nágranni. Það hafa Skaftfell- ingar mátt reyna í aldanna rás. Þessi sambúð manns og jökuls er tilefni veglegrar jöklasýningar á Hornafírði. Sjónum verður einkum beint að náttúru jökulsins og þeirri sögu og menningu sem honum tengist. Þekktir vís- indamenn, listamenn og sagnfræðingar leggja sitt af mörkum enda er leitast við að endurspegla jökulinn í öllu sínu veldi á fjölbreyttan og margslunginn hátt. Meg- inhluti sýningarinnar verður í Sindrabæ á Höfn í Homa- firði og í þjóðgarðinum í Skaftafelli en staðir sem tengj- ast efni sýningarinnar verða einnig sérmerktir um alla sýsluna. Vonir standa til að sýningin verði vísir að var- anlegu jöklasafúi á Höfn. Leitað verður svara við spum- ingum um uppmna og eðli jökla, hamfarir í jöklum, áhrif á sveitir umhverfís jökla o.fl. Þekktir myndlistarmenn taka þátt í sýningunni, þeirra á meðal Finnbogi Péturs- son, Eggert Pétursson, Anna Líndal og Inga Jónsdóttir. Viltu vita meira: www.hornafjordur.is og www.vatna- jokull.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.