Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 48
FRA LAN DSHLUTASAMTOKUNUM Hörður Rikharðsson, sérfræðingur hjá INVEST, gerði grein fyrir fjarkennsluverkefni í Norð- urlandskjördæmi vestra. fræði á ísafirði og Egilsstöðum i gegnum búnaðinn og hefúr það reynst vel. Jafnframt er gefinn kostur á námi í rekstrarfræði, ferðamálafræðum, tölvu- og upplýsinga- tækni, leikskólafræðum og kennslufræði með aðstoð fjarfundabúnaðar. Auk þessa eru boðin nokkur endur- menntunamámskeið með fjarkennslu. Einnig er nokkuð urn að fjarkennt sé annars staðar ffá til Háskólans á Ak- ureyri. Þorsteinn benti á að fjárveitingar til fjarkennslu hefðu verið óvissar og ónógar, en þó horfði til betri vegar í þeim efnum. Hann sagði að gæði og flutningsgeta fjar- skipta væru ekki nægjanleg og að kostnaður vegna þessa væri alltof hár til aukinnar fjarkennslu. Óviðun- andi flutningsgeta og verulegur kostnaður væri slæmur dragbítur á þróun fjarkennslu í landinu. Þorsteinn sagði þetta þurfa að breytast ef umrædd tækni ætti að nýtast þjóðinni til fullnustu. Atvinnulíf og menntun Ingunn Helga Bjarnadóttir, landfræðingur hjá Byggðastofnun, gerði grein fyrir þingsályktun ffá síð- asta þingi um stefhu í byggðamálum, þar sem m.a. kem- ur fram að menntun á landsbyggðinni verði stórefld, sér- staklega hvað varðar verklegar greinar sem nýtast at- vinnulífi. Ingunn gerði einnig stuttlega grein fyrir niður- stöðum Stefáns Olafssonar um ástæður brottflutnings fólks frá landsbyggðinni, en þær em m.a. einhæft at- vinnulíf og minni möguleikar til náms. Með þróun atvinnuhátta, aukinni vél- og tæknivæð- ingu, væri ekki eins mikil eftirspum eftir ófaglærðum starfskröftum, en þó væri störfúm ekki að fækka. Eftir- spurnin væri nú eftir faglærðum starfskröftum og sýndi það mikil- vægi aukins framboðs á menntun á landsbyggðinni, m.a. með fjar- kennslu. I könnun sem gerð var meðal nemenda í fjamámi á Norð- urlandi vestra á síðasta vetri kem- ur berlega í Ijós mikilvægi þess lyrir byggðarþróun. Fjarkennsluverkefnið í kjör- dæminu Hörður Ríkharðsson, sérfræð- ingur hjá Iðnþróunarfélagi Norð- urlandskjördæmis vestra (IN- VEST), kynnti fjarkennsluverk- efnið í kjördæminu. Að verkefn- inu standa Byggðastofnun, Far- skóli NV, Fjölbrautaskóli NV, Hólaskóli, INVEST og SSNV. Hörður kvað ástæðuna fyrir þessu verkefhi þá að menntun skipti máli við mat búsetuþátta, valkostir í menntun hefðu áhrif á búferla- flutninga og að breyttir atvinnuþættir kölluðu á nýja möguleika menntunar. Verkefnið hefúr verið fjármagnað af ríkinu, SSNV og einstökum sveitarfélögum með fjárveitingum og vinnu- ffamlagi. Verkefhisstjómin setti sér að koma fjarfúnda- búnaði fyrir á öllum þéttbýlisstöðum kjördæmisins og er slíkur búnaður nú á Blönduósi, Sauðárkróki, Hvamms- tanga, Skagaströnd og á Siglufírði. Hörður ræddi þátt Landssíma íslands í fjarkennslu- verkefninu. Hann upplýsti að fyrirtækið á og rekur Byggðarbrúna, en ekki Byggðastofnun, eins og stundum er haldið fram, og að þjónusta þess væri ekki fúllnægj- andi. Hörður segir það stórt mál varðandi þróun í fjar- kennslu að ljósleiðari verði gerður aðgengilegri fyrir al- menna notkun þeirra sem að slíkum verkefhum starfa. Jón Hjartarson, forstöðumaður Skólaskrifstofú Suður- lands, kvaddi sér hljóðs og skoraði á sveitarstjómarmenn að veita skólastjómendum liðsinni við að koma á fjar- kennslu öldungadeildar. Hvert stefnir í fjármálum sveitarfélaga? Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, fjall- aði um fjármál sveitarfélaga og þróun byggðar. Hann rakti þróun verkaskiptingar milli ríkis og sveitarfélaga undanfarin ár og sagði að sveitarfélögum hafi á stundum verið falin verkefhi án þess að þeim hafi verið tryggðar tekjur til þess að sinna þeim. Samkvæmt könnun sem gerð var er áætlað að með aðgerðum ríkisins hafi tekjur sveitarfélaga verið skertar um 14-15 milljarða á undan- fomum áratug. Ingimundur sagði að brýnt væri að sveitarfélögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.