Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 10

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 10
Sameining sveitarfélaga HelgaA. Erlingsdóttir, oddviti Ljósavatnshrepps: Sameining fjögurra sveitarfélaga í Suður-Þingeyjarsýslu Hinn 3. nóvember síðastliðinn var samþykkt sameining fjögurra sveitarfélaga í Suður-Þingeyj- arsýslu, Bárðdælahrepps, Hálshrepps, Ljósavatns- hrepps og Reykdælahrepps. Góð þátttaka var í atkvæðagreiðslunni og var sam- einingin samþykkt í öllum hreppunum ijórum, víð- ast með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða. Yfirlitið sýnir niðurstöður atkvæðagreiðslunnar: hreppar að segja sig úr því sameiningarferli, þar sem hugur stóð til minni sameiningar, var þá ekki síst horft til landfræðilegrar stærðar. Strax var ákveðið að mikilvægt væri að allir sveitarstjórnarmenn kæmu að viðræðum um sam- einingu. Kosið var í nefndir sem allir sveitarstjórn- armenn á svæðinu voru aðilar að. Að aflokinni nefndavinnu unnu oddvitar hreppanna áfram að Svf. nr. Sveitarfélag Á kjörskrá Gr. atkv. % Já % Nei % Auðir % íbúafjöldi 6604 Hálshreppur 121 91 75,2 64 70,3 27 29,7 0 0 167 6605 Ljósavatnshreppur 153 125 81,7 92 73,6 28 22,4 5 4 205 6606 Bárðdælahreppur 89 61 68,5 53 86,9 8 13,1 0 0 112 6608 Reykdælahreppur 187 147 78 82 55,8 62 42,2 3 2 256 Samtals 550 424 77,1 291 68,6 125 29,5 8 1,9 740 Sameiningin mun síðan eiga sér stað í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna nú í vor. Lfm leið verð- ur kosið um nafn á hið nýja sveitarfélag, að undan- farinni skoðanakönnun. Sameining sveitarfélaga hefur verið lengi til um- ræðu í þessum hreppum. Hafa ýmsar þreifingar átt sér stað bæði um minni og stærri sameiningu síð- ustu þrjú kjörtímabil. í byrjun síðasta kjörtímabils tóku þrír hreppanna þátt í viðræðum um samein- ingu allra hreppa á svæði héraðsnefndar Þingey- inga, þ.e. í sveitarfélögunum í Suður- og Norður- Þingeyjarsýslum. Eftir nokkurn tíma ákváðu þeir Ilelga Erlingsdóttir sótti nám í Héraðsskólanum á Laugum og í lýðháskóla í Svíþjóð. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum áAkureyri og er nú í námi í stjórnun í Rannsókna- stofnun Háskólans á Akureyri. Hún hefur átt sæti í hrepps- nefnd Ljósavatnshrepps frá 1990 og verið oddviti hreppsins frá 1994. málinu undir forustu Jóns Óskarssonar, oddvita Hálshrepps, þar til kosin var formleg samstarfs- nefnd um sameiningu sveitarfélaganna. Sú nefnd var skipuð tveimur sveitarstjórnarmönnum úr hverjum hreppanna, en þeir voru Friðrika Sigur- geirsdóttir og Ingvar Vagnsson úr Bárðdælahreppi, Jón Þórir Óskarsson og Þórunn Jónsdóttir úr Háls- hreppi, Asvaldur Ævar Þormóðsson og Helga A. Erlingsdóttir úr Ljósavatnshreppi og Dagur Tryggvason og Haraldur Bóasson úr Reykdæla- hreppi. Asvaldur Ævar Þormóðsson var kosinn for- maður nefndarinnar og Dagur Tryggvason ritari. Á fundi samstarfsnefndar hinn 25. júní sl. var síðan samþykkt samhljóða tillaga að sameiningu þessara sveitarfélaga, sem byggð var á áliti því sem kom út úr þeirri nefndavinnu sem átt hafði sér stað. I sameiningarferlinu voru fengnir ýmsir utanað- komandi aðilar til að bæði fræða nefndarmenn sem og sveitarstjórnirnar allar um hina ýmsu þætti er varða sameiningu og eins til að vinna að samantekt á efni og útgáfu fyrir íbúa sveitarfélaganna. Þetta voru sveitarstjórnarmenn úr sveitarfélögum sem höfðu sameinast og voru reynslunni ríkari og

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.