Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 54

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 54
372 Skipulagsmál Sigurður R. Helgason, forstjóri Björgunar ehf: Bryggjuhverfi Hús við hafnarbakka í Bryggjuhverfi í Reykjavík. Gunnar G. Vigfússon tók myndina fyrir Sveitarstjórnarmál. Bryggjuhverfið í Grafarvogi er nú að taka á sig sinn endanlega svip. Gert er ráð fyrir að síðustu íbúðarhús hverfisins verði upp- steypt næsta vor. Sú aðlaðandi og frísklega mynd sem stefnt er að er sem óðast að koma í ljós. Hverfið hefur fengið umtals- verða athygli - t.d. fengið um- Qöllun í norræna hönnunartíma- ritinu „Design from Scandi- navia“. Áhugi sveitarfélaga á því að gera svipaða hluti hefur verið umtalsverður og er Björgun í viðræðum við nokkur sveitar- félög um gerð bryggjuhverfa. Lengst eru þær viðræður komnar í Garðabæ og Kópavogi, þar sem Björgun er í samstarfi við Bygg ehf. I öllum tilvikum hefur Björn Ólafs, arkitekt í París, annast gerð skipulags. En hvað er bryggjuhverfi? Bryggjuhverfi - á ensku „marine village“ - er skipulagsform sem nýtur vaxandi vinsælda í Norð- ur-Evrópu og reyndar víðar. Hugmyndin er tengd þeirri áherslu sem verið hefur á blöndun byggðar á síðari árum - þ.e. fráhvarf frá sérhæfðum hverfum eins og svefnhverfúm og atvinnusvæðum. í bryggju- hverfum er leitast við að blanda saman smábátahöfn, íbúða- Greinarhöfundur, Sigurður R. Helgason, lauk viðskiptafrœðiprófi frá Háskóla Islands 1966 og MBA-prófi frá Chicagoháskóla 1969. Hann starf- aði sem sérfrœðingur hjá iðnaðarráðuneytinu 1969-1971, varframkvœmdastjóri Hagvangs hf. og Fjárfestingarfélags íslands hf. 1971-1980 og framkvœmdastjóri Björgunar ehf. frá 1981. L

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.