Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 9
Frá mínum sjónarhól Hugleiðingar að lokinni fjármála- ráðstefnu sveitarfélaganna Fjármálaráðstefna sambandsins var einkar áhugaverð og árangursrík að þessu sinni, en það sást vel á þátttöku sveitarstjórnar- manna víðsvegar af landinu. Síðari dag ráðstefnunnar fylgdist ég með þeim hluta þar sem fyrirlestrar og umræður voru um fjárhagsáætlunargerð út frá ýmsum sjónar- hornum. Eftir þá gagnlegu yfirferð er ein hugleiðing sem situr eftir í kolli mér: ítrek- að var minnt á þá staðreynd að fjárhags- áætlun væri ekki aðeins áætlun heldur ákvörðun um ráðstöfun fjárheimilda næsta Einar Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ. árs. Sú staðreynd setur ákvæði sveitar- stjórnarlaga um heimild til endurskoðunar fjárhagsáætlunar í sérstakt Ijós að mínu mati. Samkvæmt lögunum (62. gr 1. mgr.) segir að heimilt sé að endurskoða fjár- hagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana sveit- arfélags og gera á henni nauðsynlegar breytingar ef í Ijós koma breytingar á for- sendum fjárhagsáætlunar (leturbreyting mín). Misnotað heimildarákvæði Ég er þeirrar skoðunar að þetta heimildar- ákvæði sé misnotað af sveitarfélögum þannig að oft á tíðum eru gerðar breyting- ar að hausti við endurskoðun fjárhags- áætlunar sem lítið sem ekkert hafa að gera með breytingar á forsendum. Hægt er að leggja mismunandi mat á það hvað séu breytingar á forsendum, en í mínum huga eru það einkum ófyrirséðar verðlagsbreyt- ingar innan ársins, nýir kjarasamningar, áföll í atvinnulífi sem áhrif hafa á tekjur eða jafnvel náttúruvá sem gjörbreyta for- sendum. Einnig ef aðstæður hafa breyst þannig að ákveðið er að hætta við, nú eða flýta einstökum áætluðum fram- kvæmdum innan ársins. Tímabært að þrengja heimildina? Við sveitarstjórnarmenn þekkjum allt of vel frasann „fjármögnun vísað til endur- skoðunar fjárhagsáætlunar". Rekstrarliðir eru of oft teygðir og togaðir þar sem alltaf er hægt að hlaupa í skjól endurskoðunar- innar. Gæti verið að heimildin til endurskoð- unar áætlunar síðla árs dragi úr öguðum vinnubrögðum við gerð sjálfrar fjárhags- áætlunarinnar og þess háleita markmiðs að áætlunin sé notuð sem öflugt stjórn- tæki í rekstri? Er ef til vill tímabært að lög- gjafinn þrengi þessa heimild til endur- skoðunar fjárhagsáætlunar? Ég skora á Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóra á Akureyri, að bregðast við þess- um hugleiðingum mínum. Einar Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Rafstöðvar Við bjóðum CUMMINS rafstöðvar í stærðunum 40 til 3300 KVA. Hagstætt verð. Mikill fjöldi rafstöðva í notkun hérlendis hjá stofnunum og fyrirtækjum. Hundruðir Ijósavéla í skipum og bátum. Mjög góð reynsla fengin. Sjáum um niðursetningu og viðhald. Leitið nánari upplýsinga. VÉLASALAN Ánanaust 1, Reykjavík. Sími 580 5300. Fax 580 5301. Netfang: veiasalan@velasalan.is Veffang: http://www.velasalan.is 9

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.