Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 20
Austur-Hérað íbúaþróunina koma fram í spurn eftir íbúðarhúsnæði og raunar einnig húsnæði til iðnaðar- og atvinnustarfsemi. „Við aug- lýstum 35 lóðir til umsóknar fyrir íbúðar- húsnæði á dögunum og fengum um 230 umsóknir. Það segir sína sögu. Nú er verið að vinna að skipulagi og framkvæmdum fyrir um 400 íbúða blandaða byggð sem er í samræmi við þá íbúaþróun sem geng- ið er út frá í sex ára áætlun sveitarfélags- ins." Til þess að varpa réttu Ijósi á þetta mál Mikiö er byggt á Egilsstööum þessa dagana en er þó bara forsmekkurinn aö því sem koma skal. Þessi grunnur er viö Litluskóga á Egilsstöðum. segir Eiríkur nauðsynlegt að skoða hversu margar íbúðir séu nú í byggingu og einnig hversu mörgum lóðum sé búið að úthluta til íbúðabygginga næstu mánuðina. Nú eru um 80 íbúðir í smfðum í Kelduskóg- um, Litluskógum, Miðgarði og Árskógum, sem eru á mismunandi byggingarstigi og mislangt á veg komnar. Á neðra svæði við Selbrekku er búið að úthluta lóðum fyrir allt að 60 íbúðir og þar hafa íslenskir aðalverktakar hafið framkvæmdir við gatnagerð. Þá er búið að deiliskipuleggja efra svæði Selbrekku og þar verða til lóðir fyrir um 50 íbúðir og er skipulagsvinnan í lokaferli. Þar af munTrésmíða- verkstæði Sveins Heiðars á Ak- ureyri byggja um 30 íbúðir. Nú eru íslenskir aðalverktakar, í samvinnu við teiknistofuna Arkís, að vinna að deiliskipu- lagi íbúðasvæðis íVotahvammi í útjaðri Egilsstaða, þar sem reikna má með skipulögðu svæði fyrir um 130 íbúðir sem framkvæmdir eiga að hefjast við í byrjun næsta sumars. Við Miðvang, sem er í kjarna Egilsstaða, hefur fyrirtækinu Vitr- um verið úthlutað lóðum fyrir um 20 íbúðir og Fasteignafélag Austurlands hefur vilyrði Austur-Héraðs fyrir lóð fyrir um 80 íbúðir við Kaupvang, sunnan mjólkursam- lagsins, og er vinna við deiIiskipulag vegna lóðarinnar þegar hafin. Þá má geta þess að deiliskipulagt hefur verið svæði á Hallormsstað fyrir 21 einbýlishús og er þegar búið að úthluta þar þremur lóðum. Þessu til viðbótar hafa tvö byggingafyrir- tæki, Trésmiðja Fljótsdals- héraðs og Leiguliðar ehf., óskað eftir landi til deiliskipulagningar og íbúðabygginga." Eiríkur segir að af þessari upp- talningu megi sjá að unn- ið er að undirbúningi og framkvæmdum vegna byggingar um 400 íbúða á Austur-Héraði sem komnar eru á mismun- andi framkvæmdastig. Þekkingarsetrið mikilvægt Þótt mikil sókn sé þegar orðin í byggingarland og íbúðarhúsnæði á Egils- stöðum er líklegt að byggð- ir nýrra íbúa dreifist til fleiri sveitarfélaga og þá einkum Fjarðabyggðar þegar framkvæmdir hefjast við byggingu álversins í Reyðarfirði. Eiríkur segir ýmsar kenningar á lofti um hvernig íbúaþróunin verði þegar horft sé til stærra svæðis eða alls Mið-Austurlands. Hann segir að sveitarstjórn Austur-Héraðs byggi áætlanir sínar að stofni til á skýrslu sem Sigfús Jónsson í Nýsi vann um íbúa- þróun á svæðinu í Ijósi framkvæmdanna við Kárahnjúka og í Reyðarfirði og er byggð á hugmyndum um ákveðna hlut- fallsskiptingu á milli byggðarlaga og sveit- arfélaga. Hann segir framtíðarsýnina þó „Þessi snögga fjölgun hefur orðið þess valdandi að við þurfum stöðugt að endurstilla kúrsinn og end- urskoða markmiðin varðandi íbúaþróunina." ekki byggjast eingöngu á stóriðjunni. Önnur verkefni komi einnig við sögu. Bæði verkefni sem teljast verði til beinna afleiðinga af stóriðjuframkvæmdunum, sóknarfæri sem þær óumdeilanlega skapi, en einnig verkefni og uppbyggingu af öðr- um toga. „í því efni lítum við til þess sem ég vil kalla stóriðju okkar hér á Austur- Héraði og nýja stóriðju fjórðungsins alls, en það er uppbygging þekkingarsetursins og háskólaumhverfisins á Egilsstöðum. Ef við lítum til Akureyrar þá getum við séð hvað uppbygging háskólans þar hefur haft að segja og hversu gífurlega mikilvægur þáttur hún er í því að styrkja það samfé- lag. Ég tel að hin öra íbúaþróun, sem við sjáum fyrir okkur á Héraði byggist einnig á þeirri uppbyggingu þótt virkjunar- og stóriðjuframkvæmdirnar hafi mikið að segja." Bónus, KHB, verkfræðistofur og fleira Auk stóriðju og þekkingarseturs segir Eiríkur að nefna megi ýmsa aðra þætti sem unnið sé að. Hann bendir á skóg- ræktina sem öflugan atvinnuveg og segir að verulegur vöxtur muni einnig verða í verslun og þjónustu. Nú sé hafin bygging 1.800 fermetra verslunarhúsnæðis á Egils- stöðum fyrir verslanir Baugs og Kaupfélag Héraðsbúa er einnig í stækkunarhugleið- ingum. Hann segir að byggðin á Egilsstöð- um hafi að miklu leyti orðið til í kringum verslun og þjónustu og þá atvinnuvegi þurfi að tryggja til frambúðar. Ýmis þjón- ustufyrirtæki á borð við landsþekktar verk- fræðistofur séu að setja upp útstöðvar eystra svo nokkuð sé nefnt. Eiríkur segir að þótt þungamiðja uppbyggingarinnar f sveitarfélaginu verði að öllum líkindum á Egilsstöðum þá komi fleiri byggðir til með að njóta hennar. Hann nefnir samfélagið á Hallormsstað sem dæmi. Þar sé aðstaða til byggingar íbúðarhúsnæðis, lausar bygg- ingarlóðir og sterkt skólasamfélag að vaxa. „Hallormsstaður hefur þá sérstöðu að vera byggðarkjarni í dreifbýli sem gefur uppbyggingu í sveitarfélaginu ákveðna fjölbreytni, auk þess sem náttúrufegurð þar er einstök. Sömu sögu má reyndar segja um Eiða. Þar eru byggingar fyrir hendi og ýmsir möguleikar til uppbyggingar. Ekki má heldur gleyma ná- grönnum okkar í Fellahreppi, Fljótsdalshreppi, Norður-Hér- aði og á Seyðisfirði sem einnig munu njóta verulega þeirrar uppbyggingar sem framundan er." 20

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.