Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 14
Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs., undir stýri og Þóróifur Árnason borgarstjóri. Ásgeir segir það koma sér mjög vel í starfi að hafa ekið strætisvögnum og vera á þann hátt kunnugur starfsvettvangnum á akbrautunum. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu G lænýtt I eiða kerf i Miklar breytingar eru fyrirhugaðar hjá Strætó bs á næsta ári er gerbreytt leiðakerfi verður tekið I notkun. Nú er verið að leggja lokahönd á hönnun nýs leiðakerfis fyrir al- menningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem taka á í notkun á vordögum eða snemma sumars 2004. Ásgeir Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætó bs., segir að með því verði í fyrsta skipti komið á sameiginlegu leiðakerfi á þessu svæði. Þetta kerfi sé byggt á annarri hugsun en það sem fyrir er og verði einfaldara auk þess sem tekið verði meira tillit til álagstíma. „Með hinu nýja leiðakerfi ætlum við að kynna almenningssamgöngurnar sem góðan valkost á móti einkabílnum og reyna að breyta hugarfari fólks til þeirra," segir Ásgeir. „Að mínu mati er mjög mikilvægt að fá fólk til þess að hugleiða þennan samgöngumáta af alvöru. Við vitum að þarfir fólks eru mismunandi og það þarf að fara misjafn- ar leiðir tii þess að sinna þeim. Fólk er orðið vant því að aka um á eigin bíl vegna þess hversu bílaeign er almenn. Ég vil engu að síöur halda því fram að þrátt fyrir hina almennu bílaeign séu al- menningssamgöngurnar raunhæfur valkostur, til dæmis til þess að ferðast til og frá vinnu. Ég tel að hann henti einkum þeim sem ekki þurfa að nota bíl í vinnutímanum eða sinna einhverjum er- indum í tengslum við ferðir til og frá vinnustað. Ég vil sérstak- lega ná til þessa hóps og fá fólk til að hugleiða strætis- vagnaferðirnar sem valkost hvort sem það á sinn eigin bíl eða ekki. Okkar nálgun við al- menning gengur að nokkru leyti út á að reyna að breyta viðhorfi fólks til almenningssamgangna þó að það eigi bíl og noti hann; sýna fólki fram á að það geti notað almenningssamgöngur til þess að ferðast til og frá vinnu en eiga bílinn fremur til góða í frítíma sínum. Því miður er það viðhorf viðtekið hér á landi að Strætó sé eitthvað sem fólk notar aðeins þegar allar aðrar bjargir eru bannaðar. Þessu viljum við breyta. Við viljum fá fólk til þess að líta á almenningssamgöngurnar sem raunverulegan valkost og ferðamöguleika en ekki til þess að nota í neyð og jafnvel að skammast sín fyrir. Það á ekki að vera skömm að taka strætó." Nýtt leiðakerfi í sumar Þegar byggðasamlagið Strætó bs. var stofnað um rekstur almenn- ingssamgangna og hóf starfsemi um mitt ár 2001 urðu mikil tíma- mót í sögu þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Áratuginn á undan höfðu verið starfrækt tvö rekstrarfélög á þessu sviði; annars vegar SVR, sem rekið var af Reykjavíkurborg og hins vegar AV, eða Al- menningsvagnar, sem var rekið af byggðasamlagi sveitarfélag- anna sunnan Reykjavíkur. Þessi félög voru hvort með sitt eigið leiðakerfi og þvf var eitt af markmiðunum með stofnun hins nýja byggðasamlags að ná öllum þessum samgönguþætti undir eina stjórn. „Með tilkomu Strætó bs. voru þau markmið sett að efla al- menningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, að bæta þjónustu við notendur og að auka hag- kvæmni í rekstri. Fyrsta verk- efnið til þess að ná þessum markmiðum var að hefja end- urskoðun leiðakerfisins. Við fengum erlenda ráðgjafa til liðs við okkur og verkið er komið vel á veg. Við gerum ráð fyrir að því verði lokið á útmánuðum 2004 og að nýja leiða- kerfið verið tekið í notkun um mitt næsta ár." Aukin ferðatíðni á álagstímum Ásgeir segir að hið nýja leiðakerfi feli í sér mikla breytingu og „Þáttur Strætó bs í þessu verekefni er sá að við tökum að okkur að starfrækja þrjá vetnisknúna strætisvagna í tvö ár við venjuleg aksturs- og um- hverfisskilyrði." 14

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.