SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 11
25. desember 2011 11 Á jólatónleikum Sin-fóníuhljómsveitar Ís-lands í ár lék hljóm-sveitin undir samsöng sálmsins Heims um ból. Fleiri tónleikar enda á því að allir við- staddir leggja sitt af mörkum í tónlistarupplifun með því að allir syngja jólasálm saman. Kirkju- sókn er mikil um aðventu og jól og sálmar og tónlist eiga ekki lít- inn hlut í því. Kannanir í Þýskalandi sýndu fyrir nokkrum árum að jólasálm- arnir væru það sem fólk tengdi sterkast við jólin. Gamlir og góðir jólasálmar kalla fram minningar og tilfinningar jólareynslunnar með samspili ljóðs og tóna. Þetta mótar manneskjuna og fylgir henni í gegnum lífið. Richard Dawkins, sem er þekktur fyrir bók sína um Guðs- blekkinguna, segir í leiðara nýj- asta heftis The New Statesman að sem „menningar-anglíkani“ syngi hann sáttur við raust hefð- bundna jólasálma ensku kirkj- unnar – þótt hann hafi óþol gagnvart jólalögum eins og Hvít jól, Rúdólf með rauða trýnið og Klukknahljóm. Jólasálmarnir hitta þannig í hjartastað og eru áhugavert lím í fjöltrú og fjöl- menningu samtímans. Frummyndirnar Í jólasálmunum er saga jólanna sögð eins og hún er varðveitt í frásögnum Lúkasar- og Matth- eusarguðspjalls og í öðrum text- um Biblíunnar. Í sálmunum er lagt út af þessum frásögnum og byggðar brýr á milli texta og við- takanda. Jólasálmarnir fást við frumtákn sögunnar sem lifa og varðveitast kynslóð fram af kyn- slóð. Í því er sannleiksgildi þeirra fólgið, en höfundarnir eru alla jafna ekki uppteknir af textarýni eða sagnfræði. Jólin eru trúarhátíð sem snýst um þrá manneskjunnar eftir hinu heilaga. Hið heilaga er óvænt, öðruvísi og umbreytir stund og stað. Það er viðfangs- efni jólasálmanna. Þráin eftir hinu heilaga býr djúpt í sál og huga og úr djúpi hugans spretta einnig myndir jólaguðspjallsins og jólasálmanna sem allir þekkja. Þessar sterku frummyndir jólanna eru til að mynda fjár- húsið og jatan sem tjá þrá mann- eskjunnar eftir skjóli, næringu, hlýju og öryggi – ekki síst í eigin hjarta þar sem óleyst vandamál geta hreiðrað um sig. Andspænis öryggisleysi lífsins orðar jóla- sálmurinn bæn um að Jesúbarnið fæðist í okkur og taki sér bólfestu í fylgsnum sálarinnar. Fæðing barnsins er annað frumtákn sem hittir í hjartastað. Nýfætt barn snertir strengi í brjósti og vekur þrá eftir nýju upphafi, eigin bernsku, hrein- leika og sakleysi. Ljósið sem kemur inn í myrkrið talar einnig sterkt til okkar, í Betlehems- stjörnunni og englakórnum bjarta sem flytur boðskap um að við þurfum ekki að vera hrædd. Fjölskyldan og mikilvægi hennar er einnig ein af þessum frum- myndum jólanna sem er tjáð með Maríu, Jósef og barninu. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri Jólasálmasjóður kristinnar kirkju er mikill og djúpur og íslensku jólasálmarnir skera sig á engan hátt þar úr. Ekki þarf að blaða lengi í Sálmabók íslensku kirkj- unnar til að sjá höfuðeinkenni jólasálmanna, sem eru vísun í helgisögu og táknmyndir jóla- guðspjallsins og heimfærsla til einstaklingsins sjálfs. Gott dæmi um þetta er sálmurinn Nóttin var sú ágæt ein eftir Einar Sigurðsson (1538-1626). Eftir að hafa end- ursagt jólaguðspjallið í fyrstu er- indum sálmsins snýr höfund- urinn merkingu þeirra upp á eigið líf og leggur út af jötutákn- inu: Þér gjöri’ eg ei rúm með grjót né tré, gjarnan læt ég hitt í té, vil ég mitt hjartað vaggan sé, vertu nú hér minn kæri. Samtímasálmar Braga Valdimars Hvernig eru frummyndir jólanna meðhöndlaðar í nútímakveð- skap? Hvernig eru sam- tímasálmar um jólin? Fyrir síð- ustu jól kom út tónverkið Nú stendur mikið til með Sigurði Guðmundssyni og Memfismafí- unni. Uppistaðan í verkinu eru textar og lög eru eftir Braga Valdimar Skúlason. Þarna má finna samtímasálma sem eru afar fallegar tilraunir til að miðla jóla- táknunum inn í aðstæður dags- ins í dag. Yrkisefni Braga Valdimars eru sótt í smiðju jólafrummyndanna um hlýju og öryggi, ljós í myrkri, börn og fjölskyldur. Þau snerta tilfinningastrengi í brjósti okkar og hitta í mark. Vissulega er form og framsetning með öðrum hætti en í hefðbundnum jólasálmum og táknmyndirnar eru með- höndlaðar á ýmsan hátt. Jólastjörnunni sem boðar sátt og breiðir út hlýju er sungið lof en líka er spurt hver huggi þann sem skærast skín. Þránni eftir ást og öryggi eru gerð skil í Guð má vita hvar. Þar lofar höfundur ævilangri tryggð og eftirfylgd án þess að líta nokkru sinni við. Textinn kallast líka á við hjóna- bandsheitið um ást og tryggð og minnir á að jólin eru tími ást- arjátninga og fjölskyldu. Þráin eftir öryggi og skjóli heimilis og fjölskyldu fær á sig skemmtilega og rammíslenska veðurmynd í Það snjóar, þar sem hríð og naprir vindar hindra hvorki jólahald né samveru ást- vina. Jólin eru tími samver- unnar. Í sérstöku uppáhaldi er Það fæddist barn í Betlehem. Þar er lýst þeirri aðventu- og jólaiðju að rifja upp jólaguðspjallið og uppgötva það á ný. Það kallast líka á við prédikunarundirbún- ing prestsins í aðdraganda jólanna. Aðalinntak sálmsins er koma barnsins sem enn í dag lætur engan ósnortinn. Boð- skapur jólaguðspjallsins á erindi við okkur í dag, þrátt fyrir ólíkan sið og skilning: Þó ýmsir hafi annan sið er eitthvað þessa frásögn við sem snertir mestallt mannkynið; hún mögnuð er – og þunga ber hvað svo sem hún segir þér. Samtímasálmar Braga Valdi- mars kallast á við hefðbundin minni jólasálmanna. Þeir vinna með þekkt þemu í samtímanum og segja okkur sitthvað um jólin í menningunni hér og nú. Þannig eru þeir hluti af trúarmenningu, sem er ekki óbreytanleg og meitluð í stein, heldur mótast og breytist með tímanum. Í jóla- sálmunum er alltaf fengist við að túlka hið frumlæga í jóla- guðspjallinu inn í aðstæður okk- ar hér og nú. Það gerir Bragi Valdimar líka. Jólasálmar í samtíma Samtímasálmar Braga Valdimars Skúlasonar kallast á við hefðbundin minni jólasálmanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir. Desember er mánuður jólasálm- anna. Þeir hljóma á fjölmennum jólatónleikum í fínum sölum, á aðventusamkomum í kirkjum landsins, á heimilum, í bílum. Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir Höfundar eru prestar. Nýtt hefti Þjóðmál – tímarit um stjórnmál og menningu – hefur nú komið út í sjö ár undir ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar. Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst í lausasölu í helstu bókabúðum og nokkrum stórmörkuðum, en ársáskrift kostar aðeins 4.500 kr. Hægt er að gerast áskrifandi á vefsíðunni www.thjodmal.is eða í síma 698-9140. www.thjodmal.is Bókafélagið Ugla

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.