SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 31
25. desember 2011 31 Jólasveinar hafa mikið að gera fyrir jólin eins og allirvita og hafa lent í mörgum ævintýrum. Kertasníkir ereinn þrettán bræðra og kemur jafnan þeirra síðastur tilbyggða. Sveinarnir sýsla ennfremur við margt annað í seinni tíð eins og Kertasníkir sýnir hér en hann laumar líka með nokkrum myndum úr myndaalbúmum bræðra sinna. Sjálfur heldur hann sig ekki bara til fjalla hina ellefu mán- uði ársins. Hann hefur ferðast nokkuð eftir að betri samgöngur komu til og hefur hitt frægð- arfólk og fyrirmenni eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Fór og hjálpaði útlenskum jólasveini að safna jólagjafaóskum barnanna í Þýskalandi. Fyrstu sveinarnir koma til borgarinnar árið 1973. Kertasníkir fékk far hjá Stekkjastaur því hann þurfti að sinna nokkrum erindum. Jólasveinar þurfa að ganga langar leiðir og þá getur verið gott að fá far hluta leið- arinnar. Fegnir að vera komnir í byggð eftir að hafa lent í miklu óveðri árið 1985. Neðansjávarleyndardómar kannaðir út af ströndum Flórída. Þetta var í sömu heimsókn og Kertasníkir hitti Bandaríkjaforseta. Daginn eftir brúðkaup Alberts fursta og Charlene í Mónakó. Fjórir bræðranna voru mjög glaðir þegar þeir voru boðnir á heimaleik á San Siro hjá AC Mil- an og fengu að fara út á völlinn fyrir leikinn, enda miklir aðdáendur. Kertasníkir fékk að vera einn af jóla- sveinunum sem fékk að prófa nýja gerð af reykháf í Bretlandi, breiðari en áður hefur tíðkast. Kertasníkir tók mynd af félaga sínum í dýragarði á Filippseyjum sem hélt á þessum sæta jólaapa enda er hann mikill dýravinur. Stúfur og Hurðarskellir eru söngelskir. Það var frábært tækifæri að fá að gefa þessum mörgæsum að borða í heim- sókn í dýragarð í Þýskalandi. Kertasníkir talaði í góðgjörðarveislu ásamt Barack Obama Banda- ríkjaforseta árið sem hann var kjörinn forseti. Sunnudagsmogginn fékk kærkomið tækifæri til að kíkja í myndaalbúmin hjá Kertasníki og bræðrum hans. Jólakveðja frá Kertasníki Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Morgunblaðið/Ómar Reuters Myndaalbúmið

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.