Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 11
Fyrsta styrkúthlutun 2007 Jórunn (5. f.v) við hlið Gunnhildar Óskarsdóttur, stofnanda og formanns Göngum saman. Doktorsnemarnir með blómin f.v: Ásta Björk Jónsdóttir, Sigríður Klara Böðvarsdóttir og Ólafur Andri Stefánsson. vísbendingar um að ákveðin lyf hafi nær eingöngu áhrif á krabbameins- frumur en ekki þær heilbrigðu. Einn- ig eru sterkar vísbendingar um að ákveðin lyf muni henta fyrir meðferð á ákveðnum æxlisgerðum.“ Skiptir máli að sanna Jórunn segir að þau hafi um ára- bil verið að rannsaka sjaldgæf ættlæg brjóstakrabbamein. Sterk rök séu fyrir því að ákveðin meðferð geti hentað þeim hópi. „Við og ýmsir fleiri hafa sýnt fram á að það er miklu stærri hópur sjúklinga sem er með breytingar í sömu ferlum og gæti því notið góðs af samskonar meðferð. Innan þess hóps eru sjúklingar með mjög erfið krabbamein og þess vegna skiptir miklu máli að sanna þetta,“ segir Jórunn og bætir við að öll þessi vinna sé hluti af alþjóðlegum rann- sóknum. „Allar þær upplýsingar sem hafa safnast með rannsóknum eru núna að færast nær því að geta nýst í meðferð og greiningu. Við færumst því von- andi nær markmiðinu að stuðla að því að lækna fólk og koma í veg fyrir sjúkdóma.“ Stolt af nemunum mínum Jórunn segir að það sé ómetan- legt að sá hópur fólks, aðallega kvenna, sem stendur að samtökunum Göngum saman, skuli leggja mikið á sig til að styðja við grunnrannsóknir. „Það er ekki einungis fjárstuðning- urinn sem skiptir máli, heldur líka sá áhugi sem hópurinn hefur sýnt okkur og öðrum sem stunda hér grunnrann- sóknir. Við höfum gert ýmiss konar viðamiklar rannsóknir á brjósta- krabbameini. Við fundum m.a. ís- lenska stökkbreytingu í BRCA2 geni sem eykur líkur á brjóstakrabba- meini og fleiri krabbameinum. Við höfum gert margs konar rannsóknir á árifum þeirrar breytingar, t.d. skoð- að áhrif á brjóstakrabbameinsáhættu og horfur sjúklinga. Auk þess höfum við skoðað áhrif BRCA2 prótínsins á venjulega frumustarfsemi og æxlis- myndun. Nýjasta verkefnið okkar tengist rannsóknum á telomerum, eða litningaendum, sem stundum eru kallaðir lífsklukka. Við erum að rann- saka tengsl breytinga á litn- ingaendum við krabbamein og reynd- ar líka hlutverk BRCA2 þar. Göngum saman styrktu einmitt síðastliðið haust nema sem er að vinna með okk- ur að því verkefni.“ Jórunn segir mikilvægt að stunda grunnrannsóknir hér á landi, bæði fyrir okkur sjálf og til að geta verið í samskiptum við alþjóðavís- indasamfélagið. „Við birtum okkar niðurstöður í vísindaritum og það er vitnað í þessa vinnu okkar á alþjóða- vettvangi. Til dæmis var vitnað í rannsóknir okkar, bæði eldri og nýj- ar, í yfirlitsgrein um BRCA1 og BRCA2 núna í janúarhefti Nature Reviews Cancer. Ég er mjög stolt af öllum mínum framhaldsnemum sem hafa stundað þessar rannsóknir, bæði meistaranemum og doktorsnemum, enda eru þau mjög eftirsótt til starfa. Um leið og þau klára þá eru þau rifin úr höndunum á mér.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hugsjónakona Jórunn er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 Styrktarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins sem styrkir grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum. Viku- legar göngur félagsins eru opn- ar öllum áhugasömum, hægt er að fylgjast með tilkynningum um stað og stund á heimasíð- unni www.gongumsaman.is. Göngum saman-samtökin hafa frá því þau fóru af stað safnað samtals 22 milljónum sem runnið hafa til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Göngum saman VIKULEGAR GÖNGUR Margir huga að sjálfsrækt á þessum tíma árs og auðvitað allan ársins hring líka. En ágætt er að nota þenn- an rólega tíma í slíkt. Helgina 17.-19. febrúar næstkomandi mun Dorthe Steenberg halda helgar- námskeið á Eyrarbakka sem heitir Remembering Yourself eða Mundu sjálf þitt. Námskeiðið er ætlað kon- um, og mun Dorthe leiða hópinn inn í töfrandi orku ársins 2012. Hún mun kenna visku Ayni sem eru kenningar Indjána frá Andesfjöll- unum í Perú. En þær snúast í stuttu máli um að ná tökum á hinu lifandi og andlega sambandi milli alls sem lifir á jörðinni og í alheiminum. Á námskeiðinu leiðir Dorthe þátt- takendur í gegnum hvernig megi tengja sig við orku móður jarðar, með athöfnum, hugleiðslu og tækni sem hún hefur lært frá indjánunum í Perú. Hún mun fara yfir Ayni- kenninguna og kenna hvernig megi lifa eftir henni á öllum sviðum lífs- ins. Dorthe talar einnig um mik- ilvægi þess að við íslenskar konur tengjumst Íslandi og þeirri orku sem býr í fallega landinu okkar enn dýpra. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Unni Arndísardóttur í síma 696 5867 eða á uni@uni.is. Námskeið Hugleiðsla notuð til að tengjast orku móður jarðar Leiðbeinandi Dorthe kynnir Ayni. Annað kvöld mun hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans leika tón- list frá Balkanlöndunum á Café Haítí, Geirsgötu 7b. Hljómsveitin hefur haldið mánaðarlega tónleika á staðnum síðan í ágúst 2011 við góð- ar undirtektir enda túlkun félaganna í hljómsveitinni á tónlistinni kraft- mikil og gáskafull. Fyrir þá sem ekki hafa kynnst Balkantónlist er þetta kjörið tækifæri því efnisskrá hljóm- sveitarinnar er fjölbreytt, skemmti- leg og aðgengileg. Meðlimir sveitarinnar eru þeir Haukur Gröndal, Ásgeir Ásgeirsson, Þorgrímur Jónsson og Erik Qvick. Fyrsta plata hljómsveitarinnar er nú í vinnslu og eru þeir félagar ný- komnir frá Istanbul þar sem efnið var hljóðblandað af einum virtasta hljóðmanni í Istanbul um þessar mundir, Alp Turac. En hann er yf- irhljóðmeistari í hinu magnaða Babajim Istanbul Studios and Mast- ering en það ku vera flottasta hljóð- ver borgarinnar. Tónleikar hefjast klukkan 21:30 og er aðgangseyrir 1.500 kr. Endilega… …hlýðið á lifandi og gáskafulla Balkantónlist á Café Haítí Glæsilegt Babajim Istanbul Studios and Mastering er ekkert slor. Icepharm a KEMUR HEILSUNNI Í LAG ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA / FÆST Í APÓTEKUM UM LAND ALLT LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA SJÁ NÁNAR Á VITAMIN.IS EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.