Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Dalbraut 11, fastanr. 212-4828, Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Björn Magnús Magnússon, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá- Almennar tryggingar hf., mánudaginn 6. febrúar 2012 kl. 16:00. Dalbraut 22, fastanr. 212-4845, Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Björn Magnús Magnússon, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 6. febrúar 2012 kl. 16:30. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 1. febrúar 2012. Úlfar Lúðvíksson. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Eirhöfði 12, 204-2860, Reykjvík, þingl. eig. Dominium hf., gerðarbeið- andi Íslandsbanki hf., mánudaginn 6. febrúar 2012 kl. 11:30. Furugerði 3, 203-4142, Reykjavík, þingl. eig. Mitt ehf., gerðarbeið- endur NBI hf.,Tollstjóri og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 6. febrúar 2012 kl. 14:00. Rauðás 19, 204-6241, Reykjavík, þingl. eig. Magnús Sigurðsson, gerð- arbeiðendur Arion banki hf., Íbúðalánasjóður og Söfnunarsjóður líf- eyrisréttinda, mánudaginn 6. febrúar 2012 kl. 10:30. Teigagerði 15, 203-4868, Reykjavík, þingl. eig. Haraldur Sighvatsson, gerðarbeiðendur Sparisjóður Reykjavíkur/nágr. hf. og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, mánudaginn 6. febrúar 2012 kl. 14:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 1. febrúar 2012. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Borgarbraut 27, fnr. 211-1034, Borgarnesi, þingl. eig. Jóhann Mar Skarphéðinsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 8. febrúar 2012 kl. 09:10. Hl. Skúlagötu 11, fnr. 211-1692, Borgarnesi, þingl. eig. Guðrún Hulda Pálmadóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., miðvikudaginn 8. febrúar 2012 kl. 09:20. Skallagrímsgata 1, fnr. 211-1674, Borgarnesi, þingl. eig. Þorsteinn Magnússon, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Sjóvá- Almennar hf., miðvikudaginn 8. febrúar 2012 kl. 09:00. Ytri-Hólmur 1, lnr. 133-694, Hvalfjarðarsveit, þingl. eig. Kristín Helga Ármannsdóttir og Guðmundur Brynjólfur Ottesen, gerðarbeiðandi Arion banki hf., miðvikudaginn 8. febrúar 2012 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 1. febrúar 2012. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Elsku besta amma mín, þá ertu farin yfir móðuna miklu. Margs er að minnast, þá síð- ast á aðfangadag, þegar ég var í stuttu stoppi á Íslandi og þótt þjáningar hafi verið miklar fékk ég þig til að brosa þegar ég spurði þig hvort þú ætlaðir ekki á gömlu dansana að dansa polka? Þér sem fannst svo gam- an að dansa gömlu dansana og hlusta á söng. Minnist ég skemmtilegra samræðna á Þórsgötunni þegar ég bjó á Íslandi og kenndi í Austó þá kom ég oft við í kaffi og hlógum við mikið að lífinu og tilverunni. Mér fannst alltaf jafn gaman Sesselja Sigríður Jóhannsdóttir ✝ Sesselja Sigríð-ur Jóhanns- dóttir (Sísí) frá Val- bjarnarvöllum fæddist í Forna- hvammi 27. júlí 1929. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Mörk 8. jan- úar 2012. Útför Sesselju Sigríðar (Sísíar) fór fram frá Fossvogs- kirkju 23. janúar 2012. að því hvernig þú fussaðir og sveiaðir yfir því að ég byggi í útlöndum. Þú sagðir alltaf að Ís- land væri best, en síðan þegar þú fórst í þitt fyrsta flugferðalag til Spánar var svo gaman að sjá þig á kaffihúsi hótelsins þar sem þú varst orðin besti vinur þjónsins og þurftir engan túlk. Loftkökurnar og vanilluhring- irnir, ohh, ég hef ekki smakkað eins góðar og þínar smákökur síðan á Bergþórugötunni. Já, margar og góðar minn- ingar streyma á þessari stundu, en svona er lífið. Það er víst komið að endastöð í bili, en ég veit að Daddi tekur vel á móti þér, þar sem þið dansið saman léttan polka. Strákarnir mínir eru svo ánægðir að hafa séð langömmu sína í hinsta sinn um jólin. Takk fyrir allt saman, amma mín, þangað til næst. Þín, Louise Stefanía Djermoun. Það verður enginn þorrafagn- aður í heita pottinum í ár. Mörg undanfarin ár höfum við pottavinirnir í sundlaug Akraness átt góðar stundir sam- an. Alltaf var farið í pottinn á föstudagsmorgnum upp úr hálfsjö. Einn af þessum pott- verjum var Bjössi okkar og eig- um við eftir að sakna hans sárt. Alltaf vantaði mikið ef Bjössi var ekki mættur, sem reyndar var ekki oft. Hreinskilni hans og hressileiki gerði okkur alltaf gott og oft var tekist hressilega á og allir fengu sína sneið, en það var bara gott og svo glotti Bjössi og gerði bara grín að okkur hinum, einkum ef honum hafði tekist að æsa einhvern upp. Björn H. Tryggvason ✝ Björn H.Tryggvason var fæddur á Hólmavík 3. ágúst 1949. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 18. jan- úar 2012. Útför Björns fór fram frá Akra- neskirkju 27. jan- úar 2012. Ef einhver hafði skrópað nokkra daga, var hinn sami tekinn á beinið um leið og hann mætti aftur, þá kallaði Bjössi yfir alla laugina, hvar hefur þú verið, ertu hætt- ur að þrífa þig eða hvað, maður hagar sér ekki svona. Svona var Bjössi, alltaf stutt í glensið og við viss- um alltaf hvar við höfðum hann. Þegar leið að jólum sagði hann eins og honum einum var lagið: þið kellingarnar sjáið um jóla- fagnaðinn og við karlarnir um þorrann. En þorramaturinn með Bjössa okkar verður að bíða betri tíma. Bjössi var mikill fjölskyldu- maður og oft ræddi hann um barnabörnin sín, sem voru hon- um afar kær. Við viljum senda Helgu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum kæran vin og þökkum honum samfylgdina. Pottavinir, Jóhann, Pálína, Sigríður Gróa, Heiðbjört, Magnús, Lilja, Ingibjörg og Sunna. Þú ert alveg eins og hann Elli föðurbróðir þinn, þú ert miklu líkari honum en pabba þínum. Þessi orð voru sögð við mig kvöld eitt á fundi hjá Ættfræði- félaginu fyrir um aldarfjórðungi af afar elskulegum manni sem ég vissi lítil deili á þá. Þessi orð urðu upphafið að löngum og góðum vinskap sem var mér mjög dýrmætur. Jóhannes opn- aði mér glugga inn í fortíðina, glugga sem hafði verið mér lok- aður og ókunnur. Í ljós kom að Elías föðurbróðir minn hafði verið vinnumaður í Eyvík, hjá Kolbeini föður Jóhannesar, þeg- ar þau systkinin voru lítil. Hann sagði mér svo ótalmargt frá þessum föðurbróður mínum sem lést aðeins tuttugu og sjö ára gamall, átta árum áður en ég fæddist, og varð föður mínum og fólkinu sínu mikill harmdauði. Jóhannes lýsti umhyggjusemi Jóhannes Guð- mann Kolbeinsson ✝ Jóhannes Guð-mann Kolbeins- son fæddist í Eyvík í Grímsnesi 3. júlí 1917. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. janúar 2012. Útför Jóhann- esar var gerð frá Langholtskirkju 31. janúar 2012. Ella og elsku við þau börnin þegar mamma þeirra var veik. Hann lýsti skapferli hans og hæfileikum af slíkri nákvæmni að hann stóð mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um, dásamaði hann og blessaði og hrós- aði á alla lund. Fyr- ir þessa vitneskju er ég honum ævinlega þakklát. Ég held ég hafi notið Ella föð- urbróður míns í öllum okkar samskiptum. Við áttum saman margar góðar stundir í Ætt- fræðifélaginu þar sem Jóhannes var virkur félagi í fjöldamörg ár og endurskoðandi um árabil. Hann var mjög ættfróður og áhugasamur og sótti fundi fé- lagsins meðan heilsan leyfði. Jóhannes bar þungan kross sem hann ræddi einstaka sinn- um við mig, en það var missir ungrar dóttur hans í flugslysinu hræðilega í Héðinsfirði. Ég hygg að hann hafi aldrei borið sitt barr eftir það. Ýmislegt fleira var honum mótdrægt um ævina. Hann bar sterkar taugar til Grímsnessins og Eyvíkur þar sem ættin hans hefur setið vel á þriðju öld. Þar bjó langalangafi hans, langafi, afi og faðir og þar búa afkomendur Emmu systur hans enn þann dag í dag. Langri vegferð er lokið, hátt í öld að baki, hvíldin kærkomin. Ég kveð vin minn, Jóhannes Kolbeinsson, og óska honum góðrar heimkomu. Guðfinna Ragnarsdóttir. Ég vil með örfáum orðum minnast Jóhannesar Kolbeins- sonar sem kvaddur var hinstu kveðju 31. janúar sl. Jóhannesi kynntist ég um miðjan 8. áratug síðustu aldar, þegar ég var kjör- in fulltrúi vinnufélaga minna hjá Borgarbókasafninu og þar með í fulltrúaráð Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (St.Rv.) Þá hafði Jóhannes til margra ára gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið, setið í stjórn þess, verið spjaldskrárritari og bréf- ritari eins og það hét þá, en lengst af og samfellt í árafjöld var hann fulltrúi/trúnaðarmaður vinnufélaga sinna hjá Vatns- veitu Reykjavíkur og síðan Orkuveitunni. Eftir að hann fór á eftirlaun sat hann svo í full- trúaráðinu fyrir deild eftir- launafóks, allt til dauðadags. Jó- hannes sat um árabil í samninganefnd St.Rv., var fulltrúi félagsins á þingum BSRB og sat í fjölda annarra nefnda og ráða sem ekki verða gerð full skil hér. Þegar Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar hóf uppbyggingu á orlofssvæði félagsins að Úlfljótsvatni var Jó- hannes að sjálfsögðu þar fremstur í flokki, fyrsti maður að tilkynna þátttöku sína í sjáf- boðaliðaferðunum hvort sem þurfti að mála hús, planta skógi eða grafa skurð. Ómetanleg var þekking hans og brennandi áhugi þegar leita þurfti að köldu vatni fyrir svæðið og lagning vatnsveitunnar var hans meist- arastykki. Ég kveð Jóhannes með virðingu og þakklæti fyrir langt og farsælt samstarf sem aldrei bar skugga á. Syni hans og fjölskyldu flyt ég samúðar- kveðju. Sjöfn Ingólfsdóttir, fyrrverandi formaður St.Rv. Mesta glíman í lífinu er glím- an við mann sjálfan. Við erum öll sífellt að takast á við tilfinn- ingar okkar, langanir, vænting- ar og jafnvel okkar innri mann sem veit yfirleitt sínu viti en hugsanirnar reyna að draga okkar á tálar. Þessi glíma varir að eilífu en þó ná aðeins örfáir að beisla sjálfa sig með ein- stakri yfirvegun og innri ró, burtséð frá aðstæðum. Ég þekki nokkra sem eru komnir það langt í lífinu og eru umvafðir ei- lífu ljósi. Hið dásamlega við tilveruna er hversu ólík við erum. Lífið væri litlaust ef við gengjum öll eftir sömu götu og deildum sömu skoðunum og áhugamál- Loftur Gunnarsson ✝ Loftur Gunn-arsson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 11. sept- ember 1979. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 20. jan- úar 2012. Loftur var jarð- sunginn frá Garða- kirkju 31. janúar 2012, kl. 13. um. Eitt það eftir- sóknarverðasta í lífinu er að tileinka sér það að koma fram við alla sem jafningja og vera þess meðvitaður að maður viti aldrei hvenær engill verð- ur á vegi manns. Er það öldungurinn sem við leiðum yfir götu á hálum ís, ný- fædda barnið sem horfir á okk- ur með augum sem tilheyra öðr- um heimi eða útigangsmaðurinn sem hefur ratað þá leið að arka um í miðbænum og njóta ölm- usu? Hver getur sagt til um það hvort hann hafi valið þá leið áð- ur en hann kom í þetta jarðlíf, til þess að taka út ákveðinn þroska í hinni eilífu hringrás lífsins? Er hann hugsanlega að leggja á sig þungar byrðar fyrir okkur hin sem kusum að fara auðveldari leið að þessu sinni? Hvort felst meiri þroski í því að takast á við þjáningu og mótlæti með reglulegu millibili eða fljúga á vængjum velgengni í gegnum lífið? Þurfum við ekki öll að ganga mismunandi blind- götur eða arka um breiðgötur í þúsund ár, hvort sem okkur lík- ar betur eða verr? Handritið er handan lífsins og bíður eftir því að við flettum yfir í næsta kafla. Loftur Gunnarsson hefur kvatt þetta líf að sinni. Hann fór ótroðnar slóðir, gekk blindgöt- ur, hugsanlega fyrir okkur hin. Segja má að við höfum verið gluggavinir í allmörg ár, fyrir utan annarskonar vinatengsl. Þegar hann sá mig sitja við gluggann í hlýjunni á Kaffitár á morgnana, kom hann inn til að kasta kveðju. Sat um stund og við ræddum um lífið og hin ólíku hlutverk. Loftur var fallegur, ungur maður með mikið skegg og beint bak. Augun himinblá, ekki úr þessum heimi. Það var augljóst. Þótt hann hafi hugs- anlega ekki skynjað tilgang lífs- ins logaði ljós hið innra sem var meðvitað um hvert förinni væri heitið og til hvers. Hann bað aldrei um mikið en ég gaf með glöðu geði fyrir örlítilli brjóst- birtu. Og hann gaf mikið til baka. Síðan arkaði hann aftur út í morguninn, hvernig sem viðr- aði. Tilbúinn fyrir örlög lífsins. Sæll er sá sem getur borið eigur sínar á bakinu. Foreldrum Lofts Gunnars- sonar, systkinum, frændfólki og vinum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykk- ar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Þorgrímur Þráinsson. Nokkur orð um góðan dreng sem er farinn á betri stað. Loft- ur minn þú varst svo fallegt barn með stór blá og forvitin augu, ljósa lokka og varst skemmtilegur lítill prakkari. Þú varst góð og falleg en viðkvæm sál. Lýsir því best að núna rétt fyrir jólin þá hittir þú gamlan vin sem var að selja dagatal fyr- ir slökkviliðið. Þú vildir styrkja þá og gafst honum alla pen- ingana sem þú varst með en aldrei áttir þú mikið af verald- legum auð. Núna ertu kominn í Sumarlandið þar sem hlýtt og gott er að vera. Þar eru margir sem taka á móti þér með opnum örmum. Hvíl í friði. Helga, Birna Mjöll, Trausti og Óskar Björn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.