Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 ✝ Steinþór Hauk-ur Oddsson fæddist í Steinholti í Fáskrúðsfirði 5.6. 1941. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 26. janúar 2012. Foreldrar hans voru Oddur Stef- ánsson, sjómaður og bóndi frá Skála- vík í Fáskrúðsfirði, f. 7.8. 1911, d. 17.11. 1983 og Sigurrós Gísladóttir, húsmóðir frá Steinholti á Búðum í Fá- skrúðsfirði, f. 24.9. 1915, d. 4.10. 1998. Bræður Steinþórs: Pétur Oddsson, f. 25.8. 1943, d. 29.6. 1956, Gísli Oddsson, f. 15.7. 1946. Hinn 18. ágúst 1964 kvæntist Steinþór Grétu Kol- brúnu Guðvarðardóttur Jóns- sonar málarameistara og Krist- bjargar Reykdal húsmóður, f. 18. 8. 1943 á Siglufirði. Börn þeirra: 1) Oddur Stefán Steinþórsson, f. 14.10. 1965. Maki Medha Sector. Þau eiga 7 börn. 2) Guðvarður Stein- þórsson, f. 7.11. 1966. Maki Sa- ichon Khlaiphut. Þau eiga 3 börn. 3) Gréta Mjöll Storm Jakobsen, f. 20.12. 1967, d. 15.7. 2005. Maki Henn- ing Storm Jakobsen. Þau eiga 2 syni. 4) Heiðbrá Rósa Steinþórs- leitaði alltaf út á sjó. Hann hafði ekki nógu góða sjón til að fara í stýrimannanám, þess í stað ákvað hann að fara í nám í loft- skeytaskólanum, fékk þar inn- göngu haustið 1959 og lauk prófi sumarið 1961. Ekki reynd- ist auðvelt að fá vinnu á fiski- flota Íslands vegna verkfalls. Steinþór sótti um og fékk strax vinnu á norsku olíuskipi. Síðar réð hann sig á annað norskt skip. Ótal margar hafnir, skurði og höf sigldi hann um á þessum árum og hafði frá mörgu að segja um þann góða tíma. Sum- arið 1964 hætti hann til sjós og fór heim, hitti þá æskuástina aftur. Hann vann á Ritsímanum á Akureyri. Á fertugsaldri sett- ist hann svo á skólabekk með vinnu og útskrifaðist frá mála- deild MA (öldungadeild) 1981 þá fertugur að aldri. Síðan lá leiðin til Danmerkur. Þar stundaði hann nám við Odense Teknikum í Óðinsvéum. Hann lauk tæknifræðinámi sumarið 1987, flutti svo heim og fékk vinnu hjá Símanum sem tækni- fræðingur, þar starfaði hann í um 17 ár. Eða þangað til honum var sagt upp vegna „hagræð- ingar“. Um svipað leyti missti hann eina af dætrum sínum, en hún lést úr krabbameini. Stein- þór greindist fyrst með krabba- mein í maí 2011 og barðist hetjulega alveg fram á síðasta dag. Steinþór verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, 2. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13:30. dóttir, f. 3.2.1974. Sambýlismaður hennar er Rúnar Eiríksson, f. 29.1. 1968. Þau eiga 5 börn. Börn Grétu: Harpa Þorbjörg Jónsdóttir, f. 28.8. 1960. Maki Guðjón Eiríksson. Þau eiga 3 börn og 2 barna- börn. Hallur Þeyr Reykdal, f. 22.6. 1963. Maki Kirsten Reykdal. Þau eiga 4 syni. Steinþór ólst upp í Brekkugerði á Búðum. Hann fór snemma að vinna fyrir sér við ýmis störf í frystihúsum staðarins, einnig tók hann virk- an þátt í heyskap fyrir foreldra sína. En þau héldu á þessum tíma 15-20 kindur og eina kú. 14 ára fór hann sem fullgildur há- seti á síðutogarann Austfirðing. Steinþór fór á síldarvertíð 1958 og kynntist þá tilvonandi konu sinni, Grétu Kolbrúnu Guðvarð- ardóttur, sem þá var aðeins 15 ára, á dansleik í Freyvangi í Eyjafirði, þá nýorðinn 18 ára. Kláraði unglingaskólann á Fá- skrúðsfirði 1955 með hæstu ein- kunn þar. Hann fór á Eiðaskóla 1956 og tók gagnfræðanám á einu ári, vildi ekki fara í lands- próf vegna þess að hugur hans Mig langar til að minnast fóst- urföður míns, eða pabba eins og ég kallaði hann alltaf, með örfáum orðum. Steini, eins og hann var jafnan kallaður fór alltof snemma frá okkur. Hann átti eftir að gera svo margt, eins og að fara með heittelskaðri konu sinni, Grétu, í siglingu um Karíbahafið. Þau áttu líka eftir að keyra um okkar fagra land á nýja húsbílnum sem ekki var einu sinni búið að gefa nafn. Það er sérstaklega eitt atriði frá minni æsku sem er mér mjög kært og minnisstætt. Það var nú ekki mikið um að fólk ætti af- gangs pening á þessum tíma, gjaf- ir yfirleitt ekki stórar og oftast sá mamma um öll gjafakaup. En eitt skipti er pabbi fór suður á nám- skeið, þá hef ég verið um ferming- araldur, kom hann með gjafir handa okkur eins og þá var venja. Ég hafði bara aldrei fengið eins stóra og flotta gjöf, gallafatajakka og hann var sko keyptur í Kar- nabæ, helstu tískuverslun ung- linganna á þessum tíma. Við eig- um eftir að sakna þess að hafa ekki þinn smitandi hlátur og alla tvíræðu brandarana við matar- borðið hjá okkur nú og um ókomna tíð. Vertu sæll, elsku pabbi. Harpa. Elsku afi minn, loftskeytamað- urinn mikli. Ég á erfitt með að átta mig á að þú sért farinn frá okkur. Ég trúði því varla þegar mamma sagði mér að þú værir kominn með æxli. Ég hugsaði með mér af hverju í ósköpunum amma og afi þyrftu endalaust að ganga í gegnum svona erfiðleika. Samt var ég svo viss um að þetta myndi allt saman fara vel, amma hafði sigrað öll sín veikindi og ég var handviss um að það yrði eins í þínu tilfelli. Því miður skjátlaðist mér, þessi veikindi voru ósigran- leg. Þú varst svo lífsglaður og dug- legur. Alltaf að „dúllast“ eitthvað í garðinum. Naust góða veðursins á svölunum með ömmu meðan við krakkarnir hlupum skríkjandi í gegnum úðarann og þið gátuð fylgst með og haft gaman af. Allar fjöruferðirnar sem þú varst svo duglegur að fara með okkur barnabörnin í, ásamt ömmu. Þá var nú safnað allskyns steinum og kuðungum og sett í poka. Hjólaðir alltaf í vinnuna á gamla hjólinu sem ég hélt alltaf að myndi einn daginn detta í sundur. Ferðaðist meir um heiminn en nokkur maður sem ég þekki. Ekki nóg með það heldur ferðuðust þið amma um allt Ísland á Rúbín- kagganum. Þau voru ófá skiptin sem þú og amma komuð í mat til okkar á neðri hæðina og var skálað í víni meðan Hallur bróðir sagði brand- ara og þú hlóst þínum elskulega „afahlátri“ eins og ég og Hallur kölluðum hann. Þá hlóstu það mikið að það kom bara svona hálf- gert ískur frá þér, sem gerði það að verkum að þú smitaðir alla aðra og þetta endaði með hláturs- kasti um borðið. Það var alltaf hægt að stóla á það að þú myndir hlæja að bröndurunum hans Halls, sem voru nú oft mjög vafa- samir. Það var alltaf hægt að vita þeg- ar afi var heima. Þá heyrðust reglulega hressileg hnerr og ræskingar að ofan. Stundum voru vinir manns í heimsókn og þeir heyrðu þessi hljóð að ofan og spurðu hvað í ósköpunum þetta væri. „Æi þetta er bara hann afi að hnerra.“ Þótt það megi þykja furðulegt þá mun ég sakna þessa hljóðs. Þú varst alltaf svo vel klæddur, sama hvert tilefnið var. Alltaf í fínni skyrtu með bindi og bind- isnælu, greitt hárið og með rak- spíra. Ekki smá svo gleyma besta fylgihlutnum þínum, gleraugun- um. Þú varst ekki afi nema vera með gleraugun uppi, þau voru þitt einkenni. Ég á eftir að sakna afa á efri hæðinni – vel klædda hnerrandi loftskeytamannsins. En ég minn- ist þín með gleði í hjarta og bros á vör. Heiða Björg. Elsku afi, þú fórst svo fljótt að það er erfitt að átta sig á því. Mér verður hugsað aftur í tímann þeg- ar ég var barn, eftir að við fjöl- skyldan fluttum suður, þá grét ég oft af söknuði, þá vildi ég hvergi annars staðar vera en hjá afa og ömmu fyrir norðan. Þú kenndir mér svo marga hluti, ég man alltaf þegar þú kenndir mér að fleyta kerlingar í fjörunni, ég hélt alltaf að þú einn værir fær um að gera þetta. Ég lærði að meta náttúruna og dýrin enda voru fjöru- og berjamóaferð- irnar ófáar og þú varst alltaf jafn fyndinn með skósíða vasana fulla af grjóti, þetta grjót allt saman fékk svo að verða að fallega slíp- uðum steinum sem þér þótti svo gaman að dunda þér við. Það var líka alltaf jafn ánægju- legt að fylgjast með þér borða, ég man varla eftir einu skipti þar sem skyrtan þín fékk ekki smá smakk af matnum líka. Þú átt svo ótalmarga gullmola sem tæki daga að þylja upp. Hlát- urinn þinn, brandararnir og hvernig þú knúsaðir mann alltaf svo vel, þessar minningar mun ég alltaf halda fast utan um í hug- anum. En nú ertu farinn okkur frá, elsku hjartans afi minn, ég vil þakka þér innilega fyrir allar dásamlegu stundirnar sem við höfum átt saman frá því að þú hélst á mér fyrst og þar til nú. All- an þennan tíma hefur þú verið í lífi mínu og það brýtur hjartað mitt að þurfa að kveðja þig strax. Þú stóðst þig eins og hetja í bar- áttunni og ég er og mun alltaf verða stolt af því að hafa átt þig sem afa. Vonandi hefurðu fundið engil- inn þinn og friðinn, elsku hjartað mitt. Minning þín lifir að eilífu og megir þú hvíla í friði, ég elska þig afi. Díana Karen Rúnarsdóttir. Ég kynntist Steinþóri Odds- syni þegar ég var að eltast við mágkonu hans fyrir meira en fjörutíu árum. Þegar það loksins tókst fylgdi auðvitað öll ættin með í kaupunum. Þannig urðum við Steini vinir. Heimsóknir í báðar áttir urðu tíðar og tengdu okkur saman. Ýmis sameiginleg áhuga- mál leiddu okkur líka sömu braut- ina. Við vorum ekki alltaf sam- mála, sem betur fer, þá hefði nú verið lítið gaman að þrasa yfir kaffibolla. Oft þurfti öfluga jarð- ýtu og stóran valtara til þess að fá Steina til þess að skipta um skoð- un, því hann gat verið mjög þrjóskur. En það gerði svo sem ekkert til því að lokum var alltaf hlegið og allir skildu sáttir. Steinþór var sigldur maður og lærður loftskeytamaður og sem slíkur sigldi hann um öll heimsins höf á norsku fraktskipi í nokkur ár og sjóferðasögurnar bar oft á góma. En svo festi hann ráð sitt og fór í land. Hann starfaði um langt skeið hjá Landsímanum við móttöku og sendingu skeyta á meðan það var og hét. En allt er breytingum háð og störfin líka. Því settist Steinþór á skólabekk í öldungadeild Menntaskólans og lauk þaðan stúdentsprófi og síðan lá leiðin til Danmerkur með fjöl- skylduna þar sem hann lauk námi sem tæknifræðingur eftir nokk- urra ára dvöl. Helstu áhugamál Steina hin síðari ár voru ferðalög á húsbíln- um „Rúbín“ og uppeldisbær hans Fáskrúðsfjörður var sóttur heim að ég held á hverju ári. Því einu sinni Fáskrúðsfirðingur alltaf Fá- skrúðsfirðingur. Hann var auðvit- að áskrifandi að dagatali þaðan í gegnum átthagafélagið. Svo var hann einnig áskrifandi að tímarit- inu National Geography. Í um- ræðum vitnaði hann oft í greinar sem hann hafði lesið í því ágæta blaði. Hann vantaði víst ekki nema eitt eintak til þess að eiga fyrstu 100 árgangana af tímarit- inu „komplett“ í safni sínu. Hann tók líka öll blöðin saman og bjó sér til heilmikið efnisyfirlit yfir öll blöðin og einkaherbergið hans var þakið í bak og fyrir með þessu blaði eða einhverju því tengdu. Ef umræðuefni skorti þá spurði maður bara: „Jæja, hvað segir Geography í dag?“ Eftir áratugastörf hjá Síman- um var honum sagt upp störfum ásamt fleirum, sökum hagræð- ingar hét það. Öllum sem til þekktu fannst sú ákvörðun Land- símans óréttlát, því Steini var góður fulltrúi þeirrar stofnunar og talaði oft máli Símans. Örlögin höguðu því líka þannig að við urð- um einskonar starfsfélagar á Flugsafninu undir það síðasta og þar bar engan skugga á samstarf- ið því Steini var trúr því sem hann tók sér fyrir hendur. Elsku Gréta, missir þinn og fjölskyldunnar allrar er mikill. Ég sendi ykkur öllum mínar og fjölskyldu minnar dýpstu samúð- arkveðjur með þakklæti fyrir hið liðna. Valgarður Stefánsson. Mig langar til að segja ykkur aðeins frá kynnum mínum af hon- um Steina og fjölskyldu hans. Og ég ætla ekki að fara að tala um alla erfiðleikana og mótlætið sem hann og fjölskylda hans hafa þurft að ganga í gegnum síðustu ár, heldur minnast góðu áranna í Odense. Það var 1983 sem ég og þáver- andi eiginmaður fluttum út til Danmerkur, með 2 börn, 3 og 7 ára, þar sem bóndinn ætlaði að stunda nám við tækniskólann í Odense. Við fengum íbúð á 4. hæð í blokk.og fljótlega komumst við að því að í raðhúsi bakvið blokk- ina bjuggu hjón frá Akureyri, með 4 börn, yngsta þá 9 ára og hitt voru orðnir stálpaðir krakk- ar, og hjónin komin yfir fertugt. Hugsið ykkur hugrekkið að taka sig upp með stóra fjölskyldu og skella sér til útlanda í 4 ára nám. Hjónin voru Steini og Gréta, og þvílík dásemdarhjón. Þau urðu mjög fljótt okkar bestu vinir, og sonur minn og yngsta dóttir þeirra brölluðu margt saman. Danmerkurárin voru litrík og skemmtileg, það var mikið brallað og hlegið þessi ár, margt sér til gamans gert. Þau voru ófá Trivial Pursuit spilin sem spiluð voru „uppi“ hjá okkur, á dönsku, skemmtum okkur vel yfir ýmsum spurningum sem ekki eru til í ís- lensku útgáfunum, t.d. Hvilken fisk kan man ikke spise? Nilfisk! Saman uppgötvuðum við Thurö, og skemmtilega minigolfið þar. Við skelltum okkur til Þýska- lands í skemmtilega túra, löbbuð- um um Odense og tókum myndir, spjölluðum og spekúleruðum. Þetta voru ár sem lítið var um reiðufé, og reynt að skrimta af námslánum, en þau Steini og Gréta voru alltaf svo sniðug að finna ódýrar lausnir og finna upp á einhverju okkur til skemmtunar og yndisauka. Auðvitað sat Steini yfir námsbókunum á veturna og þá sá maður hann bara um helgar. Hann vissi svo ótrúlega margt og sagði svo skemmtilegar sögur. Við fluttum öll heim til Íslands sumarið 1987, pöntuðum okkur flutningabíl og hrúguðum öllu okkar hafurtaski í hann, keyrðum upp Jótland, og tókum Norröna heim, með viðkomu í Færeyjum, þar sem við gistum í húsi vinkonu minnar öll saman, en vinkonan sjálf var í Noregi. Það er ógleym- anlegt ferðalag. Það var skrítið að búa aftur á Íslandi og hitta þau kannski bara einu sinni á ári, eins og samgang- urinn hafði verið mikill, en alltaf var gott að koma á Ránargötuna þegar leið lá um Norðurland. Og alltaf var eins og við hefðum síð- ast hist í gær. Ekki datt mér í hug, þegar ég heimsótti hann í fyrra á Borgar- spítalann, að það yrði í síðasta skipti sem ég heyrði hláturinn hans. Elsku Gréta, Harpa, Hallur, Oddur, Guðvarður, Heiðbrá og ykkar fjölskyldur, ég votta ykkur mína innilegustu samúð, um leið og ég þakka fyrir að mér skuli enn finnast ég vera ein af fjölskyld- unni. Linda. Steinþór Haukur Oddsson Bergþóra, nágrannakona mín til margra ára, hefur kvatt jarð- lífið, fegin hvíldinni, búin að skila sínu og hefur verið sátt við að kveðja. Fyrir hálfum öðrum áratug fluttu Bergþóra og Pétur, maður hennar, til Keflavíkur til þess að geta verið í námunda við börn sín og áttu þar gott ævikvöld. Það var alltaf ferskleiki sem fylgdi Bergþóru, hún gat verið gustmikil á stundum enda vildi hún láta verkin tala. Bergþóra var framúrskarandi myndarleg hús- móðir, að ég tali nú ekki um bakk- elsið, þar sló hún flestum við. Ég kynntist því vel þar sem við vorum saman í saumaklúbbi um árabil. Alltaf var eitthvað óvænt, sem ekki hafði sést áður á borðum. Bergþóra átti ekki langt að sækja myndarskapinn, móðir hennar var Ingeborg Eide, ann- áluð dugnaðarkona. Mér er minn- isstætt þegar ég var krakki og Bergþóra Eyjólfsdóttir ✝ Bergþóra EideEyjólfsdóttir fæddist á Fáskrúðs- firði 26. september 1929. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Garðvangi 13. janúar 2012. Útför Bergþóru var gerð frá Kefla- víkurkirkju 20. jan- úar 2012. send út í Ásgarð eft- ir prjónlesi, Inge- borg átti prjónavél og prjónaði mikið fyrir fólk. Það var segin saga, alltaf var mér boðið inn fyrir og eitthvert góðgæti rétt að mér. Það þurfti ekki að letja mann í slíkar sendi- ferðir. Meðfram hús- móðurstörfum gekk Bergþóra í ýmis störf, flest tengd sjávarút- vegi. Best held ég að henni hafi fallið við matreiðsluna enda var hún ráðin matráðskona við Dval- ar- og hjúkrunarheimilið Uppsali þegar það tók til starfa og vann Bergþóra þar þangað til þau fluttu suður. Það var eftirsjá að Bergþóru og Pétri, þau voru alltaf hress og kát þegar maður hitti þau. Ég vil þakka Bergþóru skemmtilegu árin þegar við hitt- umst í saumaklúbbi, þá var gert að gamni sínu og mikið hlegið, það fór stundum minna fyrir sauma- skapnum, það var aukaatriði. Nú hafa fimm vinkonur af átta úr þessum hópi kvatt jarðvistina og hugsa ég til þeirra með hlýju og þakklæti. Blessuð sé minning Bergþóru Eyjólfsdóttur. Guðrún Einarsdóttir frá Odda. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, fósturfaðir, afi og langafi, PÁLMI ANTON RUNÓLFSSON frá Hjarðarhaga, Hólavegi 40, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki sunnudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á deild 3 á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki. Anna Eiríksdóttir, Fróðný Pálmadóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Sigurjón Björn Pálmason, Kolbrún Reynholdsdóttir, María Guðbjörg Pálmadóttir, Hörður Óskarsson, Heiður Pálmadóttir, Roy Midtbø, Sigríður G. Pálmadóttir, Kristján Ísak Kristjánsson, Ester Gunnarsdóttir, Indriði Guðmundsson, afa- og langafabörn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir grein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviá- gripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og gera umsjón- arfólki minningargreina viðvart. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.