Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 koma Heldrimönnum á plötu, eins og við gerðum með tríóið, þó ekki væri nema fyrir vini og kunningja og til að eiga sem heimildir. Ég ræddi þetta við Magnús G. Ólafsson, skóla- stjóra Tónskóla Fjallabyggðar, og hann var mjög jákvæður og svo var bara að finna réttu stundina og við fengum hana sumarið 2011 og disk- urinn var tekinn upp í hljóðverinu í tónskólanum á Siglufirði. Magnús var hljóðupptökumaður og sá um gítarundirleik og annar góður, Elías Þorvaldsson, fyrrverandi skólastjóri þar og einn af liðsmönnum hinna landsfrægu Gauta, var okkur til að- stoðar í salnum. Þetta var með öðr- um orðum allt tekið upp í Fjalla- byggð, frá a-ö.“ Tjútt, valsar og tangóar Þegar Sveinn er spurður að því hvernig tónlist þetta sé svarar hann: „Þegar við gáfum út tríódiskinn vor- um við aðallega að syngja falleg lög, ballöður og jafnvel sálma, við vorum eiginlega að syngja bara fyrir sjálfa okkur og aðra sem nenntu að hlusta; þannig settum við það upp, að syngja falleg lög. En nú ætluðum við að gefa út danslög, það var alveg á hreinu. Þess vegna setti ég upp ann- að prógramm, þá valdi ég lög sem fólk hafði gaman af að syngja og dansa um leið. Flest lögin eru valsar, því þegar fólk er orðið svona fullorðið er vals- inn langbesti dansinn. Við tókum eftir því þegar við vorum að spila hvort sem var hér eða fyrir utan Siglufjörð, að um leið og tekinn var einn ræll eða skottís, þá var ekki kjaftur á gólfinu, kannski einn karl, og hann lá þá úti í horni á eftir, þannig að við lögðum ekki í að slátra liðinu. Það er blóðþrýstingsaukandi og hjartsláttarkrefjandi að spila þannig lög. Þannig að á diskinn fóru fallegar melódíur, en við blönduðum reyndar aðeins saman tjútti og völs- um og tangóum og leyfum einstaka fjöri að vera með líka. Þetta eru lög fyrir fólk sem lærði að dansa þegar maður fékk að halda utan um kon- una.“ Geisladiskurinn, sem nefnist Boð- ið upp í dans, hefur nánar tiltekið að geyma mörg þekktustu lög fyrri ára sem og önnur aðeins nær í tíma. Þar á meðal eru Dansið þið, sveinar (öðru nafni Húrra, nú ætti að vera ball), Háskaför, Saumakonuvalsinn, Hlín Rósalín, Marina, Lóa á Brú, Síldarstúlkan, Hafið bláa, Vínarkrus (Laus og liðugur), Þú ert mitt sól- skin og Lífið á Sigló. Í heildina 20, hvert öðru betra. Geta dottið út af hvenær sem er Svein langar að gera einn disk í viðbót og koma honum út eftir tvö til þrjú ár, „en fara að taka upp lag og lag fljótlega til að eiga, því við erum orðnir það fullorðnir, ég og Sigurjón, að við gætum dottið út af hvenær sem er, og náttúrlega veit enginn sína ævina fyrr en öll er, eins og þar segir, hvort sem menn eru fimm- tugir eða áttræðir“. Og Sveinn er þakklátur fyrir tónlistina. „Maður átti ekki von á því að maður yrði söngvari og plötuútgefandi þegar maður hætti streðinu, en tónlistin er geysilegur kraftur, allra meina bót, maður finnur hvað er gaman að eiga við þetta. Maður er allur annar. Þetta er svipað og að fara í gufubað þegar maður er þreyttur. Það er bara verst að við skyldum ekki byrja á þessu miklu fyrr.“ Ljósmynd/Sveinn Þorsteinsson Æfing Samsett mynd af Heldrimönnum á æfingu í bílskúrnum góða við heimili Sveins að Hvanneyrarbraut 23 á Siglufirði, þar sem Bátsmannstríóið tók upp diskinn sinn vorið 2009. Heldrimenn og Bátsmannatríóið hafa spilað á dansleikjum bæði uppi í Skálarhlíð og á Síldar- ævintýrinu og notið mikilla vin- sælda eins og nærri má geta. Sveinn Björnsson segist kenna í brjósti um unga fólkið nú til dags sem dansi án þess að halda hvort utan um annað, því að það sé tjáningarform og þannig hafi orðið til kynni; oftar en ekki hafi hjónabönd orðið til á dansgólfinu. „Mér finnst unga fólkið fara svo mikils á mis við að missa þetta. Þetta er nefnilega hluti af tilverunni, sko. En í dag gæti þetta kannski verið flokkað und- ir kynferðislega áreitni, ef þú allt í einu færir að vanga stúlku sem ekki væri viðbúin, eins og var nú gert í gamla daga, því stundum varð maðurinn að eiga frumkvæðið. Þetta sem þótti bara sjálfsagt í gamla daga gæti verið talið áreitni nú á tímum. Og það kom fyrir, ef stúlkurnar, þessar elskur, voru í hvítum, flottum blússum, og menn höfðu ekki þvegið sér vel um hend- urnar áður en þeir fóru á ballið, og komu beint úr slorinu eða netavinnu eða öðru og svitnuðu á höndunum, að lófafarið var aftan á bakinu á þeim eftir dansinn. Og margar blússurnar ónýtar á eftir. En hvað, þetta var bara svona.“ Unga fólkið fer mikils á mis að halda ekki hvort utan um annað HJÓNABÖND OFTAR EN EKKI ORÐIÐ TIL Á DANSGÓLFINU landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur sjálfstæður líf- eyrissjóður sem tekur bæði við lögbundnum lífeyrissparn- aði og viðbótarlífeyrissparnaði almennings. Íslenski lífeyris- sjóðurinn býður sveigjanlegar leiðir til útgreiðslu lögbundins lífeyrissparnaðar og fjölbreytt- ar ávöxtunarleiðir. Innlánsreikningur fyrir líf- eyrissparnað sem hentar þeim sem vilja ávaxta sparnað sinn á einfaldan og gagnsæjan hátt. Kynntu þér lífeyrissparnað Landsbankans í síma 410 4040, í næsta útibúi eða reiknaðu þitt dæmi þitt til enda á landsbankinn.is. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Meðalávöxtun þriggja ára* Meðalávöxtun þriggja ára*Lífeyrisbók Landsbankans 1Líf Hentar þeim sem eiga 20 ár eða meira eftir af söfnunartíma. Verðtryggð Lífeyrisbók Óverðtryggð Lífeyrisbók 13,0% 2Líf Hentar þeim sem eiga meira en 5 ár eftir af starfsævi. 12,3% 3Líf Hentar þeim sem eiga skammantíma eftir af söfnunartíma. 11,9% 4Líf Fyrir þá sem nálgast töku lífeyris eða eru þegar að taka hann út. 11,6% 9,7% Sameign Verðtryggt Óverðtryggt Fyrir þá sem vilja samtvinna ævi- langa sameign og séreignasparnað. 8,7% 6,7% Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur lífeyrissjóður sem starfar skv. lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Íslenski lífeyrissjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn og ávöxtun hans má finna á islif.is. Landsbankinn er rekstrar- og vörsluaðili Lífeyrisbókar Landsbankans samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Nánari upplýsingar um Lífeyrisbók og ávöxtun hennar má finna á landsbankinn.is. * Meðaltal nafnávöxtunar á ári 01.01.2009 – 01.01.2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.