Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 María Kristjánsdóttir • ML í lögfræði frá HR • LL.M frá Fordham University • Lögmaður hjá LEX „Námið við lagadeild HR hefur reynst mér afar vel í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur eftir útskrift, bæði í námi og starfi sem héraðsdómslögmaður hjá LEX. Metnaðarfullt, krefjandi og skemmtilegt nám, með áherslu á úrvinnslu raunhæfra verkefna eru allt eiginleikar sem nýtast vel í þeim verkefnum sem ég fæst við sem lögmaður á hverjum degi. Sá undirbúningur sem laganámið við HR hefur veitt mér stenst fullkomlega allar mínar væntingar.“ Velkomin í framsækinn alþjóðlegan háskóla Opið fyrir umsóknir í meistaranám til og með 30. apríl Vorboðar á Íslandi taka á sig ýmsar myndir. Ein þeirra er fiðrildi sem ber nafnið garðygla, Agrotis ipsilon. Tegundin er sú algengasta af þeim fiðrildategundum sem berast hingað til lands með vindum frá meginlandi Evrópu. Óvenjulegt þykir hversu snemma þær létu sjá sig í ár en fyrstu garð- yglurnar bárust hingað til lands í lok mars. Ekki eru kunn dæmi um að það hafi áður gerst svo snemma vors. Á vef Náttúrufræðistofnunar Ís- lands kemur fram að garðyglna hafi orðið vart á sunnanverðu landinu, allt frá Reykjavík austur í Horna- fjörð. Fiðrildin sáust flest á flögri, en nokkur eintök náðist að fanga til staðfestingar. Um það leyti sem fyrstu garðygl- urnar fundust, hinn 25. og 26. mars, var eindreginn hlýr næðingur úr suðaustri og liggur þar líklegast skýringin á snemmkomunni. Jón Þorbergsson á Prestbakkakoti á Síðu orðaði skýringuna þannig: „Líklegt virðist að þau [fiðrildin] hafi komið með suðaustanáttinni eins og meginlandsblámóðan sem var mjög áberandi hér um þetta leyti.“ Vanalega berst garðyglan hingað að vori til, í apríl og maí, en einnig í miklum mæli með haustlægðum. gudrunsoley@mbl.is Garðyglur óvenju- snemma á ferð  Fiðrildanna víða vart á Suðurlandi Ljósmynd/Erling Ólafsson Garðygla Þessi kom inn um glugga í Árbæjarhverfi í Reykjavík 29. mars. Annað Landsmót UMFÍ 50+ verð- ur haldið í Mosfellsbæ dagana 8.- 10. júní í sumar. Nýlega voru undirritaðir samningar á milli landsmóts- nefndar og Mos- fellsbæjar. Har- aldur Sverris- son, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Valdimar Leó Friðriksson, for- maður lands- mótsnefndar, undirrituðu samninginn. Undirbúningur fyrir mótið er í fullum gangi og gengur vel. Aðstaða í Mosfellsbæ er öll til fyrirmyndar fyrir Landsmót UMFÍ 50 +. Mosfells- bær rekur íþróttamiðstöð að Varmá og þar eru eru þrír íþróttasalir, sundlaug, karatesal- ur, knattspyrnuvöllur í fullri stærð, gervigrasvöllur í fullri stærð, 7 manna gervigrasvöllur og hlaupabraut. Góður golfvöllur sem og að- staða fyrir pútt er í Mosfellsbæ. Einnig er reiðhöll í Mosfellsbæ og stutt í skólahúsnæði frá Varmá sem verður notað helgina sem landsmótið fer fram. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum mótsins hvort sem þeir eru í fé- lagi eða ekki. 29. mars var opnað fyrir skráningu á landsmótið. Skráning er hafin á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri Hlaupið Frá Lands- móti UMFÍ. Faðir Carl Arico mun kynna hina kristnu íhugunarbænaaðferð „Centering Prayer“ og biblíulega íhugun, Lectio Divina, í Reykja- vík og Skálholti dagana 10.-15. apríl. Hann er einn stofnenda bænahreyfingarinnar www.con- templativeoutreach.org. Carl Arico hefur frá árinu 1960 þjónað sem sóknarprestur og menntaskólakennari, sinnt hjóna- og fjölskylduráðgjöf og ritað um lifandi og virka prestsþjónustu í samtíðinni. Frá 1987 hefur hann verið einn helsti frumkvöðull og stjórnandi hreyfingarinnar Con- templative Outreach. Þriðjudag- inn 10. apríl kl. 19:30 mun hann kynna hreyfinguna í Neskirkju. Hægt er að kaupa kvöldverð frá kl. 18:30. Miðvikudaginn 11. apríl kl. 13:30-15:30 flytur hann fyr- irlestur í Háskóla Íslands í V- stofu (229) í aðalbyggingu HÍ um þrá í samtíð eftir andlegri nær- ingu. Fimmtudaginn 12. til sunnudagsins 15. apríl verða Kyrrðardagar í Skálholti í umsjá Carls Arico. Kynnir kristna íhug- unarbænaaðferð Röng mynd var birt með aðsendri grein Jóns Helga Egilssonar, „Stöðugleiki að láni“, sem birtist í viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudaginn var. Myndin var ekki af Jóni heldur af Sigurgeiri Jónssyni hagfræðingi. Beðist er vel- virðingar á mistökunum og birtist hér rétt mynd af Jóni Helga Egils- syni. Tryggvi sigraði á hestinum Gulltoppi Tryggvi Björnsson sigraði í slak- taumatölti í KS-deildinni á mið- vikudagskvöld á Gulltoppi frá Þjóð- ólfshaga, ekki Hrannari frá Galtanesi eins og ranglega var sagt í Morgunblaðinu í fyrradag. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Röng mynd birt með greininni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.