Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 23
undir því að vel gangi þarna uppfrá,“ segir Gunnar Sigurðsson, bæjar- fulltrúi á Akranesi, og bætir því við að aðrar nágrannabyggðir og höfuð- borgarsvæðið njóti einnig góðs af starfseminni. Einar Þorsteinsson, forstjóri El- kem, segir að framleiðslan gangi vel. Elkem hefur haft áform um stækkun verksmiðjunnar og að hefja fram- leiðslu á sólarkísil sem er mun verð- mætari afurð en kísiljárn. Hann seg- ir þó ekki vænlegt að ráðast í slíkar fjárfestingar í því umhverfi sem nú er á Íslandi. Nefnir hann áform um kolefnisskatt sem komu fram hjá rík- isstjórninni í vetur og eyðilagt hefði rekstrargrundvöll fyrirtækisins. Þá segir hann að stefnu vanti í orku- málum og getur áforma Landsvirkj- unar um að stórhækka orkuverð í framtíðinni. Það geti haft mikil áhrif á það hvort hagkvæmt verði að fram- leiða vörur hér á landi. Loks nefnir hann erfiðleikana á Evrópumarkaði sem er mikilvægur fyrir Elkem Ís- land. Vilja samvinnu um vöktun Umhverfismálin voru mikið um- rædd þegar ákveðið var að byggja kísilmálmverksmiðju á Grund- artanga á sínum tíma og hafa verið alla tíð síðan. Sumir af næstu ná- grönnum verksmiðjanna og Kjós- verjar sem búa hinum megin Hval- fjarðar hafa mótmælt uppbyggingu á þeim forsendum að mengun þaðan kunni að spilla möguleikum þeirra og lífsskilyrðum. Svartur reykur sem stöku sinnum stígur upp frá járnblendiverksmiðj- unni er sýnilegasta birtingarmynd mengunarinnar. Reykurinn frá ofn- unum er hreinsaður í gríðarmiklum hreinsivirkjum verksmiðjunnar en þegar eitthvað bregst þar verður að hleypa reyknum óhreinsuðum út. Í starfsleyfi verksmiðjunnar eru ákveðnar heimildir til að hleypa reyknum út. Lengi vel var miðað við 2% af rekstrartíma ofnanna en er nú 1%. Þorsteinn Hannesson, þróun- arstjóri Elkem Ísland, segir að reyk- urinn sleppi út í 0,1% af rekstrartíma ofnanna sem samsvarar átta klukku- stundum á ári af þeim 80 klukku- stundum sem heimilt væri ef nauð- syn krefði. Stóriðjufyrirtækin þurfa að upp- fylla skilyrði starfsleyfa og halda um- hverfisáhrifum innan þeirra marka sem þeim eru sett og þau annast og kosta tilteknar umhverfisrannsóknir og vöktun. Gísli Gíslason telur að ekkert hafi komið fram sem bendi til annars en að fyrirtækin séu innan þess ramma sem settur hafi verið. Faxaflóahafnir eru að undirbúa umhverfisstefnu og hafa í þeirri vinnu óskað eftir víðtækri samvinnu við fyrirtækin á iðnaðarsvæðinu og Umhverfisstofnun um að skoða um- hverfismálin heildstætt. „Það er lyk- ilatriði að allar upplýsingar um um- hverfið séu réttar og óumdeildar. Við þurfum að tileinka okkur bestu að- ferðir í því efni. Við höfum möguleika á að vera fyrirmyndarathafnasvæði, ekki aðeins hér innanlands heldur í samanburði við stærri svæði erlend- is,“ segir Gísli. Morgunblaðið/RAX Hafnarstjóri Gísli Gíslason vonast til að Faxaflóahafnir séu komnar í þá stöðu að geta valið fyrirtæki inn á nýja athafnasvæðið á Grundartanga. Endurvinnsla Arnar Jónsson og Arthur Garðar Guðmundsson vinna við uppbyggingu endurvinnslufyrirtækjanna á Grundartanga. Reykhreinsivirkin minna á stórborgarlandslag þar sem skýjakljúfar marka umhverfið. FRÉTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 „Við borðum hér saman og það myndast tengsl. Okkur þykir vænt um samstarfsfólkið og verðum frekar eins og ein fjöl- skylda en starfsfólk á vinnustöð- um þar sem fólkið getur alltaf skroppið frá,“ segir Ólöf Agnars- dóttir, starfsmaður á skrifstofu Elkem á Grundartanga. Hún segir að þessi tengsl komi vel fram þegar eitthvað bjátar á, þá standi allir saman sem einn maður. Ólöf hefur lengi unnið fyrir járnblendiverksmiðjuna, eða frá árinu 1985. Hún byrjaði í afleys- ingum en hefur lengi verið fastur starfsmaður. „Ég hef alltaf verið ánægð hér,“ segir Ólöf. Enn lengri starfsaldur á Guð- mundur Þórisson sem byrjaði 1980, árið eftir að framleiðsla hófst. Hann hefur gengið í ýmis störf, er nú við meðhöndlun af- urðanna fyrir útflutning. „Ég var á sjónum en átti orðið börn og konu og vildi vera meira heima. „Ég gat verið meira heima en lækkaði í staðinn í launum. Ég taldi mig vera að fara í örygga vinnu og það hefur sýnt sig að svo er,“ segir Guð- mundur. Ólöf og Guðmundur búa bæði á Akranesi. Þau segja að Grund- artangi sé ákaflega mikilvægur vinnustaður fyrir bæjarbúa. At- vinnufyrirtækin sæki einnig tölu- verða þjónustu til Akraness. „Bærinn væri öðruvísi ef ekki hefði byggst upp hér. Hann væri svefnbær,“ segir Ólöf og Guð- mundur tekur undir það, segir að atvinnan þar hafi bjargað miklu. Starfsfólkið stendur saman þegar eitthvað bjátar á MARGIR STARFSMENN MEÐ LANGAN STARFSALDUR HJÁ ELKEM Starfsmenn Guðmundur Þórisson, Ólöf Agnarsdóttir og Þorsteinn Hann- esson hafa lengi unnið hjá járnblendinu. Starfsfólkið tengist vel. „Þetta er hafnsækin starfsemi. Hér liggur hún vel við flutningum, bæði við aðdrætti og dreifingu,“ segir Berg- þóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Líflands. Athygli vakti þegar Lífland byggði nýja fóðurverk- smiðju sína á Grundartanga en áður hafði hún verið við Sundahöfn í Reykjavík. Fóðurstöð Líflands er nú eitt af táknum Grundartanga þótt byggingarnar jafnist ekki á við stóriðjuverin. Nú er verið að byggja við verksmiðjuna, stækka geymslur fyrir hráefni og tilbúna vöru, til að geta nýtt verksmiðjuna betur. Bergþóra fær oft spurningar um hvort skynsamlegt sé að vera með fóðurverksmiðju í túnfæti stóriðjunnar. „Við kynntum okkur vel hvernig staðið er að mengunarvörn- um áður en við ákváðum að byggja hér upp. Flúormeng- un er mjög lítil enda hafa orðið stórstígar framfarir í mengunarvörnum frá því fyrsta álverið var byggt hér á landi. Flúormagn er minna innan þynningarsvæðisins en kröfur eru um utan svæðisins,“ segir Bergþóra. Hún bætir því við að aðeins plöntur í vexti taki upp flúor en það geti korn í tönkum ekki gert. „Þetta er ekki mengun sem sest á vörurnar,“ segir hún. Aðalmálið við uppbygg- ingu fóðurverksmiðjunnar var að tryggja smitvarnir, koma í veg fyrir að sjúkdómavaldandi örverur sem geta slæðst með hráefni komist í tilbúnar afurðir. Það hefur heppnast. Aðalmálið að tryggja smitvarnir við framleiðslu FÓÐURFRAMLEIÐSLA Í TÚNFÆTI STÓRIÐJUNNAR Lífland Bergþóra Þorkelsdóttir við hráefnistanka verksmiðjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.