Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 98. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Hálf milljón „makka“ sýkt af vírus 2. Taldir hafa banað leikfélaga sínum 3. Öruggur íslenskur sigur 4. Líkunum víxlað í kistulagningu  KEXP-útvarpsstöðin frá Seattle var að bæta við nokkrum myndböndum á youtube-þráð sinn sem tekin voru upp með íslenskum böndum í októ- ber í fyrra. Alls eru myndböndin ís- lensku þar því orðin 142. KEXP gerir vel við íslenska tónlist  Tónlistarheimildarmyndin Amma Lo-fi, sem þau Orri Jónsson, Kristín Björk Kristjánsdóttir og Ingibjörg Birgisdóttir gerðu, verður sýnd á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Buenos Aires sem fram fer 11.-22. apríl. Kvik- myndin er svipmynd af Sigríði Níels- dóttur sem fór að taka upp og gefa út sína eigin tónlist á áttræðisaldri. Amma Lo-fi sýnd í Buenos Aires FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg eða breytileg átt, yfirleitt á bilinu 3-8 m/s. Víða rigning síðdegis. Hiti 5 til 10 stig. Á sunnudag Vestan 8-13 m/s syðra, annars hægari vindur. Víða rigning og hiti 3 til 8 stig. Gengur í norðaustan 8-15 norðantil um kvöldið með slyddu og kólnar, en styttir upp syðra. Á mánudag Norðaustan 8-15 m/s með slyddu eða snjókomu, en bjart með köflum á Suð- ur- og Vesturlandi. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, annars um frostmark. Senegalinn Papiss Cissé hefur heldur betur slegið í gegn í ensku knatt- spyrnunni eftir að hann gekk til liðs við Newcastle frá Freiburg í Þýska- landi. Cissé hefur skorað níu mörk í átta leikjum. Hann gerði m.a. gæfu- muninn í gær þegar Newcastle vann Gylfa Sigurðsson og samherja í Swansea, 2:0. Cissé skoraði bæði mörkin í leiknum. »2 Cissé gerði gæfumun- inn fyrir Newcastle Íslensku landsliðsstrákarnir í handknattleik luku ákveðnu skylduverkefni með því að leggja slakt lið Síle að velli í fyrsta leik sínum í for- keppni Ólympíuleikanna í Varazdin gær. 25:17 urðu lokatölurnar í leik mikilla mistaka, segir Guðmundur Hilmarsson, sem er á ferð með liðinu í Króatíu. Í dag bíður hið lipra og snögga japanska lið Íslendinga. »3 Öðru skylduverk- efninu lokið Bandaríski kylfingurinn og fyrirliði bandarísku sveitarinnar í Ryder- mótinu, Fred Couples, fór á kostum á öðrum hring á Masters-golfmótinu á Augusta-vellinum í gær. Hann lék hringinn þá á fimm höggum undir pari en lék fyrri hringinn á parinu. Þetta færði hann upp um heil 28 sæti. »1 Fred Couples sjóðandi heitur á öðrum hring Svein Björnsson langar að gera einn disk í viðbót og koma honum út eftir tvö til þrjú ár, „en fara að taka upp lag og lag fljótlega til að eiga, því við erum orðnir það full- orðnir, ég og Sigurjón, að við gæt- um dottið út af hvenær sem er, og náttúrlega veit enginn sína ævina fyrr en öll er, eins og þar segir, hvort sem menn eru fimmtugir eða áttræðir. Þetta er eina hljóm- sveitin í bænum, í þeim skilningi sem ég legg í orðið; við erum þeir einu hér á Siglufirði sem geta komið með fimm eða sex manna band og troðið upp með litlum fyr- irvara. Svo er ég svo heppinn að Steini trommuleikari er mjög góð- ur söngvari og það hvílir mig, ég get þá raddað á móti honum og svo öfugt. Þannig að þetta lítur allt ljómandi út.“ Stefna á einn disk enn HELDRIMENN HYGGJAST TAKA UPP LAG OG LAG Sigurður Ægisson sae@sae.is Einn er vörubílstjóri, annar gamall togarajaxl og verkstjóri, sá þriðji fyrrverandi bóndi, sá fjórði endur- skoðandi og sá fimmti tónlistar- kennari og sjoppueigandi. Sam- anlagður aldur þeirra er 326 ár, meðalaldur 65,2 ár. Saman mynda þeir eina bílskúrsbandið á Siglu- firði og eru nýbúnir að gefa út disk. Þetta eru Heldrimenn. „Upphafið að þessu öllu var það, að ég var í Lionsklúbbnum hér í bænum og þar tróðum við upp, ég og annar félagi, Júlíus Hraunberg, til að skemmta, sungum raddað, og það tókst svo vel að menn voru að biðja okkur að syngja helst á hverjum fundi eftir það; þetta var veturinn 2006-2007,“ segir for- sprakkinn og aðaldriffjöðrin í hópnum, Sveinn Björnsson, að verða 77 ára, þegar blaðamaður spyr um tildrög að stofnun þess- arar merkilegu og vinsælu hljóm- sveitar. Vorboðakórinn bætist við „Við fórum svo að æfa okkur saman, bara til að hafa gaman af því, hann var undirleikarinn, spil- aði á gítar. Litlu síðar bættist okk- ur liðsauki í Vorboðakórinn, kór aldraðra, þegar Hjálmar Jónsson, fyrrverandi bóndi á Stóru-Brekku í Fljótum, gekk þar inn, og ég frétti að hann spilaði á harm- onikku. Við Júlíus ákváðum að reyna að fá hann til liðs við okkur og það var auðsótt. Þannig varð Bátsmannstríóið til.“ Vorið 2009 gáfu þremenning- arnir út geisladisk. Sá nefndist Hvað er lífið? og innihélt 14 lög og texta eftir ýmsa höfunda. Þar á meðal voru Þórður, Hún hring minn ber, Undir dalanna sól og Siglufjarðardraumur. Það var svo árið 2011 að annar diskur leit dagsins ljós. Geisladisk- urinn, sem nefnist Boðið upp í dans, hefur nánar tiltekið að geyma mörg þekktustu lög fyrri ára sem og önnur aðeins nær í tíma. Þar á meðal eru Dansið þið, sveinar (öðru nafni Húrra, nú ætti að vera ball), Háskaför, Sauma- konuvalsinn, Hlín Rósalín, Marina, Lóa á Brú, Síldarstúlkan, Hafið bláa, Vínarkrus (Laus og liðugur), Þú ert mitt sólskin og Lífið á Sigló. Í heildina 20, hvert öðru betra. Mottó Sveins er þetta, stutt og laggott: Ef menn ætla sér að gera hlutina, þá er það hægt. MStuð að hætti »6-7 Samanlagður aldur er 326 ár  Heldrimenn eru eina bílskúrs- bandið á Siglufirði Ljósmynd/Sveinn Þorsteinsson Sveitin Síungir Heldrimenn á góðri stund. Talið frá vinstri: Hjálmar Jónsson, fæddur 1950, Sveinn Björnsson, fædd- ur 1935, Ómar Hauksson, fæddur 1950, Þorsteinn Sveinsson, fæddur 1966, og Sigurjón Steinsson, fæddur 1929. Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 10. apríl. Frétta- þjónusta verður um páskahelg- ina á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á net- fangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskrifta og aug- lýsinga er opið í dag frá 08-13 en lokað er á páskadag og ann- an dag páska. Sími þjón- ustuvers er 569-1122 og net- föngin eru askrift@mbl.is og augl@mbl.is. Blaðberaþjónusta er opin í dag, laugardag, frá 5-11. Hægt er að bóka dánartilkynningar á mbl.is. Símanúmer Morgun- blaðsins er 569-1100. Fréttaþjón- usta á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.