Helgafell - 01.09.1942, Side 55

Helgafell - 01.09.1942, Side 55
BÓKMENNTIR 283 fyrir brauð. MeS þeim mettar hún aldrei tólf þúsundir. MenntamálaráS (formaSur þess) hefur ekki fariS meS þá skoSun í laun- kofa, aS bókaútgáfu þess sé ætlaS þaS hlutverk aS keppa viS Mál og menn- ingu og jafnvel Menningar- ogfrœðslu- samband alþýðu og vega upp á móti áhrifum þeirra. Þessi staSreynd skýrir ef til vill þaS ofurkapp, sem Mennta- málaráS hefur lagt á aS hrúga út sem mestu lesmáli til sem flestra lesenda á sem skemmstum tíma án þess aS at- huga, hvort margar þessar bækur eiga nokkurt erindi til almennings. Menn geta tæpast varizt þeirri hugsun, aS þessi samkeppnisandi hafi haft miSur góS áhrif á útgáfuna. Nokkrar umbótatillögur AS lokum þykir mér ástæSa til aS drepa á nokkrar breytingar til umbóta á þessari útgáfustarfsemi. Mér finnst, aS meira mætti gefa út af jrumsömd- um frœðiritum um ýmis efni, þar sem svo mikill skortur er slíkra bóka á ís- lenzku, aS ekki má vanzalaust teljast. En burt meS þýSingarnar! MeS þessu ynnist þrennt: Ritin kæmu almenningi aS ólíkt betri notum, útgáfan styddi íslenzka fræSimenn og víSa yrSi fyllt auS skörS í menningu vora. Ég held því ekki fram, aS þýSingar á ýmsum öSrum bókum, ferSasögum, asvisögum, skáldritum o. fl., ættu aS falla niSur, en ég legg til, aS úr þeim verSi dregiS og miklu betur verSi vand- aS til bókavalsins en hingaS til. Þá er athugandi, hvort ekki sé tök á aS breyta útgáfunni á þann veg, aS menn Rœtu, a. m. k. aö einhverju leyti, val- io um rit, og sum þeirra fengjust viS hæfilegu verSi í lausasölu, t. d. ÞjóS- vinafélagsalmanakiS. Ég þykist hafa orSiS þess áskynja, aS þessi misheppn- aSa útgáfa hefur stuSlaS aS því, að koma inn hjá almenningi óvirðingu jyrir bókum. Þetta er skiljanlegt. Menn fá hauga af óinnbundnum ritum, en kæra sig ekki um mörg þeirra og líta aldrei í þau. Ég hef víSa séS rit Menn- ingarsjóSs sæta óvirSulegri meSferS en flestar aSrar bækur. Allmikil brögS eru aS því, aS menn tortími þeim eSa losi sig viS þær eins og hvert annaS rusl meS því aS gefa þær á tombólur og bögglauppboS. Fornbóksalar vilja þær ekki gefins, því aS engin eftirspum er eftir þeim. Ef hægt væri aS velja um rit, tækju menn þær bækur, sem þeir vildu eiga, og væri þá þessari hættu bægt frá aS mestu leyti. — Ef ætlunin er, aS rit þessi myndi heimilisbóka- safn, er ekki lítilsvert, aS þau séu yfir- leitt aSeins seld í bandi, svo aS þau varSveitist betur og séu til heimils- prýSi. — Meiri rækt þarf aS leggja viS aS vanda frágang og útlit sumra bók- anna, einkum þeirra, sem ætlaSar eru til skemmtilesturs. — Prófarkalestur sumra þessara rita, t. d. Uppreisnar- innar í eyðimörkinni, er ekki svo góS- ur sem skyldi. Eins og allir útgefend- ur vita, hefur þaS eitt fyrir sig mikil áhrif á vinsældir bóka, hvernig þær eru gefnar út. Kver eins og Ljó5 og sögur Jónasar Hallgrímssonar er langt frá því aS vera eigulegt. Um aldamót hefSu menn sjálfsagt ekki gert hærri kröfur til ytra sniSs útgáfunnar, en tímarnir eru breyttir. — Loks er aS sjálfsögSu nauSsynlegt aS gera breyt- ingar á starfsháttum og skipun MenntamálaráSs, ef útgáfustarfsemi þess á ekki aS fara meira og minna í handaskolum, eins og hingaS til. Þyrfti aS skipa sérstaka útgáfunefnd. Verk- efni MenntamálaráSs eru svo marg- þætt og ólík, kaup á listaverkum, út- hlutun styrkja til námsmanna, lista- manna og fræSimanna, umfangsmikil bókaútgáfa o. fl., aS sennilegt er, aS þeir fimm menn muni vandfundnir, sem hafa þekkingu til aS leysa öll þessi ólíku störf af hendi, svo aS vel fari. Símon Jóh. Ágústsson.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.