Helgafell - 01.12.1943, Qupperneq 54

Helgafell - 01.12.1943, Qupperneq 54
370 HELGAFELL leik hans í stað þess að leggja hann undir sig. Þessvegna hefur hann einnig m. a. getað leyft sér að sækja viðfangsefni sín til íslenzkrar náttúru, þrátt fyrir það, að ,,meistararnir“ hafi aldrei gefið sig við íslenzku landslagi, sem raunar gæti að einhverju leyti stafað af því, að þeir hafa aldrei hingað komið. V. Erlendir menn, sem leitað hafa Islands í málverkum listamanna vorra, hafa einatt þótzt finna þar staðfestingu á hugmyndum sínum um drunga, hrikaleik og auðn íslenzkrar náttúru. I myndum Gunnlaugs Blöndals hafa þeir aftur á móti kynnzt „átthögum norðursins“ frá þeirri hlið, er þeir áttu sízt von á, hinni björtu, heillandi dýrð sumarsins, móðu vordagsins, sem brotnar í þúsund ævintýralegum speglunum yfir ströndinni og sjónum, um- hverfi, sem raunar er eitt verðugt hinni sindrandi reisn tiginborins yndis- þokka, hinu „ljósa mani“, sem list hans hefur gert að persónugerfingi kven- legrar æsku Islands. — Rautt, grænt, gult og blátt, og þó sérstaklega gult og blátt, hafa orðið eftirlætislitir þessa listamanns, og satt er það, að stund- um hefur hann átt það til að sóa hinum björtustu tónum þeirra af gáskafullri bruðlunarsemi. 1 myndum hans frá síðari árum gætir þó meira hófs í þessum efnum, og samtímis því hefur bygging myndanna orðið sterkari og túlkun viðfangsefnanna djarfari og jafnvel ástríðufyllri. Ég minntist áðan á Jónas Hallgrímsson, og þá minnist ég þess um leið, að það hefur einhversstaðar verið komizt svo að orði um Gunnlaug Blöndal, að hann skipi samskonar sess meðal íslenzkra málara sem Jónas Hallgríms- son meðal íslenzkra skálda. Ljóðlist og málaralist eru að vísu ólíkrar teg- undar og hvorug verður túlkuð til fullnustu í öðru formi en sínu eigin, en mér er þó nær að halda, að talsvert sé til í þessu. Það er sama einlægni hjart- ans, sama saklausa hrifningin, sem talar til vor í máli Jónasar og hinum björtu, heillandi litum Gunnlaugs Blöndals. Og mér er ekki grunlaust um, að á sama hátt og vér öfundum samtíðarmenn Jónasar af því að hafa átt kynni af honum, verðum vér, sem nú lifum, einhverntíma öfundaðir af því að hafa orðið samferða Gunnlaugi Blöndal og þeim öðrum, sem hófu með svo glæsilegum hætti endurreisn íslenzkra lista á fyrsta þriðjungi tuttugustu ald- arinnar. Tómas GuSmundsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.