Helgafell - 01.04.1954, Page 84

Helgafell - 01.04.1954, Page 84
André Maurois: Bókmenntabréf frá París PINU sinni á ári, og þá í heila viku, ■*—' komast franskar bókmenntir á forsíður dagblaðanna. Síðasta mánn daginn í nóvember er Femina-verð- laununum úthlutað og viku síðar, fyrsta mánudaginn í desember, fer fram hátíðleg afhending Goncourt- verðlaunanna, en þetta eru viðburðir, sem nálgast frægustu veðreiðamót að fréttagildi. Sumir útgefendur hafa á sínum snærum mikinn fjölda af ung- um skáldsagnahöfundum, einungis í því skyni að missa síður af hinu gullna tækifæri; þeir líta hver annan hornauga og „ala upp“ skjólstæðinga sína á laun, nákvæmlega eins og eig- endur veðhlaupahestanna temja gæð- inga sína í kyrrþey undir næstu kappreiðar. En það er líka til mikils að vinna. Bækur þeirra höfunda, sem hreppa hnossið, eiga vísa gífurlega sölu, og skiptir þá satt að segja minna máli, hvort þær eru góðar eða ekki. Það eru sem sé þúsundir Frakka, sem aðeins kaupa tvær bækur á ári, Gon- court- og Femina-bækurnar. Ef mjög illa hefur tekizt til um valið, þá láta þeir bækurnar ólesnar, en þeir munu áreiðanlega kaupa verðlaunabækur næsta árs jafnt fyrir það. En úr því að Goncourt-verðlaunin .eru í slíkum metum, þá getur það að sjálfsögðu ekki komið til af öðru en því, að úthlutun þeirra hafi yfirleitt tekizt mjög vel. Árið 1953 fór veit- ing þeirra fram í fimmtugasta sinn og að því tilefni voru allir fyrrver- andi verðlaunahafar, sem til náðist, boðnir til mikillar veizlu. Tuttugu og sjö þeirra sóttu hófið. Þetta voru, að fáum einum undan teknum, mjög virðulegir og ágætir höfundar, og sumir þeirra heimsfrægir. Lárviðarskáld afmælisins, Pierre Gascar, sem annars er blaðamaður að atvinnu, mun áreiðanlega gera dóm- endum sínum sóma. Hann er fortaks- laust einn gáfaðasti skáldsagnahöf- undur ungu kynslóðarinnar. Stíll hans er uppgerðarlaus, orðknappur og magnþrunginn. Hann kann öll tök á hlutlausri frásögn og veit, hvernig hann á að hreyfa við djúpstæðum til- finningum án þess að gefast sjálfur sefasýki á vald. Viðfangsefni hans eru harmsár, en höfundurinn gætir hófstillingar í meðferð þeirra. Gascar hlaut verðlaunin fyrir tvær bækur. Önnur þeirra, Les bétes (Dýr- in), er safn kynlegra smásagna um hunda, hesta, villidýr — og menn. Þegar bókin var nýkomin út lét ég svo ummælt, að betri bók hefði ekki verið skrifuð, þeirar tegundar, síðan Kipling leið. Hin verðlaunabókin, Les temps des morts (Tími hinna dauðu), er byggð á persónulegum endur- minningum höfundarins frá þeim tíma, er hann sat í þýzkum fanga- búðum. Þar hafði hann það starf með höndum að vera grafari. Þrátt fynr mikinn einfaldleik í frásögninni veit
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.