Helgafell - 01.04.1954, Page 114

Helgafell - 01.04.1954, Page 114
112 HELGAFELL myndum íslenzku útgáfunnar og nokkrum að auki, sem Gunnar son- ur minn hefur gert síðan. Mér skilst að um líkt leyti verði haldin sýning á myndunum í Stokkhólmi. — Og Saga Borgarættarinnar nýt- ur alltaf sömu vinsælda í Danmörku? — Já, upplag hennar ætti næst að fara að nálgast hundrað þúsund. Hún kom þar síðast út 1950. Talið berkt að hinni stóru kvik- mynd af Borgarættinni, sem fyllti Nýja Bíó vikum saman í gamla daga og fólk þreyttist aldrei að sjá. Hún var tekin sumarið 1919 og var fyrsta kvikmyndin, sem gerð var hér á landi eftir skáldverki íslenzks höfundar. Höfundurinn fékk 5000 d. kr. fyrir kvikmyndaréttinn á sínum tíma, og þótti ofrausn. Nú kemur það upp úr dúrnum að öll eintök kvikmyndar- innar hafa gengið sér til húðar. — Og það er raunar skaði, segir Gunnar. Þetta var að vissu leyti heimildar- kvikmynd um fólk og húsakost gamla tímans. Við sóttum kirkjustaðinn Hof að Keldum á Rangárvöllum, en Borg var gamli bærinn í Reykholti. Upp- haflega var Sandfell í Öræfum á áætluninni, en það reyndist ógerlegt að koma heilum kvikmyndaleiðangri svo langa leið yfir erfið vötn og aðr- ar torfærur. — Mér er margt minnistætt úr þessum leiðangri, bætir Gunnar við. Allur farangur og allt fólk var flutt á hestum, en kvikmyndafólkið að sjálfsögðu óvant ferðalögum við slík skilyrði, og reyndar mesta mildi að ekki hlauzt slys af. Stundum lá við borð, að illa færi. Mér er sérstaklega í minni, þegar frú Sommerfeldt féll af baki á leiðinni yfir Kaldadal. Hún festist í ístaðinu og hesturinn dró hana á eftir sér, en grjóturð fram- undan. Einhverjir Danir ætluðu að ríða í veg fyrir hestinn, en það gerði illt verra. Samt tókst að stöðva hann áður en verra hlaust af. Frúin marð- ist dálítið og kom sér þá vel að ein af leikkonunum var hálfgerður nudd- læknir, enda náði hún sér þá brátt. Ég vík talinu að ýmsu kunnu fólki, sem komizt hafði inn í kvikmyndina sem aukaleikendur eða af tilviljun svo sem Gunku gömlu í Tjarnargöt- unni, Óskari Clausen o. fl. En í kvik- myndinni komu einnig fram nokkrir íslenzkir leikendur í stærri hlutverk- um, einkum Stefanía Guðmundsdótt- ir og Guðrún og Marta, Indriðadæt- ur, að ógleymdum Guðmundi Thor- steinson, sem lék eitt aðalhlutverkið, Ormar Örlygsson, — Sommerfeldt leikstjóra leizt ekki meir en svo á þá tillögu mína að trúa Guðmundi fyrir jafn erfiðu og vandasömu starfi. Muggur hafði aldrei komið nærri kvikmynd á ævi sinni. En hann var ekki búinn að vera lengi með leikurunum, þegar þeir sáu, að þetta var rétt ráðið. Muggur var mikill og fjölhæfur snillingur. Borgarættin skipaði Gunnari Gunn- arssyni kornungum á bekk með vin- sælustu skáldsagnahöfundum á Norð- urlöndum, en fyrsta bindi sögunnar kom út árið 1912. Ég hefði því talið sennilegt að höfundurinn teldi sig eiga þessu skáldverki mest að þakka, og nú legg ég fyrir hann mjög heimskulega spurningu: Hvaða skáld- verki þínu hefur þú mestar mætur á? — Því er ekki unnt að svara, segir Gunnar. Viðhorfin í þeim efnum breytast með aldrinum. Vikivaki ■ Svartfugl — Heiðaharmur — Fjall- kirkjan —? Nei, þeirri spurningu er ekki unnt að svara. — Ég get ekki sagt, að ég muni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.