Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 93

Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 93
LIST OG EFTIRLÍKING 91 fyrir efni og búningi, hvorttveggja gagntekur hann jafnt, form og efni er ein heild í vitund hans og verki. Hann er langt hafinn yfir gervilist áróðursmanns- ins og föndur formdútlarans. Hæpið er að tala um framfarir í list í sama skilningi og í tækm og vísind- um. Þar er framförin stöðug, alltaf bætist við þekkinguna og kunnáttuna og geta nútímamenn því leyst mörg viðfangsefni, sem voru fyrirrennurum þeirra ofraun. Listin er aftur á móti tjáning einstæðrar persónulegrar reynslu. Hún endurtekur sig aldrei, hún er sköpun andlegra verðmæta, sem ekki verða veg- in, mæld eða lögð saman eins og tölur. En tækninni má líkja við samlagningar- dálk, sem alltaf má lengja. í tækni er framförin ,,kumulatif“ og ,,kvantitatif“, eins og franski fagurfræðingurinn Raymond Bayer kemst að orði. Af þessari ástæðu er tiltölulega auðvelt að dæma um tækniframfarir. Þegar um list er að ræða, er þetta nær óendanlega miklu torveldara, því að hvert listaverk er einstæð sköpun, sem aldrei verður endurtekin, og fullkomin listaverk hafa ver- ið gerð á öllum öldum. Enginn getur lengur samið listaverk í sama anda og Islendingasögurnar, sem jafngilda þeim. Um grísku höggmyndalistina gegnir sama máli. Allar nútímastælingar á þessum verkum skortir frumleika og tján- ingarmátt hinna upprunalegu verka. í list er þróunin (évolution) eða fram- förin (progrés), ef ekki er villandi að nota hér þessi orð, ,,basés sur des ré- volutions ou sur des conversions de gout“, eins og Bayer orðar þetta, þ. e. komin undir breytingum á fegurðarmati eða hstasmekk manna. Tækninni hef- ur fleygt fram, en hafa samsvarandi framfarir orðið í list? Leiðir tækniþró- unin til hliðstæðra framfara í list? Eg held hvorki að svo þurfi að vera né heldur áð svo sé, og ástæðan til þess er sú, að list og tækni eru tvö störf ólík í innsta kjarna sínum. Án efa er listsköpunin, listtjáningin, starfsemi, sem stefnir að einhverju markmiði, en þetta markmið sér listamaðurinn ekki fyrirfram og þess vegna hefur hann ekki heldur ákveðin ráð til að ná því. Er honum í þessu efni ólíkt farið og tækninum, sem gerir sér skýra grein fyrir árangri þeim eða mark- miði, sem hann ætlar sér að ná, og vinnur verk sitt eftir nákvæmri fyrirfram gerðri áætlun. List er aldrei endurtekning, iðnaður eða tækni, heldur sköpun, uppfinning. Fegurðartjáning felur í sér „Zweckmássigkeit ohne Vorstellung eines Zwecks“, stefnu án skýrrar hugmyndar um markmiðið, eins og Kant komst að orði. I verkum stórskálda er engin tæknileg endurtekning. Hvert verk þeirra er einstæð, sjálfstæð sköpun. Þegar ljóðlind miðaldra skálds er þurrausin, er ástæðan til þess ekki sú, að það hafi glatað hagmælsku sinni né neinu því, sem kalla mætti tækni, heldur hin, að ímyndunaraflið hefur hrörnað, tilfinninga- ferskleikinn slævzt; hin skapandi skáldgáfa er þorrin. Ef list er ekki nein tegund tækni, getur hún ekki heldur verið eftirlíking, því að hún er eingöngu fólgin í kunnáttu og leikni, hún er ekki frumleg list-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.