Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 86

Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 86
84 HELGAFELL 8. Nefnd sú, er nú fjallar um nýja nafnalöggjöf, mun að sjálfsögðu kynna sér lög annarra þjóða um þessa hluti. Hér skal til íróð'leiks drepið á sumt í þeim. í Svíþjóð veitir sérstök nefnd leyfi til nafnbreytinga, og sér maður oft í blöðum skrár yfir ný ættarnöfn, sem hún hefur samþykkt. í Englandi og Bandaríkjunum má að lögum skíra hvaða nafni sem er, en enskur prestur getur þó neitað að skíra nafni, sem hann telur óhæft eða hneykslanlegt, af trúarlegum eða sið- ferðilegum ástæðum. í Frakklandi og Þýzkalandi eru til opinberar skrár yfir nöfn, sem skíra megi, og eru þær öðru hverju endurskoðaðar. Engin nöfn má í bækur færa nema þau séu í þessum skrám. , Venja mun helga í nálega öllum löndum, að niðji beri ættarnafn föð- ur, en t. d. í Englandi og Bandaríkj- unum er þetta ekki lögboðið. Má þar hver maður taka sér hvaða ættarnafn sem hann vill, og þarf hvorki form- legt leyfi né viðurkenningu yfirvalda til upptöku nýs ættamafns. Hins veg- ar geta menn fengið opinbera stað- festingu á nýju nafni ef þeir óska þess, og síðan auglýst í blöðum. I Frakk- landi og Þýzkalandi þarf leyfi yfir- valda til allra nafnbreytinga. I Skotlandi er algengt að jarðeig- endur bæti nafni jarðar sinnar við nafn sitt, og er þetta leyfi í sérstökum lögum frá 1672. 9. IMeginhugsun íslenzkrar nafnalög- gjafar ætti að vera sú sjálfsagða sann- girni og mannúð, að lofa þeim, sem það vilja, að ráða því sjálfir, hvað þeir heita — ef ekki brýtur því meir í bága við þjóðlegan smekk. Ef t. d. ómálga barn hefur verið skírt nafni úr erlendri reyfarasögu, sem er skoplegt á Islandi, eða ramm- hebresku nafni úr ritningunni, óvenju- legu og óviðkunnanlegu á Islandi, þá á að mega breyta því síðar. Og ef forfaðir minn í karllegg var útlenzk- ur, og hét t. d. Dupont, Bradley, Sohmidt, Furubotten, Petterson eða Hansen (sem allt eru ágæt nöfn á sómafólki, hvert í sínu landi), en ég vil heldur bera íslenzkt ættarnafn, þá á að leyfa það. Til álita kemur hvort ekki ætti að láta gera skrá yfir nöfn, sem leyft er að skíra — í því skyni að vernda böm í vöggu gegn ósmekklegri eða afkára- legri nafngift, sem talsvert er af á íslandi. Kunnugra er, en frá þurfi að segja, hve oftlega prestar komast í vanda, þegar þeir eru beðnir að skíra nöfnum, sem fráleit eru á íslandi, en kinoka sér hins vegar við að særa for- eldra með neitun. Væri prestastétt- inni vafalaust þökk á að geta í slíkum tilfellum skírskotað til löggiltrar skrár um leyfð nöfn. Slík skrá myndi líka vera vel þegin leiðbeining fyrir for- eldra, sem oft eru í vafa um hvert nafn skuli gefa bami — og yfirleitt ætti hún að geta stuðla'ð að því að gera nöfn landsbúa fjölbreytilegri og þjóðlegri. En eins og fyrr segir er nauðsyn að öll þessi mál séu að mestu leyti á valdi þar til skipaðrar nefndar, stofnunar eða stjórnardeildar — þangað til Akademían kemur, en þá yrði liún að sjálfsögðu æð'sti aðili um þessi efni, eins og allt annað sem varðar íslenzka tungu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.