Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Bændur í Vatnsdal stóðu í ströngu í gær ásamt 15 björgunarsveitar- mönnum við að smala og bjarga fé úr Sauðadal í Húnavatnshreppi. Um var að ræða fyrstu göngur í dalinn, en þær voru áætlaðar í fyrradag þegar óveðrið skall á. Að sögn Pét- urs Snæs Sæmundssonar, gangna- foringja og bónda í Brekkukoti í Vatnsdal, voru aðstæður mjög slæmar. Ekki var hægt að nýta hross við smölunina en þess í stað voru menn á dráttarvélum og vél- sleðum. Pétur sagði að þeir hefðu þurft að bjarga töluverðum fjölda fjár úr snjó og að féð hefði í upphafi dags verið mikið klambrað, en reksturinn hefði gengið betur þegar leið á daginn. Auk björgunarsveitarmanna voru 11 gangnamenn að störfum í Sauðadal. Gott veður létti undir við leitir Veðrið var gott allan tímann í gær sem létti mikið að sögn Péturs. Um 15 kindur fundust dauðar í fönn en Pétur taldi að þær væru þó fleiri. Hann taldi að þeir væru með rúm- lega þúsund fjár í safninu þegar hann var tekinn tali á sjöunda tím- anum í gærkvöldi og þá var um hálf- ur annar kílómetri eftir í réttirnar með féð. Hann sagði eitthvað af fé eftir en vonaðist til að það væru eng- in ósköp þar sem margt hefði þegar verið komið til byggða af sjálfs- dáðum fyrir óveðrið. Farið verður í eftirleit 23. september. Í Vatnsdalnum flæddi áin í fyrra- dag og í gærmorgun voru hross víða sem höfðu orðið innlyksa í hólmum og á hæstu punktum. Pétur sagði að flóðið hefði þá þegar verið töluvert sjatnað. Í fyrradag þurfti að bjarga bæði fé og hrossum úr flóðunum, en stíf norðanáttin heldur á móti út- rennsli árinnar með þessum afleið- ingum. 26 manns smöluðu Sauðadal við mjög erfiðar aðstæður Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Innlyksa Gríðarleg flóð voru í Vatnsdal í gær og fyrradag og í gærmorgun mátti sjá hross standa innlyksa á hæstu punktum á landi sem vanalega er þurrt.  Komu með um 1.000 fjár til byggða  Hross urðu innlyksa í flóðum í Vatnsdal Göngur í Sauðadal » 11 gangnamenn og 15 björg- unarsveitarmenn voru að störfum í Sauðadal í gær. » Þeir fundu um 15 dauðar kindur sem höfðu farist í krapa. » Þeir komu með um þúsund fjár til byggða eftir erfiðan dag. » Draga þurfti tugi fjár úr fönn og það var mjög klambrað. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Þetta er náttúrlega ólöglegt. Þetta er stundað eitthvað því miður og get- ur verið varasamt fyrir farþega. Þeir vita ekkert út í hvað þeir eru að fara,“ segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður Frama, félags bifreiðar- stjóra, um svartan leigubílaakstur. Hann segir að tilboð um svartan akstur komi gjarnan fram á haustin og auglýsingar séu jafnvel hengdar upp á veggjum skóla og víðar. Þá hafa slíkar auglýsingar sést í strætó- skýli í miðbænum. Ástgeir segir að það sé ekki aðeins spurning um verð heldur öryggi farþega að þeir taki löglega bíla með tilskilin leyfi. „Þú ert alltaf öruggari í merktum leigubíl sem segir þér að bílstjórinn hafi atvinnuleyfi. Það er nú betra að rekja það ef eitthvað kemur upp á en ef þetta er bara einhver maður úti í bæ,“ segir Ástgeir. Leigubílstjórar verði varir við svartan akstur en það sé þó erfitt að fylgjast með honum. Þá loði það við að þeir sem aki svart taki yfirleitt hærra gjald en leigubílarnir. „Það er engin ástæða fyrir fólk að taka þá. Það er enginn skortur á leigubílum.“ Að sögn Sigurðar Haukssonar, yfirmanns leyfisveitinga leigubíla hjá Vegagerðinni, er það klárt mál að öllum þeim sem stundi leiguakst- ur sé skylt að hafa til þess leyfi. Allt- af sé hins vegar orðrómur á kreiki um að menn séu leyfislausir að keyra í miðbænum um helgar. Ekki liggi þó fjársektir við því að keyra án leyfis. Vegagerðin hafi heimild til þess að skoða bíla og hvort þeir hafi tilskilin leyfi. Komi upp mál þar sem menn aki svart sé þeim yfirleitt vísað til lögreglu. Sigurður segir að í sumar hafi af og til verið skoðað hvort leigubílar við Keflavíkurflugvöll hafi sín leyfi í lagi og það hafi komið vel út. „Það eru alltaf einhverjir svartir sauðir alls staðar en það eru 95 ef ekki 99 prósent sem eru með allt sitt í lagi,“ segir hann. „Alltaf einhverj- ir svartir sauðir“  Ólöglegur akstur með leigubílum Morgunblaðið/Ómar Taxi Leyfi þarf fyrir leigubílaakstri. „Ég ákvað þetta fyrst og fremst þar sem það er ekki hægt að gera tvennt. Val- ið stendur á milli þingmennsk- unnar og fyrir- tækjareksturs. Ég ætla bara að snúa mér aftur að því sem ég var að gera fyrir 2009,“ segir Ásbjörn Óttarsson, þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvest- urkjördæmi, um þá ákvörðun sína að bjóða sig ekki aftur fram til þings í kosningunum næsta vor. Hann ætlar að snúa sér að því að reka útgerðarfyrirtæki sitt Nesver ehf. þegar kjörtímabilinu lýkur næsta vor en neitar því að neikvæð umræða um arð sem hann greiddi sér úr fyrirtækinu sem kom upp fyrir tveimur árum hafi haft áhrif á ákvörðun sína um að hætta á þingi. „Það hafa aðrir séð um rekst- urinn á meðan ég hef verið á þingi. Nú er komið að því að snúa sér aft- ur að því. Það er ekki hægt að leggja byrðarnar á aðra enda- laust,“ segir Ásbjörn. Hann segist þó ekki hættur öllum afskiptum af stjórnmálum og hann haldi áfram í flokkstarfi Sjálfstæð- isflokksins eins og hann hafi gert um langt árabil. Hann hafi hins vegar engar fyrirætlanir um að snúa sér að sveitarstjórnarmálum. Ákvörðun um hvernig verður valið á framboðslista flokksins verður ákveðin á aðalfundi kjör- dæmaráðsins hinn 13. október. kjartan@mbl.is Neikvæð umræða spilaði ekki inn í Ásbjörn Óttarsson Stjórn Kvenréttindafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hörmuð eru endurtekin brot ráðherra á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Furðar félagið sig á áhuga- og að- gerðaleysi sem virðist einkenna af- stöðu ríkistjórnarinnar til svo al- varlegra mála. „Að sumir ráðherrar megi stundum brjóta lög, grefur undan lýðræði í landinu og réttaröryggi og elur á almennu vantrausti í garð stjórnvalda.“ Harma endurtekin brot ráðherra Sigrún Inga kynnir nýju ABEILLE ROYALE kremlínuna sem hentar öllum konum yfir fertugt. Einnig kynnum við nýju Automatic shine varalitina og gefum 30% afslátt af öllum kinnalitum frá Guerlain. Glæsilegir kaupaukar. Verið velkomin. Sími 568 5170 Guerlain kynning í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ dagana 12.-14. september

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.