Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Íslendingar eru fyrir neðan meðaltal þegar kemur að samanburði þeirra sem lokið hafa framhaldsskóla- menntun meðal OECD-þjóða. Jafn- framt taka Íslendingar lengri tíma í að klára nám sitt en aðrar þjóðir og staða karla er umtalsvert verri en kvenna. Þetta kemur fram í skýrslu OECD, Education at glance. 67% lokið framhaldsskóla 33% Íslendinga eru einungis með grunnskólamenntun en einungis 8 þjóðir af 34 eru með hærra hlutfall. Fram kemur að 67% Íslendinga á aldrinum 25-64 ára hafa lokið fram- haldsskólamenntun og þar af 72% í yngsta aldursflokknum 25-34 ára en það er 10 prósentustigum lægra en meðaltal OECD. Jafnframt er aðeins ein þjóð sem er að meðaltali lengur að klára fram- haldsskóla- og háskólanám sitt eftir að það hefst. „Menn hafa velt því fyrir sér hvort þetta opna skólakerfi okkar ýti undir þessa þróun. Hér landi er nokkuð algengt að fólk hætti og byrji svo aftur í námi,“ seg- ir Þorgeir Ólafsson, upplýsinga- fulltrúi hjá menntamálaráðuneytinu. Bág staða karla Ef tölurnar eru skoðaðar eftir kyni kemur í ljós að 68% karlmanna á aldrinum 25-34 ára hafa lokið framhaldsskóla en 77% kvenna. Meðaltal karla í þessum aldursflokki er 12 stigum lægra en OECD-með- altalið en 6 stigum lægra hjá konum. Í skýrslunni segir. „Ef tekið er mið af þeirri þróun sem hefur orðið á undanförnum árum og áratugum má gera ráð fyrir því að konur eigi eftir að bæta menntunarstöðu sína á meðan að menntunarstaða karla stendur í stað eða batnar afar hægt.“ Þegar staða í háskólanámi er skoðuð kemur fram að brautskrán- ingarhlutfall í háskólum á Íslandi er 60% sem er það hæsta meðal aðild- arríkja OECD, og hefur hækkað úr 20% árið 1995. Mikill munur er á brautskráning- arhlutfalli eftir kynjum. Í háskólum á Íslandi er það 41% fyrir karla og 80% fyrir konur. Um 2/3 hlutar þeirra sem stunda háskólanám eru konur. Í skýrslunni segir jafnframt. „Ís- lendingar munu því eiga erfitt með að standast samanburð við þær þjóðir sem taka stórstígum framför- um við að bæta menntun þegna sinna, því aukning í menntun kvenna á Íslandi mun ekki duga ein og sér til að bæta menntunarstöðu þjóðar- innar á meðan menntunarstaða karla batnar ekki hraðar.“ Íslendingar lengur að ljúka námi en aðrir  Menntunarstaða batnar hægt vegna slæmrar stöðu karla Morgunblaðið/Styrmir Kári Frá skólasetningu Karlmenn hér á landi standa halloka þegar kemur að menntun í framhalds- og háskóla. Menntunarstig » Íslendingum gengur hægt að bæta menntunarstig í sam- anburði við aðrar OECD-þjóðir. » Sérstaklega er staða karla bágborin og er meðaltal þeirra sem útskrifast með háskóla- menntun 12 prósentustigum undir meðaltali OECD-þjóða. Það sem af er þessu ári hefur Íbúða- lánasjóður leyst til sín 544 eignir, þar af 444 frá einstaklingum sem nemur rétt um 0,9% af heildarfjölda veðsettra eigna einstaklinga. Allt ár- ið í fyrra leysti sjóðurinn til sín 692 eignir og árið 2010 voru þær 872. Ár- ið 2007 töldu þær 106. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu velferðarráðherra um stöðu ein- staklinga og fjölskyldna með tilliti til húsnæðisskulda og annarra skulda. Um síðustu mánaðamót nam heildarfjárhæð í vanskilum við Íbúðalánasjóð hjá einstaklingum 6.212 milljónum króna, rúmlega einn þriðji þeirrar upphæðar hefur verið í vanskilum í meira en 12 mánuði. Heildarfjöldi þeirra sem eru með meira en þriggja mánaða vanskil við sjóðinn er 4.128 lántakendur með lán á 4.033 eignum. 72 þúsund heimili með lán Fólk á um 75% heimila býr í eigin húsnæði samkvæmt skýrslunni. Í lok árs 2011 skulduðu ríflega 72 þús- und heimili í fasteign. Að sama skapi áttu tæplega 27 þúsund heimili fast- eign án þess að á hvíldi fasteignalán. Fjórðungur heimila býr í leigu- húsnæði og hefur hlutfallið aldrei verið jafn hátt. Félagslegar leigu- íbúðir sveitarfélaga voru 4.707 í árs- lok 2011, langflestar í Reykjavík eða 2.208 talsins. Félagslegar íbúðir með láni frá Íbúðalánasjóði eru um 6.300 talsins. Af þeim 870 eignum Íbúðalána- sjóðs sem voru í útleigu þann 31. ágúst 2012 leigir fyrri eigandi í 17% tilvika. Í 62% tilvika býr sá í íbúðinni sem áður leigði af gerðarþola og í 21% tilvika er önnur leiga fyrir hendi, ýmist almenn eða til leigu- félags, segir í skýrslunni. Hefur leyst til sín 544 eignir á árinu  Heildarfjárhæð vanskila einstak- linga við Íbúðalánasjóð er 6 milljarðar Morgunblaðið/Ómar Íbúðir Fólk á um 75% heimila býr í eigin húsnæði samkvæmt skýrslunni. Olíufélögin hækkuðu verð á bensíni í upphafi vikunnar. Verðið er nú 259,10 til 261,60 kr. á lítrann sam- kvæmt vefnum gsmbensin.is sem heldur utan um bensínverð. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneyt- is hjá N1, segir hækkunina núna stafa af hækkandi heimsmarkaðs- verði. Bensínverð hefur því hækkað um 15 krónur á lítrann frá því í júlí. „Hækkunin á þeim tíma er tilkomin vegna óvissu á fjármálamörkuðum sem leiðir til hækkandi heimsmark- aðsverðs,“ segir Magnús. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir að hækkunin nú komi ekki á óvart og heimsmarkaðsverð undanfarna tvo mánuði hafi hækkað töluvert. „Maí og júní voru áberandi úr takti miðað við meðalálagningu ol- íufélaganna að teknu tilliti til vísi- tölu. Álagning var í meðallagi í júlí en í ágúst og september hefur hún verið aðeins undir reiknaðri meðal- álagningu undanfarin misseri,“ segir Runólfur. Hann segir að ef álagning það sem af er ári sé skoðuð þá komi í ljós að hún sé aðeins meiri en á síð- asta ári, sé nú rúmlega 32,50 kr. að meðaltali á lítra. 2011 hafi hún verið 31,75 kr. og 2010, 30,75 kr. Runólfur segir álagningu undanfarin ár sam- bærilega við það sem hún var fyrir hrun. Smærri markaður „Þar með er ég ekki að segja að þetta sé einhver eðlileg álagning. Það er ljóst að álagningin hér er meiri en við þekkjum í nágranna- löndum okkar. Hinsvegar er mark- aðurinn hér smærri og á höfuð- borgarsvæðinu er töluverð offjár- festing í útsölustöðum,“ segir Run- ólfur. Algengt er að verð olíufélaganna sé mjög líkt og Runólfur segir að miðað við lögeyri þá kosti lítrinn mjög oft nánast það sama hjá olíufé- lögunum. „Ef við förum 2-3 ár aftur í tímann þá munaði nær aldrei minna en tveimur krónum á milli þjónustu- stöðva og sjálfsafgreiðslustöðva,“ segir Runólfur og tekur fram að samkeppnin nú felist töluvert í til- boðum og afsláttum. heimirs@mbl.is Bensínið hækkað um 15 krónur síðan í júlí  Óvissa á fjár- málamörkuðum ýt- ir undir hækkun Útsöluverð frá áramótum sjálfsafgreiðsla, 95 okt. bensín (í kr.) Heimild: FÍB Janúar 2012 Febrúar 2012 Mars 2012 Apríl 2012 Maí 2012 Júní 2012 Júlí 2012 Ágúst 2012 240,16 249,65 261,04 266,87 256,84 247,30 244,41 249,93 300 250 200 150 Sept. 2012 259,10 -261,60 Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins var í tvígang kall- að út um miðjan dag í gær. Í fyrra skiptið var það vegna elds í sinu á auðu svæði á milli Kjarrhólma og Smiðjuvegar í Kópavogi. Starfs- menn á nálægu verkstæði brugðust við með snarræði og höfðu slökkt eldinn að mestu þegar slökkviliðið bar að garði. Samkvæmt upplýs- ingum frá slökkviliðinu er líklegt að um íkveikju hafi verið að ræða. Skömmu síðar var slökkviliðið kallað út vegna elds í fólksbíl sem var á ferð um Krókháls í Reykjavík um fjögurleytið. Ökumaður tók eft- ir að reykur liðaðist undan vél- arhlífinni, ók til hliðar og nam stað- ar við nærliggjandi bifreiðaverk- stæði. Þar fékk hann aðstoð og þegar slökkviliðið kom á staðinn var nánast búið að slökkva eldinn. Engan sakaði, en bíllinn er nokkuð skemmdur. Eldar í sinu í Kópavogi og bíl í Reykjavík Skógarhlíð 18 sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • Haustferð fyrir eldri borgara til Kanarí 30. október í 23 nætur frá kr. 157.700 Heimsferðir bjóða einstakt tilboð í ferð fyrir eldri borgara í haust til Kanaríeyja. Við bjóðum fjölbreytt úrval gististaða. Haustið er svo sannarlega frábær tími á þessum einstaka áfangastað. Mikil dagskrá í boði í fylgd reyndra fararstjóra. Kr. 157.700 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Jardin del Atlantico í 23 nætur. Aukagjald fyrir allt innifalið kr. 60.700 kr. á mann. Sértilboð 30. október

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.