Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 CUBE REACTION GTC PRO Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell.Fox Evolu- tion 32 Float RL 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 11,1 kg. Listaverð: 399.990 kr. Tilboð: 299.990 kr. CARBON Listaverð: 455.990 kr. Tilboð: 341.990 kr. CARBON CUBE REACTION GTC RACE Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell. Rock shox Reba RL 100mm. Sram XO 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 10,4 kg. Listaverð: 525.990 kr. Tilboð: 394.990 kr. CARBON CUBE REACTION GTC SL Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell. Rock Shox SID RL 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 10,3 kg. Fjallahjóladagar -25% Meðan birgðir endast. Tri áskilur sér rétt til allra breytinga á verði. Hugsaðu þér, kæri lesandi, ef Þorsteinn Pálsson væri of- urbloggari ósáttur í garð gamla flokksins síns fyrir að fylgja ekki samþykktum lands- fundar. Þorsteinn bloggaði að fundur flokksráðs Sjálfstæð- isflokksins á helgum stað hefði ekki verið ályktunarhæfur sakir fámennis því svo margir flokksmenn hefðu verið farnir heim þegar gengið var til atkvæða auk þess sem almenn- ar umræður um Evrópumál hefðu ver- ið bannaðar. Hugsum okkur að Fréttablaðið tæki blogg Þorsteins upp í frétt og hefði eftir framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins að óvissa ríkti um ályktunarhæfi fundarins en atkvæði hefðu ekki verið talin! Um kvöldið hefði Stöð 2 tekið málið til umfjöllunar og rætt við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæð- isflokksins. Hann hefði hins vegar ekki verið spurður um blogg Þorsteins né ummæli framkvæmdastjórans heldur almennt spurður hvað honum fyndist um frétt Fréttablaðsins. Bjarni hefði farið á flug og úthúðað Fréttablaðinu sem ekki væri treyst- andi til þess að fjalla um málefni Sjálf- stæðisflokksins. Í kjölfarið hefði að- stoðarmaður Bjarna kallað Þorstein „fréttahvolp“ sem væri bara ómerkilegt nátt- tröll sem væri bara eft- irspurn eftir í Baugs- miðlum. Þú, kæri lesandi, hristir auðvitað hausinn yfir svona vitleysu; dómadagsvitleysu. Eng- inn sómakær fjölmiðill myndi láta hafa sig út í svona rugl. Svona hefðu bara áróðurssjoppur í gamla sovétinu unnið. Svona er RÚV í dag Þá myndi ég segja: En svona vinnur Ríkisútvarpið. Ef við aðeins breytum um nöfn þá sjáum við að svona frétta- mennska tíðkast á hinni svokölluðu fréttastofu RÚV sem hefur verið breytt í áróðurssjoppu fyrir pólitísk öfl. Ragnar Arnalds, fyrrverandi for- maður Alþýðubandalagsins, bloggaði að flokksráðsfundur Vg hefði ekki ver- ið ályktunarhæfur sakir fámennis og framkvæmdastjóri Vg kvað óvissu vissulega ríkja en atkvæði hefðu ekki verið talin! Áróðurssjoppan í Efstaleiti hljóp til Steingríms formanns Vg og spurði hvað honum fyndist um frétt Moggans en fjallaði ekki um efni málsins. Stein- grímur svívirti Moggann sem ekki væri treystandi til þess að fjalla um málefni Vg. Aðstoðarmaður Stein- gríms kallaði Ragnar „moggahvolp“ sem væri bara ómerkilegt nátttröll sem væri bara eftirspurn eftir í blaði allra útvegsmanna. Svona er Ísland í dag. Skussana verður að vernda Á þessum fjóshaug situr minn gamli vinur, Páll Magnússon, sem hefur hlaðið undir fréttastjóra sem ber ábyrgð á þessum ósköpum og hvers nýjasta útspil var að reka fréttaritara RÚV á Suðurlandi. Sá hefur verið of langt frá valdinu og því of sjálfstæður. Stjórnlyndi er fíkn líkt og alkóhólismi sem ágerist í réttu hlutfalli við drykkju. Mér er alger- lega óskiljanlegt að Palli vinur minn skuli láta svona tíðkast en Egill Helgason segir að það þurfi að vernda skussana. Það gerir RÚV fölskvalaust og geltir þegar kall berst: voff … voff. Já, svona er RÚV í dag. Ef Þorsteinn Pálsson væri ofurbloggari Eftir Hall Hallsson »Hvað ef Bjarni hefði úthúðað Frétta- blaðinu fyrir að flytja frétt um blogg Þor- steins Pálssonar og að- stoðarmaður hans upp- nefnt Þorstein „fréttahvolp“? Hallur Hallsson Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Kæri Guðbjartur. Í ljósi ákvörðunar þinnar um launahækk- un forstjóra Landspít- ala – háskólasjúkra- húss, sem þú tókst einn, bind ég miklar vonir við þig og þína stjórn- unarhætti. Augljóst er að nú eru nýir tímar og fólk mun fara að fá umbun fyrir störf sín og uppskera eins og það hefur sáð. Þúsundir hjúkrunarfræðinga fagna þessum tímamótum þar sem þeir hafa unnið ötullega síðustu miss- eri í kjölfar kreppu og stórfellds nið- urskurðar á heilbrigðisstofnunum. Stjórnendur hafa neyðst til að krefj- ast þess af hjúkrunarfræðingum að þeir vinni að minnsta kosti á við tvo með verri tækjakost, lakari aðstöðu og lengri vegalengdir á milli mismun- andi stiga heilbrigðisþjónustu. Þetta hefur stefnt öryggi skjólstæðinga heil- brigðiskerfisins í hættu. Í hvert sinn sem hjúkrunarfræðingar hafa orðað áhyggjur sínar af þessari þróun hefur svarið verið: „Það eru engir peningar til, því miður.“ Nú er aug- ljóst að að minnsta kosti 450 þúsund krónur á mánuði eru til og senni- lega meira, en hjúkr- unarfræðingar hafa hreinlega ekki farið rétt að þessu, að sjálfsögðu ættu þeir að lýsa þeir fyrir þér hversu ómissandi þeir eru, og ef það dugar ekki þá kannski sýna þér það. Nú veit ég ekki hvernig dæmigerð- ur dagur forstjóra Landspítala – há- skólasjúkrahúss gengur fyrir sig, sérstaklega þar sem það á und- arlegan hátt virðist ekki vera fullt starf, en ég veit það vel að það er ekk- ert til sem heitir dæmigerður dagur hjá hjúkrunarfræðingi í heilbrigð- isgeiranum í dag. Starf og ábyrgð hjúkrunarfræðings spannar mjög vítt svið; allt sem kemur að velferð og heilsu skjólstæðingsins. Það eru hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem eru viðstaddir allan sólarhring- inn til að sinna skjólstæðingum. Launin fyrir þessi störf eru þó ekki upp á marga fiska, en samt virðast þau vera hvað fyrirferðarmest í heil- brigðiskerfinu því helst virðist vera hægt að skera niður stöðugildi hjúkr- unarfræðinga. Ekki er langt síðan að flótti heil- brigðisstarfsmanna af landi brott var fyrirferðarmikill í fréttum. Þá taldi ráðherra enga þörf á áhyggjum eða viðbrögðum við því. Hefur ráðuneytið núna aðra skoðun á þessum flótta og mun það bregðast við með þessum hætti í framtíðinni? Munu kjör heil- brigðisstarfsmanna verða stórbætt vegna girnilegra atvinnutilboða er- lendis frá? Eða á þetta bara við um þennan eina mann? Hafa forstjórar annarra heilbrigð- isstofnana ekki staðið sig vel? Þeir, sem í mörgum tilfellum, hafa þurft að ganga í gegnum blóðugan niðurskurð með því að loka deildum, segja upp starfsfólki og þannig þurft að breyta allri starfsemi stofnananna til muna. Mega þeir þá eiga von á kjaraleiðrétt- ingu líka? Ég veit ekki hvernig forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss hef- ur staðið sig í starfi, en ég hef heyrt að biðlistar séu að lengjast, bið á bráðamóttöku sé yfirleitt í lengri kantinum og starfsfólkið sem sinnir sjúklingunum sé orðið langþreytt. En mér skilst á öllu að hann sé ómiss- andi. Mér er spurn: En við hin, erum við „missandi“? Opið bréf til Guðbjarts Hannessonar Eftir Guðrúnu Ösp Theodórsdóttur » Augljóst er að nú eru nýir tímar og fólk mun fara að fá umbun fyrir störf sín og uppskera eins og það hefur sáð. Guðrún Ösp Theodórsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Orkuveitur veita af- skaplega mikilvæga þjónustu til allra landsmanna bæði heimila og fyrirtækja. Þjónusta hjá þess- um fyrirtækjum er yfirleitt mjög góð. Þau hafa birgða- og þjónustustöðvar með þaulþjálfuðum og duglegum vinnuflokk- um dreift eftir starfsemi fyr- irtækjanna. Eitt er þó sem mörgum þess- arra fyrirtækja verður á og það er að passa að öryggisvaran geymist það vel að hún sé ávallt í besta mögulega ástandi. Það vill svo til að líklega er besta meðferð á öryggisvöru í veitukerfin líklega sú ódýrasta, þegar allt er tekið með. Ef orkuveita kaupir öryggisvöru fyrir veitukerfið þá getur enginn svarað því hvort varan verði notuð strax á fyrstu mánuðum eða eftir marga áratugi. Það er mjög algengt að örygg- isvara sé geymd utan dyra, óvarin fyrir vindi, vatni, seltu, sól, frosti, ákeyrslu tækja, mannlegri um- gengni – og mörgu fleiru. Sem dæmi get ég tekið tréstaur sem er geymdur liggjandi í stæðu, það myndast stundum „fúahreiður“ sem erf- itt getur verið að sjá og þá er línukerfið endurnýjað með gall- aðri vöru og líftími viðgerðarinnar er óþarflega skammur. Sambærilegar að- stæður má finna nán- ast í öllum veitukerf- um. En hvað er til ráða? Fyrir 18 árum lét Rarik byggja mjög ódýra, kalda en rakastýrða vöruskemmu fyrir hluta af vörum sínum og seinna eina aðra. Þessi geymsluaðferð er ekki vel þekkt hér á landi og margir telja að betra sé að hita vöruskemmur, en svo er alls ekki ef varan þolir frost. Þessa dagana er fremur stór bilun á rafveitukerfinu og þá eru menn að tína saman viðgerðarefni af útisvæðum þar sem varan hefur legið úti jafnvel áratugum saman. Það gefur auga leið að varan hef- ur misst hluta af líftíma sínum. Ég stóð fyrir byggingu húsanna hjá Rarik á sínum tíma og ég er alveg sannfærður um að sú bygg- ingaraðferð er mjög hagkvæm. Ég hef gert módel af byggingu fyrir stærstu orkufyrirtækin þar sem sýnd er umgengni og stöflun vör- unnar þar sem stafla má t.d. 40 tonna gámaeiningum beint af og á bíl inni í húsinu og stórum spennum, t.d. 150 tonn. Ég hef reynt að koma þessum hugmyndum á framfæri hjá nokkrum fyrirtækjum og for- ráðamenn vilja ekki skoða málin, því þeir telja sig vera að velja ódýustu aðferðirnar, annaðhvort sjálfir eða með verktaka í birgða- vörslu. Ef einhver ráðamaður hefur áhuga á að sjá módelið þá er það vel geymt á heimili mínu. Eftir Ármann Benediktsson » Sem dæmi get ég tekið tréstaur sem er geymdur liggjandi í stæðu, það myndast stundum „fúahreiður“ sem erfitt getur verið að sjá og þá er línukerfið endurnýjað með gallaðri vöru ... Ármann Benediktsson Höfundur er tæknifræðingur og er fyrrverandi birgðastjóri Rarik. Birgðahald orkuveitna Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtud. 6. sept. Spilað var á 10 borðum, meðalskor 216 stig. Árangur N-S Siguróli Jóhannss. - Oliver Kristóferss. 249 Ágúst Helgason - Haukur Harðars. 245 Ingibj. Stefánsd. - Margrét Margeirsd. 241 Björn Svavarss. - Jóhannes Guðmannss. 232 Árangur A-V Helgi Samúelsson - Sigurjón Helgason 261 Bergur Ingimundar - Axel Lárusson 259 Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónss. 247 Óli Gíslason - Oddur Jónsson 241 Tvímenningskeppni spiluð mánud. 10. sept.Spilað var á 10 borðum, meðalskor 216 stig. Árangur N-S Ingibj. Stefánsd. - Margrét Margeirsd. 267 Auðunn Guðmundss. - Björn Árnason 262 Ólafur Theodórs, - Björn Pétursson 251 Magnús Oddss. - Oliver Kristófersson 231 Árangur A-V Óli Gíslason - Oddur Halldórsson 267 Guðbjörn Axelsson - Oddur Jónsson 245 Bergur Ingimundar - Axel Lárusson 241 Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónss.231 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.