Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 ✝ Elinór HörðurMar fæddist í Reykjavík 30. nóv- ember 1950. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 22. október 2012. Foreldrar hans eru Alda Sigurrós Júlíusdóttir f. 26.8. 1928 og Ósk- ar Árni Mar f. 29.3. 1930. Upp- eldisfaðir Jón Einarsson f. 20.11. 1923, d. 5.11. 2006. Systkini Harðar sammæðra a) Gunnar Magnús Einarsson f. 29.2. 1948, maki Ingibjörg Sigríður Guðmundsdóttir f. 13.5. 1949, þau eiga tvær dæt- ur og fimm barnabörn. b) Bjarni Kjartan Kjartansson f. 7.8. 1952, d. 30.10. 1963. c) Kristín Alda Kjartansdóttir f. 23.11. 1954, maki Rafn Jóns- son f. 17.11. 1957, þau eiga tvær dætur og einnig átti Kristín tvö börn áður og eiga þau þrjú barnabörn. Börn Óskars og konu hans, Vilborg- ar Guðrúnar Sigurðardóttur, f. 2.6. 1931 eru a) Jóhanna Mar Óskarsdóttir f. 22.1. 1955, maki Hlöðver Bergmundsson f. 17.2. 1954, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. b) Sig- urður Mar Óskarsson f. 25.3. 1956, maki Guðný Ragnheiður Hólmgeirsdóttir f. 9.9. 1957, störfum, var m.a. ritari frá 1984-2000. Hann sat í stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Bakka- og Stekkjahverfi í tíu ár og hafði verið flokksbundinn þar í yfir 20 ár. Hann starfaði með JC hreyfingunni í mörg ár, í Kiwanisklúbbnun Elliða frá október 1987 til æviloka. Þar tók hann að sér ýmis embætt- isstörf, sat bæði í stjórn og nefndum. Árið 2012 var hann kosinn svæðisstjóri Freyju- svæðis og voru hans síðustu embættisverk að setja inn nýj- ar stjórnir í embætti. Allt starf innan Kiwanis var hon- um hjartfólgið og vildi hann stefna fram á við og efla og bæta hreyfinguna. Er þetta einungis brot af því sem hann tók sér fyrir hendur. Hörður hafði alla tíð mjög gaman af bílum, bæði nýjum og gömlum. Einnig var hann alltaf með myndavélina með sér og tók ófáar myndir af því sem vakti áhuga hans. Hörður og Þórhalla áttu sumarbú- staðaland sem þau kölluðu Lautina sína. Þar áttu þau margar góðar stundir saman úti í náttúrunni við að gróð- ursetja tré, slétta grasflöt, tína ber og margt fleira. Eftir að Þórhalla lést hefur Hörður farið oft í Lautina og haldið áfram með það góða starf sem þar var. Útför Harðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 2. nóv- ember 2012, og hefst athöfnin kl 13. þau eiga fjögur börn og þrjú barnabörn. Hörður giftist 26. desember 1976 Þórhöllu Eggerts- dóttur f. 29.1. 1948, d. 2.8. 2005. Þau áttu þrjú börn 1) Árni Egg- ert f. 4.2. 1978, hann á tvær dæt- ur, Snædísi Birnu f. 14.2. 2001 og Elísabetu Þór- höllu f. 21.9. 2006. 2) Elinóra Ósk f. 10.9. 1979, í sambúð með Gunnari Valgeirssyni f. 25.9. 1968, þau eiga þrjá syni, Hákon f. 13.7. 2005, Þórhall f. 29.9. 2006 og Leif f. 22.6. 2011. 3) Halldór Þór f. 4.2. 1983. Hörður ólst upp að mestu í Reykjavík. Byrjaði að vinna hjá Reykjavíkurborg 15-16 ára og vann þar nánast alla tíð. Byrjaði þar sem almennur verkamaður en vann sig upp, varð flokksstjóri á hverf- isstöð, aðstoðarverkstjóri og verkstjóri framkvæmda. Ásamt mörgu öðru. Hörður var mikil félagsvera. Hann var í hinum ýmsu fé- lagasamtökum og sinnti þar trúnaðarstörfum af mikilli ræktarsemi. Hann var í Verk- stjórafélagi Reykjavíkur í mörg ár og sinnti þar ýmsum Kveðja frá mömmu. Þú, sem eldinn átt í hjarta – óhikandi og djarfur gengur út í myrkrið ægisvarta eins og hetja og góður drengur. – Alltaf leggur bjarmann bjarta af brautryðjandans helgu glóð; á undan ferðu og treður slóð. Þeir kunna ekki um kulda að kvarta, sem kunna öll sín sólarljóð. Þú ert kóngur lista og ljóða, lífsins svanur ódauðlegi, syngur um hið göfga og góða, gerir nótt að björtum degi, hefur grátnum gleði að bjóða, gullið þeim, sem byrði ber, bendir þeim sem villtur fer. Óskasteina allra þjóða áttu falda í brjósti þér. Þú átt lönd til ystu ósa, elfur, fossa og hæstu tinda. Þú átt eldfjöll öll, sem gjósa, ofurmætti hafs og vinda, angan hinna rauðu rósa, regns og sólar gróðrarmátt, hamingjunnar hjartaslátt, hugsjónanna andardrátt, draumanætur, daga ljósa, djúpsins gull og loftið blátt. Þú, sem eldinn átt í hjarta, yljar, lýsir, þó þú deyir. Vald þitt eykst og vonir skarta, verk þín tala, þótt þú þegir. Alltaf sjá menn bjarmann bjarta blika gegnum húmsins tjöld. Eldurinn hefur æðstu völd; uppskera hans er þúsundföld. Mannssálin og myrkrið svarta mundu án hans dauðaköld. (Davíð Stefánsson.) Alda Sigurrós Júlíusdóttir. Jæja, pabbi minn. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég fer að hugsa til baka um það sem við gerðum saman og allt það sem þú gerðir fyrir mig og okkur fjölskylduna. Þú varst alltaf tilbúinn að sendast eitthvað í Reykjavík og annað- hvort koma með það sjálfur eða koma því strax í póst. Stund- irnar í Lautinni t.d. þegar við vorum að moka skurðina fyrir vatnið og rafmagnið, líka þegar við vorum að þökuleggja gras- flötinn. Þessar stundir sem við vorum öll saman systkinin og þið mamma eru góðar minning- ar. Við hittumst síðast í Lautinni í haust þegar við fjölskyldan komum til að tína ber hjá þér, þá tókum við líka upp rabarbar- ann og strákarnir mínir voru svo duglegir að tína að við höfðum ekki undan að setja í poka. Þá gengum við um svæð- ið og þú talaðir um allt sem þú ætlaðir að gera, vonandi stönd- um við okkur og náum að gera eitthvað fyrir Lautina ykkar. Í síðustu ferðinni sem þú komst austur til okkar voru Árni, Halldór, Snædís og El- ísabet með í för við vorum að halda upp á afmæli Þórhalls og Elísabetar sem voru nýlega orðin 6 ára. Það er gott hafa átt þessa daga saman en líka sárt að það skuli vera síðasta stund- in okkar. Vonandi líður þér vel núna með mömmu og þið pass- ið upp á okkur öll. Minning- arnar um ykkur mun ég geyma í hjarta mínu alla tíð. Þín, Elinóra. Hörður Mar gerðist fé- lagsmaður í Verkstjórafélagi Reykjavíkur 1971, sem síðan varð Brú félag stjórnenda. Hörður sat í stjórn Verkstjór- afélags Reykjavíkur sem ritari frá 1984-2000. Hörður gegndi mörgum trúnaðarstörfum í Verkstjórafélagi Reykjavíkur og meðal þeirra helstu eru; í Trúnaðarráði frá árinu 1982 til dauðadags, fulltrúi stjórnar í vinnudeilusjóði, varamaður í baknefnd, umsjón með sölu á Skipholti 3 árið 1995 og síðan kaupum á Skipholti 50d, 1995- 96. Varamaður í úthlutunar- nefnd atvinnuleysisbóta 1985- 87. Í úthlutunarnefnd atvinnu- leysisbóta 1987-89. Formaður úthlutunarnefndar atvinnuleys- isbóta 1989-97, sat í stjórn sum- arbústaðafélagsins í landi Indr- iðastaða í Skorradal 1987-2001, sem skoðunarmaður reikninga Hitaveitu í Skorradal árin 1996- 2001, sat í afmælisnefnd vegna 70 og 80 ára afmælis VFR árið 1989 og 1999. Hann var þing- forseti á 26. þingi Verkstjóra- sambands Íslands 1995 og á aukaþingi þess, sama ár. Hörður sat í stjórn Verkstjórastambands Íslands sem ritari árin 1997-2001, í menntunarsjóði 1997-2001 og í hússtjórn í Skipholti 50d 1996, 1999 og 2000. Brú, félag stjórenda, vill þakka Herði Mar fyrir óeigin- gjarnt starf í þágu félagsmála. Fyrir hönd stjórnar Brúar, félags stjórnenda, vil ég senda aðstandendum Harðar Marar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Skúli Sigurðsson, formaður Brúar, félags stjórnenda í Reykjavík. Elinór Hörður Mar hóf störf hjá Reykjavíkurborg fyrir 45 árum. Á svo mörgum árum stundaði hann ýmis störf eins og verkeft- irlit, verkstjórn, umsjón með hitakerfum borgarinnar og nú síðustu ár vann hann við faglegt eftirlit á endurnýjun lagna í borginni. Elínór Hörður Mar vann verk sín samviskusamlega og reyndi þar oft á staðfestu og færni og skilaði hann verkum sínum með miklum ágætum. Hann hafði mikla verkþekk- ingu og er mikill missir að slík- um starfsmanni. Við leiðarlok þökkum við samstarfsmenn góðum dreng fyrir gifturíkt og gott samstarf og sendum fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur. Þorsteinn Birgisson. Elinór Hörður Mar HINSTA KVEÐJA Elsku afi, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Það var gaman að fara með þér í bíltúr, sér- staklega inn í afrétt að keyra í vatninu. Þínir afastrákar, Hákon, Þórhallur og Leifur. Bekkjarsystir okkar Jóhanna Björnsdóttir hefur kvatt okkur. Hún lést á kabbameinsdeild Landspítalans 8. október eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Æska og unglingsár Jóhönnu var mjög frábrugðin því sem við hinar vorum vanar. Hún var einkabarn nokkuð aldr- aðra foreldra sem voru landnem- ar í Kópavoginum. Þau höfðu Jóhanna Björnsdóttir ✝ JóhannaBjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 20. september 1929. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. október 2012. Útför Jóhönnu fór fram í kyrrþey. fengið landareign austast við endann á Álfhólsveginum. Þar bjuggu þau litlu búi með eina kú og hænsni og að mig minnir nokkrar kindur að ógleymd- um hundinum Laxa. Til að komast í skólann þurfti Jó- hanna að ganga nið- ur holtið í gegnum Blesugrófina og að rafstöðinni við Elliðaár til að ná í stræt- isvagn sem fór í gegnum Soga- mýrina og inn í Reykjavík og var kominn á Lækjartorg nægi- lega snemma til að koma á rétt- um tíma í skólann. Á þessum ár- um voru fjölskyldubílar óþekktir. Börn voru ekki keyrð í skólann. Þessi morgunganga Jó- hönnu mun hafa verið minnst hálftíma ganga. Einnig gat hún gengið allan Álfhólsveginn út á Hafnarfjarðarveg og tekið þar strætó, en það var ennþá lengra. Álfhólsvegurinn var þá bara hrjóstrug moldargata, örfá hús, sem aðallega voru sumarbústað- ir og engin götuljós. Þrautseigja Jóhönnu kom því snemma í ljós, en þetta var ekkert nýtt fyrir henni þegar hún kom í Kvenna- skólann því þetta hafði hún líka gert alla barnaskólagönguna. Eftir útskrift í Kvennaskól- anum vorið 1948 fór hún að vinna á Hagstofu Íslands. Þar hafði hún með höndum að taka á móti skýrslum presta og alla skrásetningu, sem því fylgir. Þá vaknaði áhugi hennar fyrir því að taka myndir af kirkjum á ferðum sínum um landið og mun henni hafa tekist að mynda allar kirkjur landsins og eru þar því ómetanlegar hjeimildir sem þarf að varðveita. Jóhanna giftist Óskari Hanni- balssyni strætisvagnabílstjóra og saman byggðu þau fallegt hús í landi foreldra Jóhönnu. Þau áttu fimm börn; Magnús, hann lést ungur af slysförum, Guð- rúnu Hönnu, Salbjörgu (lést 2008 af krabbameini), Hörð og Bryndísi. Þau ræktuðu kartöflur og grænmeti og byggðu góða kart- öflugeymslu, sem fleiri fengu að nota með þeim. Jóhanna hafði yndi af bókum, sem varðaði þjóðlegan fróðleik, hún lærði að binda inn bækur og átti því mjög fallegt bókasafn. Hún var á seinni árum eftir að hún hætti vinnu á Hagstofunni mjög dugleg við gagnasöfnun. Hún hafði áhuga fyrir ættfræði og leitaði fanga á Þjóðskjala- safni. Salbjörg dóttir hennar hafði verið mjög dugleg að skrifa niður ýmislegt og Jó- hanna fór að vinna við að koma því öllu í tölvutækt form. Með þeirri elju og dugnaði sem ein- kenndi Jóhönnu hefur hún kom- ið miklu í verk. Jóhanna var seintekin en hún reyndist „vinur vina sinna“ eins og oft var sagt. Kveðja frá bekkjarsystrum hennar. Dóra Jónsdóttir. ✝ Hugheilar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR JÓNSDÓTTUR, Kotlaugum. Kristmundur Sigurðsson, Sigrún Guðlaugsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Sigrún Einarsdóttir, barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS DYRSET tannlæknis, Efstalandi 18, Sérstakar þakkir til starfsfólks á E-gangi í Sóltúni fyrir alúð og virðingu í veikindum hans. Silvía Garðarsdóttir, Margrét Þóra Gunnarsdóttir, Örnólfur Thorsson, Anna Vilborg Dyrset, Halldór Guðmundsson, Sif Úlfarsdóttir, Leo Jóhannsson, Garðar Örn Úlfarsson, Lena Helgadóttir, barnabörn og langafabörn. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir og bróðir, ÓLAFUR FELIX HARALDSSON, Mýrum 10, Patreksfirði, sem lést af slysförum laugardaginn 20. október, verður jarðsunginn frá Patreks- fjarðarkirkju laugardaginn 3. nóvember kl. 14.00. Björg Sæmundsdóttir, Alexandra Hólm Felixdóttir, Ísak Már Símonarson, Melkorka Marsibil Felixdóttir, Ásþór Elvarsson, Guðbjartur Ingi Felixson, Sædís Eiríksdóttir, Davíð Þ. Valgeirsson, Davíð Jónsson, Stefán Dagur Jónsson og systkini hins látna. ✝ Ég þakka auðsýnda samúð við fráfall systur minnar, SIGRÍÐAR ÁSU TRAUSTADÓTTUR WINTHER, Færeyjum, sem lést miðvikudaginn 3. október í Þórshöfn, Færeyjum. Fyrir hönd annarra vandamanna, Jóhanna Traustadóttir. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SNORRA JÓNSSONAR, Grundarlandi 17. Sérstakar þakkir til starfsfólks sambýlisins að Grundarlandi 17 fyrir sérlega góða umönnun á liðnum árum. Dollý Nielsen, Pétur Sveinsson, Stella Leifsdóttir, Davíð Ingibjartsson og aðrir aðstandendur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minning- argreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.