Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Gleraugnaverslunin Linsan við Aðalstræti hlaut í gær verðlaun fyrir fegursta jólaglugga mið- borgarinnar 2012 en hönnuðurinn hefur frá upp- hafi verið danska listakonan Brigitte Lútersson. Jón Gnarr borgarstjóri afhenti verðlaunin í beinni útsendingu á Rás 2 úr eldhúsi Íslandsstofu í Jólabænum á Ingólfstorgi en jafnframt var til- kynnt hverjir hefðu borið sigur úr býtum í jóla- vættaratleik Reykjavíkur. Verðlaun afhent í beinni útvarpsútsendingu í Jólabænum á Ingólfstorgi Morgunblaðið/Styrmir Kári Linsan er með fegursta jólaglugga miðborgarinnar Skúli Hansen skulih@mbl.is Formenn flokkanna funduðu í gær með nefnd sem falið var að leggja mat á núverandi áætlun um losun fjármagnshafta, framvindu hennar og eftir atvikum koma með ábendingar eða tillögur. Nefndin telur m.a. að þörf sé á samstilltu átaki á vettvangi stjórnmálanna. Í bréfi sem hún ritaði er lýst yfir áhyggjum af því að tveir af föllnu viðskiptabönkunum stefna að frágangi nauða- samninga og skipulagðri útgreiðslu til kröfuhafa úr þrotabúunum í kjölfarið. Þá er það skoðun nefndarmanna að við þessar aðstæður sé rétt að bíða átekta og meta stöðuna ítarlega áður en slíkum nauðasamningum er veitt brautargengi. „Þetta var í fyrsta lagi mjög gagnlegur fundur og það var mjög vel tekið í þeirra niðurstöðu í þessu bréfi til okkar,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon atvinnuvegaráðherra, spurður út í fund- inn. Að sögn Steingríms var góð samstaða um það á fundinum að þær áherslur sem þarna kæmu fram væru skynsamlegar og sömuleiðis full samstaða um að fara að þessum ráðum nefndarinnar. „Það er gríðarlega stórt mál að okkur takist vel til að stíga hvert og eitt skref yfirvegað þannig að ekkert gerist í þessu ferli sem raski stöðugleika,“ segir Steingrímur. Spurður út í næstu skref segir Steingrímur: „Nú verður tím- inn þangað til að þingið kemur saman aftur not- aður til að fara yfir það sem snýr að lagabreyt- ingum og starfið heldur auðvitað áfram, þessi frekari kortlagning og greining á þessu, það eru auðvitað margir aðilar sem koma að þessu og þurfa að leggja í púkkið og það verður reynt að halda áfram víðtæku samráði um þetta.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði spurður út í fund- inn að hann hefði gengið mjög vel. „Menn voru held ég almennt ánægðir með vinnu nefndarinn- ar og ég talaði um að það væri gott að hún hefði verið jafn afdráttarlaus og hún var í tilmælum sínum, enda virtist vera fullt tilefni til þess og margir sem nefndu það líka að það væri heppi- legt að um þetta ríkti samstaða allra flokka vegna þess að það þyrfti að vera hægt að marka stefnu þó að það yrðu kosningar eða ríkisstjórn- arskipti.“ Vilja ótímabundin höft  Steingrímur J. segir mikla samstöðu hafa verið á fundi formanna flokkanna  Sigmundur Davíð: „Heppilegt að um þetta ríkti samstaða allra flokka“ Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Formenn stjórnmálaflokkanna og gjald- eyrisnefnd hittust á fundi í gær. Djúpið, kvik- mynd Baltasars Kormáks, er komin í hóp níu kvikmynda sem eiga möguleika á því að verða til- nefndar til Ósk- arsverðlauna í flokknum bestu erlendu kvik- myndir ársins 2012. Í janúar verða svo fimm kvikmyndir af þessum níu valdar til að keppa um verð- launin. „Þetta er frábært bara, stórkostlegt,“ sagði Baltasar Kor- mákur í samtali við mbl.is í gær. Hann segir þetta mikinn heiður enda samkeppnin hörð. „Það má ekki gleyma því að það var 71 mynd þarna inni og þær voru valdar úr þúsundum mynda.“ Börn náttúrunnar hlaut tilnefn- ingu árið 1992 í flokknum besta er- lenda kvikmyndin. Þá hlaut Síðasti bærinn tilnefningu til Ósk- arsverðlauna í flokki leikinna stuttmynda árið 2006. Djúpið meðal níu kvikmynda sem bítast um Óskarinn Baltasar Kormákur „Það var ótrúlegt fjör í þingsaln- um áðan, ég hef nú aldrei upp- lifað annað eins. Þegar stjórnin sá að hún var ekki í meirihluta í bleiumáli þá var beðið á meðan þau æddu um húsið að leita að fleira fólki og ráðherrarnir, Jó- hanna sérstaklega, hlupu um salinn til að tukta fólk til,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, við blaðamann í gær og lýsti þar andrúmsloftinu í þingsal þegar breytingatillögur þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Eyglóar Harðardóttur við frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjár- málum, svokallaðan bandorm, voru samþykktar. Tillögurnar sneru að því að lækka virð- isaukaskatt og tollflokk á smokka og margnota bleiur. Ótrúlegt fjör í þingsalnum LÆGRI SKATTUR Á SMOKKA OG BLEIUR Fallegar gjafir fyrir ástina þína. Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PIPA R\TBW A • SÍA • 123272 Gefðu persónulega jólagjöf í ár www.jonogoskar.is Öll félög um rekstur tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu hafa verið sameinuð í eitt sem ber nafnið Harpa og verður opinbert hlutafélag. Þetta telst stór áfangi í því ferli að gera rekstur hússins skilvirkari og mark- vissari. Haldinn var hluthafafundur í Austurhöfn, yfirfélagi Hörpu, á fimmtudaginn og var það jafnframt fyrsti fundur eigendanefndar húss- ins, en það er sem kunnugt er í eigu ríkisins (54%) og Reykjavíkurborgar (46%). Á fundinum var samþykkt eigendastefna fyrir Hörpu og jafn- framt var ákveðið að hefja samruna Austurhafnar og Hörpu, að undan- skildu lóðafélaginu Sítusi, sem verð- ur sjálfstætt og mun heyra beint undir ríki og borg. Þegar því sam- runaferli lýkur í lok janúar hafa öll félögin um Hörpu verið sameinuð í eitt. Í tilkynningu frá Reykjavíkur- borg segir að allir fundarmenn hafi lýst mikilli ánægju með þennan áfanga og samþykkt jafnframt starfsreglur fyrir stjórn Hörpu, svo allir ferlar mættu vera sem skýrast- ir. Nýja stjórn Hörpu skipa Helga Jónsdóttir, formaður, Haraldur Flosi Tryggvason, varaformaður, Pétur Ásgeirsson, Helga Margrét Reykdal, Kjartan Örn Ólafsson, Þór- unn Sigurðardóttir og Svanhildur Konráðsdóttir. Forstjóri Hörpu er Halldór Guðmundsson. Félög Hörpu sameinuð í eitt  Gerir rekstur hússins skilvirkari og markvissari Morgunblaðið/Júlíus Harpa Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er nú rekið undir einu félagi. Leit að strokufanganum Matthíasi Mána Erlingssyni hefur ekki borið árangur. Leit var haldið áfram í gær og m.a. gerð ítarleg leit með hjálp leitarhunds inni á Litla-Hrauni en engar nýjar vísbendingar fundust. Fanginn ófundinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.