Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 Þegar útlendingur, semenginn veit nein deili á,kemur inn í líf stór-fjölskyldu í Reykjavík breytist allt. Sannleikur, sem eng- inn hefur viljað horfast í augu við, gamlar syndir sem enginn við- urkenndi, brestir og breyskleiki sem litið var fram hjá; í gegnum linsu myndavélar útlendingsins verður þetta allt svo greinilegt og sýnilegt. Og hvað gerir fólk þá? Í Kantötu Kristínar Marju Baldursdóttur greinir frá hópi fólks, stór- fjölskyldu. Þau eru kynnt til sögunnar hvert og eitt í einu. Nanna og Gylfi eru miðpunkturinn í fjölskyldulífinu, eiga einkadótturina Sennu. Þau er gott að sækja heim og leita til. Hótelstjórinn Gylfi sér um að eng- an skorti vinnu og Nanna hlúir að gróðri og fólki. Bókhaldarinn Finnur, sem er bróðir Gylfa, hýsir Dúa, sérlundaðan systurson þeirra. Hálfbróðir þeirra Finns og Gylfa, hinn fjöllyndi Hjálmar, sem er virtur og vinsæll leikari, neyðist til að búa með Ingdísi, dyntóttri og dramatískri móður sinni, sem er ein skemmtilegasta og ófyr- irleitnasta sögupersóna síðari tíma. Hér segir frá fólki sem hefur komið sér ágætlega fyrir, nýtur ferðalaga, góðra máltíða og drykkja. Það er býsna gaman að lesa um þetta fólk. Ágreiningur eins og gengur og gerist og kannski smáöfundsýki út í þá sem betur gengur í lífinu. Yfirborðið þó nokkuð slétt og fellt. En ljósmyndarinn útlendi kem- ur öllu á annan endann og sviptir ábreiðunni af glansmyndinni af ís- lensku millistéttarfjölskyldunni. Fólk elskar á laun og er elskað á laun, augasteinninn Senna hatar foreldra sína, sem vilja allt fyrir hana gera, og stórfé er skotið blygðunarlaust undan. Á sama tíma fer garður Nönnu úr bönd- unum, greinar trjánna teygja sig í allar áttir og hún missir yfirsýn yfir það sem hún gjörþekkti áður. Hvernig endar þetta allt saman? Því er erfitt að svara, þar sem les- andinn er skilinn svolítið eftir í lausu lofti. Kannski er það bara eins og lífið sjálft, það komast ekki lyktir á öll mál, síður en svo, en sögunni lýkur helst til skyndilega. Textinn er feiknavel skrifaður, persónur lifandi, þó dregnar mis- sterkum dráttum. Umhverfið áhugavert og landið og náttúran spilar hér stórt hlutverk, eins og oft áður í bókum Kristínar Marju. Nafn bókarinnar, Kantata, gæti þýtt margt. Er verið að vísa til tónlistaráhuga sumra persónanna eða er verið að líkja lífinu við tón- verk? Eða er nafnið kannski til- komið vegna þeirrar áráttu sums fólks að vilja spila með aðra? Á bak við glansmyndina Skáldsaga Kantata mn Eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. JPV-útgáfa, 2012. 314 bls. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Einar Falur Kristín Marja „Textinn er feiknavel skrifaður, persónur lifandi…“ Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Segja má að nafnið á fyrstu ljóðabók minni hafi komið þessu öllu af stað og markað þá stefnu að ljóðabækur mín- ar koma alltaf í þrennum,“ segir Sig- urður Pálsson og vísar þar til ljóða- bókarinnar Ljóð vega salt, frá árinu 1975. Síðan hefur hann sent frá sér fjórtán ljóðabækur og þrjú ljóðasöfn sem öll fela í sér orðaleiki þar sem fyrsta orðið er ljóð. Þetta eru ljóð- vega-bækurnar, ljóðnámu-bækur, ljóðlínu-bækur, ljóðtíma-bækur og nú seinast ljóðorku-bækur en nýjasta bókin í þeim flokki er Ljóðorkulind. Aðspurður segir Sigurður að bæk- urnar í hverri þrennu kallist á bæði meðvitað og ómeðvitað. „Síðustu þrjár eru skipulagðar atrennur til að svara því hvað ljóðorkan er. Ég er á því að ljóðlistin hafi mjög mikilvægu hlutverki að gegna til þess að end- urnýja tungumálið. Það er fátt jafn hættulegt og klisjur, en alvöruljóð vinna gegn þeim. Þau hreinsa tungu- málið af klisjum og búa til eitthvað nýtt,“ segir Sigurður. Sem ljóðskáldi er honum tungu- málið eðlilega mjög hugleikið. „Það eru sífellt tvö tungumál í gangi innan hverrar tungu. Annars vegar rökrétt eða lógískt tungumál hversdagsins og hins vegar tungumál ljóðlistarinnar sem hjálpar okkur að komast í tengsl við undirvitundina, okkar innra líf. Við erum sem mannverur á stöðugu vegasalti milli vitundar og undirvit- undar. Allt þetta verður að vera í jafnvægi og þarna hefur ljóðlistin mjög mikilvægu hlutverki að gegna.“ Spurður hvar hann leiti fanga þeg- ar komi að ljóðaskrifunum svarar Sigurður: „Það þýðir lítið að leita ljóð uppi með viljahyggju eða valdboði og skipa þeim að koma til sín. Þannig skrifar maður alveg klárlega ekki ljóð. Maður verður að fá hugmynd eða hugljómun og síðan tekur bara við þrotlaus vinna.“ Óhætt er að segja að nokkur ljóðanna birti beittar ádeil- ur og aðspurður gengst Sigurður við því að vera pólitískur í ljóðum sínum, á beinan en þó oftar óbeinan hátt. Bendir hann í því samhengi á kafla tvö í Ljóðorkulind sem nefnist Óður um tré og skóga. „Tré minna okkur á tímann. Það tekur fimmtíu ár að rækta skóg, en það er mjög stuttur tími í jarðsögunni. Við Íslendingar er- um hins vegar svo óþreyjufull og vilj- um framkvæma allt í hvelli. Auðvitað er mikilvægt að geta unnið í akkorði undir vissum kringumstæðum, en sumt tekur tíma. Þarna er vegasaltið lykilatriði, jafnvægislistin. Ég held að fátt sé betra en skógrækt til að þroska tímaskyn okkar,“ segir Sig- urður og víkur aftur orðum að tungu- málinu. „Það að vinna á skapandi hátt með tungumálið er í eðli sínu þjóð- félagslegt, af því við notum öll þetta tungumál. Það er sameiginleg eign okkar en á sama tíma er það líka prív- at eign upp að vissu marki. Ef við för- um of langt í að nota tungumálið sem okkar einkamál þá nýtist það ekki sem samskiptatæki. Ljóð vega þann- ig stöðugt salt milli hljóms og merk- ingar.“ „Ljóð vega salt milli hljóms og merkingar“ Morgunblaðið/Golli Endurnýjun „Ég er á því að ljóðlistin hafi mjög mikilvægu hlutverki að gegna til þess að endurnýja tungumálið,“ segir Sigurður Pálsson.  Sigurður Pálsson hefur sent frá sér bókina Ljóðorkulind Tónlistarmennirnir Úlfur Hansson, Oren Ambarchi, Shahzad Ismaily og Arnljótur Sigurðsson munu stilla saman strengi sína á tón- leikum í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Ambarchi er ástralskur tónlist- armaður og staddur hér á landi vegna uppsetningar Þjóðleikhúss- ins á Macbeth en hann semur tón- listina í henni. Hann hefur gefið út margar spunaplötur og starfað með þekktum tónlistarmönnum, m.a. Jim O’Rourke. Ismaily er banda- rískur tónlistarmaður sem hefur starfað með stórstjörnum á ferli sínum, m.a. Lou Reed, Laurie And- erson, Tom Waits og Bonnie Prince Billy. Þá hefur hann einnig leikið með íslenskum tónlistarmönnum, þeim Ólöfu Arnalds og Kiru Kiru. Arnljótur hefur gert það gott und- anfarið með hljómsveit sinni Ojba Rasta og er einnig liðsmaður Sin Fang. Úlfur Hansson hefur svo komið víða við í tónlist, m.a. leikið með Swords of Chaos, Kiru Kiru og Jónsa og vinnur nú að sólóplötunni White Mountain sem gefin verður út af bandaríska útgáfufyrirtækinu Western Vinyl í febrúar á næsta ári. „Oren ætlar að opna kvöldið með stuttu sólóprógrammi í hálftíma eða þar um bil, kl. 20 og síðan mæt- umst við allir fjórir og spilum sam- an,“ segir Úlfur um tónleikana. „Við Arnljótur erum mjög fínir vin- ir, búnir að þekkjast lengi og spila mikið saman og ég er búinn að vera mikill aðdáandi Orens í mörg ár. Ég frétti að hann væri á Íslandi og langaði að nýta tækifærið meðan hann væri hér, að vinna tónlist fyrir Macbeth, og fá hann til að spila á tónleikunum. Það endaði bara svona, í spunatónleikum,“ segir Úlfur, spurður að því hvers vegna hann og þessir þrír tónlistarmenn séu að halda saman tónleika. „Ég er svo spenntur, ég hef varla sofið í nokkra daga,“ segir Úlfur að lok- um, fullur tilhlökkunar. helgisnaer@mbl.is Þekktur Shahzad Ismaily með ónefndri tuskukanínu. Úlfur, Ambarchi, Ismaily og Arnljótur Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.