Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 ✝ Helgi JúlíusHálfdánarson fæddist í Valdarás- seli í Víðidal 19. júlí 1927 og lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 14. desember 2012. Hann fluttist fjögurra ára með foreldrum sínum að Litlu-Þverá í Mið- firði, en þegar hann var ellefu ára gamall flutti fjöl- skyldan að Valshamri, Mýra- sýslu. Foreldrar hans voru hjón- in Hálfdán Árnason bóndi, f. 15. mars 1897, d. 20. desember 1959 og Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1888, d. 29. maí 1982. Systur Helga voru Sigríð- ur, f. 12. febrúar 1920, Jóhanna, f. 23. janúar 1921. Þær eru báðar látnar. Þriðja systirin er Júlíana Svanhildur, f. 4. maí 1932, og býr hún í Borgarnesi. Helgi kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Sveinfríði Sigurðardóttur hús- freyju, f. 18. nóvember 1939, þann 8. desember 1957. For- urð Svein Jónsson, f. 29. mars 1974 og Ástbjörgu Rut Jóns- dóttur, f. 8. júlí 1978. Hálfdán gekk þeim í föðurstað. 2) Valur Þór bóndi, f. 26. október 1962; 3) Hafdís Elín íþróttafræðingur, f. 23. janúar 1965; gift Guðna Jóns- syni verslunarmanni, f. 15. júlí 1965. Börn þeirra eru Heiðdís Helga, f. 19. desember 1983, El- ísabet Björk, f. 5. apríl 1992 og Guðni Valur f. 11. október 1995. 4) Gunnar Geir, f. 7. maí 1966, d. 21. maí 1966. Uppeldissonur Helga frá sex ára aldri og bróðir Sveinu er Ólafur Emil Sigurðs- son búfræðingur, f. 14. desem- ber 1950. Hann er kvæntur Vig- dísi Þorsteinsdóttur, f. 12. apríl 1957. Þau eignuðust fjögur börn, en þrjú þeirra létust á unga aldri. Sonur þeirra er Stefán Ingi, f. 18. maí 1978. Barna- barnabörn Helga og Sveinu eru níu talsins. Helgi og Sveina tóku við blönduðu búi foreldra Helga að Valshamri, fyrrum Álftanes- hreppi, Mýrum, nú Borgarbyggð og ráku það allt þar til Valur Þór sonur þeirra tók við búrekstr- inum fyrir nokkrum árum. Þau bjuggu áfram á Valshamri ásamt Val. Úför Helga verður gerð frá Borgarneskirkju laugardaginn 22. desember 2012 og hefst at- höfnin klukkan 14. eldrar Sveinfríðar voru Sigurður Helgason, f. 29. apr- íl 1913, d. 19. mars 1998 og Ágústa Sumarliðadóttir, f. 12. október 1920, d. 5. febrúar 2000. Al- systkini Sveinfríðar eru Sigurlín Jóna Margrét, f. 11. maí 1943; Ingibjörg, f. 21. maí 1944, en hún er látin; Guðrún, f. 6. nóv- ember 1945; Sigurjón, f. 17. júní 1947 og Ólafur Emil, f. 14. des- ember 1950. Hálfsystir þeirra sammæðra er María Alexand- ersdóttir, f. 8. september 1953. Helgi og Sveina eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Hálfdán Sigurður bóndi, f. 18. apríl 1958; kvæntur Margréti Jóhanns- dóttur grunnskólakennara, f. 5. júní 1954. Börn þeirra eru Jó- hanna Sveina, f. 21. nóvember 1986 og Helgi Elí, f. 27. apríl 1989. Fyrir eignaðist Hálfdán Valdísi Brynju, f. 27. september 1981, og Margrét eignaðist Sig- Á tímamótum sem þessum hugsar maður til baka og rifjar upp skemmtilegar stundir og minningar. Alla mína tíð hefur ekkert verið sjálfsagðara en að fara yfir á Valshamar til ömmu og afa. Ég er nafni afa og hann heilsaði mér alltaf eins: „Sæll nafni minn.“ Í byrjun sumars hvert ár fór ég með afa, pabba og Valla að sækja heyvinnuvélarnar í Árbæ sem er eyðijörð ofan við Háhól. Ég fór oftast með afa í dráttar- vélinni og hann lét eins og við værum í kappakstri við hina. Til- hlökkun fyrir þessum degi alltaf mikil en mér er þó sérstaklega minnisstætt eitt skipti. Ég var fjögurra ára og þegar við komum í Árbæ sagði afi við mig að passa mig nú á naglaspýtunum þarna í kring. Einmitt í því steig ég á nagla sem fór í gegnum sólann á skónum mínum og inn í il. Ég man lítið meira eftir þessari ferð því allur hugur fór í að halda niðri tárunum og fela fyrir afa hvað hafði gerst. Þegar ég var gutti manaði afi mig oft í kapp við matarborðið, ekki það að ég hafi verið ragur við matinn enda alltaf veislumat- ur hjá ömmu. Ég féll lengi fyrir þessu og fannst ótrúlegt að ég skyldi alltaf vinna. Ég var oft með afa. Sat í drátt- arvélinni hjá honum þegar hann var að binda bagga, fór með hon- um í fjárhúsin, fjós og fleira. Afi hafði sérstakt göngulag sem þekktist úr fjarlægð. Hann gekk yfirvegað með hendur fyrir aftan bak og stundum tókum við systk- inin upp þetta sama göngulag, vildum ganga eins og afi. Afi talaði oft um gamla tíma, sagði sögur úr heyskap, af fjalla- ferðum, leitum, kindum, hestum og hundum. Enda helstu áhuga- mál hans. Afi var hættur að fara í fyrstu leitir þegar ég hafði aldur til en við fórum nokkrum sinnum saman í eftirleitir og smöluðum heimalöndin. Afi var, eins og sagt er, smalalega vaxinn og var léttur á sér í leitum. Afi hafði mjög gaman af því að renna fyrir lax. Uppáhalds veiði- staðurinn hans voru Strengirnir fyrir neðan Skuggafoss í Langá. Hann fór sjaldan þaðan fisklaus. Ég var 16 ára þegar ég fór fyrst með honum í Langá og ég ætlaði varla að trúa því hvað hann breyttist. Afi, sem var hægur og farinn að ganga rólega um, yngd- ist um að minnsta kosti 25 ár og stiklaði létt í grjótinu með ánni, niður brekkur og út í á. Við áttum margar góðar stundir við ána og afi var ansi glúrinn veiðimaður. Sumarið 2008 var hann mjög heilsulaus en fékkst til að koma með í smástund. Við pabbi studd- um hann niður að Strengjunum og um leið og hann fékk stöngina í hönd var lax á. Sumarið eftir fékk afi lax í veiðistaðnum Krókó- díl, rétt ofan við Sjávarfoss. Við pabbi reyndum að benda honum á að auka þyrfti bremsuna á hjól- inu ella færi fiskurinn aftur til sjávar. Afi hélt nú að hann kynni þetta og hvað við værum eigin- lega að skipta okkur af. Laxinn kom á land örþreyttur, afi naut hverrar sekúndu sem fiskurinn var á. Þetta voru frábærir dagar. Afi var mér alltaf mjög góður og dekraði mig mikið, gaf mér meðal annars veiðistöng, fjár- mark og hest. Við afi áttum margar góðar stundir saman en nú er komið að kveðjustund. Takk fyrir allt, afi minn. Þinn nafni, Helgi Elí, Háhóli. Elsku afi minn. Það er svo margt sem ég vil spjalla um við þig eins og við ger- um alltaf. Ég veit að við munum gera það áfram og ég veit að þú ert hjá okkur og fylgir okkur allt- af. Ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar okkar saman og alla þá ást og umhyggju sem þú sýnir mér alltaf. Alltaf svo vinalegur og hlýr í tali til mín og iðulega þegar við höfum verið að spjalla saman hefur þú sagt við mig „dúfan mín“. Mér þykir sérstaklega vænt um það og hlýnar alltaf í hjartanu þegar þú segir það. Það er ýmislegt sem við höfum brallað í gegnum tíðina og þú ert svo stór hluti af mínu lífi. Þú hef- ur sagt okkur systkinunum ótal sögur úr gamla tímanum sem er alltaf svo skemmtilegt að hlusta á. Það er svo dýrmætt að hafa al- ist upp með ykkur ömmu bara hinum megin við ána. Það eru forréttindi að geta alltaf skroppið „yfir“ og kíkt til ykkar. Það eru ófá skiptin sem ég hef verið heima á Háhóli, horft yfir að Valshamri og séð hvar þú afi gengur í átt að fjósinu eða fjár- húsunum í rólegheitunum með hendur fyrir aftan bak og með bláu húfuna. Göngulagið þitt er auðþekkjanlegt og það er svo notalegt að ganga með þér. Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann, sem ég hef líka oft hugsað um í gegnum tíð- ina og mun minnast um ókomna tíð. Sem örfá dæmi um það eru; afi í traktornum með rauðu baggabindivélina, afi á græna Deutz að múga, afi í smala- mennsku, afi í réttunum, afi að brynna kindunum, afi að veiða, afi að dytta að vélunum, afi í sauðburði, afi að vinda upp lop- ann í eldhúsinu, afi og amma að dansa glæsilega, afi að spila við okkur systkinin við eldhúsborðið á Vals, afi að byggja spilahús, afi við skrifborðið sitt, afi að sinna okkur systkinunum og hafa ofan af fyrir okkur, afi að leika við okkur og byggja fjárhús úr kubb- um fyrir Bíldu, afi að segja brandara og gantast, afi að hlusta á útvarpið og fletta blöðum inni í sjónvarpsherbergi eftir hádegis- matinn, afi með hlýja faðmlagið sitt. Þegar ég var í menntaskóla hafði ég það sem fastan lið að skrifa ykkur ömmu bréf um það sem á daga mína dreif. Það var bara aukalega, til viðbótar við það þegar við hittumst og töluð- um í síma. Skrifin höfðu svo mikla þýðingu fyrir mig og þegar pabbi sagði mér svo sérstaklega frá því að þið hefðuð svo mikla ánægju af bréfunum og að lestur þeirra væri nokkurskonar athöfn hjá ykkur, þá veitti það mér enn meiri gleði og hlýju. Þannig eru þau afi og amma, kærleikurinn í einu og öllu. Ég elska þig svo mikið, elsku afi, og þú hefur alltaf átt og munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Dúfan þín, Jóhanna Sveina. Elsku afi minn. Nú þegar komið er að leiðar- lokum hjá þér langar mig að hripa niður örfá orð til að þakka þér fyrir að hafa verið til. Til að þakka þér fyrir að hafa verið sannur afi minn, þó að ég hafi verið orðin næstum 5 ára þegar ég kom inn í þitt líf. Fyrstu minningar mínar úr sveitinni eru af þér gangandi hægum skrefum í kringum Vals- hamarinn, með stafinn í hönd og hundinn á hælunum. Fyrir mér voruð þið Lappi gamli óaðskilj- anlegir, þegar ég kynntist ykkur. Mér finnst eins og ég hafi tölt ótal sinnum með þér um landareign- ina á þessum árum og upp á ham- ar að kíkja eftir kindum. Á haust- in varst þú aðalmaðurinn í mínum huga og ég var handviss um að þú værir allra manna fróðastur um fjármörk og rúning. Ég var svo stolt af því, að þegar finna þurfti út eiganda óþekktra marka í rétt- unum, fór fólk og leitaði ráða hjá afa mínum. Afa mínum! Það var alveg örugglega enginn klárari í þessu en þú. Mínar dýrmætustu minningar, sem ég mun alltaf geyma, eru spjallstundirnar sem við áttum alveg fram á það síðasta og sög- urnar sem þú sagðir mér stund- um, sem oftast voru dulúðlegar og spennandi hetjusögur af fjöll- um. Nýlega rifjuðum við einmitt upp eina af þessum sögum og mér þótti svo vænt um að þú myndir enn eftir henni. Það yljaði mér um hjartarætur hvað hýrn- aði yfir þér við að rifja hana upp. Elsku Helgi afi, ég vona að nú sértu einhvers staðar hlaupandi um fjöll og firnindi, frár á fæti með hund þér við hlið, sáttur og sæll. Takk fyrir samveruna, sofðu rótt. Ástbjörg Rut Jónsdóttir (Adda). Helgi Júlíus Hálfdánarson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURÐUR HJARTARSON bakarameistari, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 20. desember. Bára Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN VALGEIR GUÐMUNDSSON, Hjallastræti 32, Bolungarvík, lést miðvikudaginn 19. desember á Sjúkraskýlinu í Bolungarvík. Jón Valgeir verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 29. desember kl. 14.00. Rannveig Snorradóttir, Elísabet Jónsdóttir, Þór Sigurjón Ólafsson, Snorri Hildimar Jónsson, Þórhildur Sigurðardóttir, Guðrún Jónína Jónsdóttir, Halldór Jón Hjaltason, Lára Kristín Jónsdóttir, Lúðvík Karlsson, Selma Guðmunda Jónsdóttir,Guðmundur Ólafur Birgisson, Erna Jónsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞÓRIR STURLA KRISTJÁNSSON byggingameistari, Erluási 74, Hafnarfirði, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut föstudaginn 21. desember. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Guðmunda Inga Veturliðadóttir, Hulda Guðborg Þórisdóttir, Davíð Þór Sigurbjartsson, Jón Friðgeir Þórisson, Steinunn Sigurmannsdóttir, Gunnar Þórisson, Nina Kristiansen, Ingi Sturla Þórisson, Sigrún Líndal Pétursdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær unnusti minn, faðir okkar, sonur og bróðir, HILMAR ÆVAR JÓHANNESSON, varð bráðkvaddur á heimili sínu. Jarðarför auglýst síðar. Málfríður Agnes Kristjánsdóttir, Berglind Freyja Hilmarsdóttir, Myrkvi Páll Blöndal Hilmarsson, Agnes Freyja Hilmarsdóttir, Jóhannes Ævar Hilmarsson, Berglind Jóhannsdóttir, Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, VIKTOR DAÐI BÓASSON, Malarási 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 19. desember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. desember kl. 13.00. Guðrún Þorsteinsdóttir, Aðalheiður Eva Viktorsdóttir, Þorsteinn Viðar Viktorsson, Helga Hrönn Lúðvíksdóttir, Elvar Örn Viktorsson, Sigríður Ólafsdóttir, Elísabet Björk og Karen LInd. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, SKJÖLDUR ÞORGRÍMSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtu- daginn 20. desember. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Skjóls. Þórhildur Hólm Gunnarsdóttir, Una Svava Skjaldardóttir, Chuck Rogers, Þorgrímur Skjaldarson, Tryggvi Lúðvík Skjaldarson, Halla María Árnadóttir, Ásthildur Skjaldardóttir, Birgir Aðalsteinsson, Guðbjörg Skjaldardóttir, Sigurður Árnason, Guðrún Viktoría Skjaldardóttir, Björn Guðmundsson, barnabörn, langafabörn og langalangafabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SÆMUNDUR PÁLMI JÓNSSON, Hornbrekku, heimili aldraðra, Ólafsfirði, áður til heimilis að Bylgjubyggð 20, lést sunnudaginn 16. desember. Útför fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 28. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Ólafsfjarðarkirkju eða Björgunarsveitina Tind í Ólafsfirði. Jón Steingrímur Sæmundsson, Marý Baldursdóttir, Árni Arnar Sæmundsson, Hanna Maronsdóttir, Gestur Heimir Sæmundsson, Gunnhildur Sigurðardóttir, Hafsteinn Þór Sæmundsson, Kristín Margrét Adolfsdóttir, Matthías Sæmundsson, Guðný Leifsdóttir, Brynjar Sæmundsson, Þyrí Stefánsdóttir og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.