Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2012 LISTASAFN ÍSLANDS Lauslega farið með staðreyndir Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Hinumegin Þuríður Rós Sigurþórsdóttir Hádegisleiðsagnir Alla föstudaga kl. 12:05 Lokað aðfangadag og jóladag Opið annan í jólum frá 12-17 Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Gísli B. Fimm áratugir í grafískri hönnun Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í andddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Laugardagur 22. desember kl. 11: Gáttaþefur lítur við á safninu Sunnudagur 23. desember kl. 11: Ketkrókur heimsækir safnið Kertasníkir lítur við á aðfangadag kl. 11 Jólsýningar og jólaratleikurinn Hvar er jólakötturinn? Fjölbreytt úrval gjafavöru í safnbúð Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 REK; Anna Hallin & Olga Bergmann 10.11. – 31.12. 2012 VETRARBÚNINGUR 10.11.2012 – 31.1. 2013 HÆTTUMÖRK 19.5. – 31.12. 2012 SAFNBÚÐ JÓLAGJAFIR LISTUNNANDANS - Allt að 70% afsláttur af eldri útgáfum safnsins KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga OPNUNARTÍMAR UM JÓL OG ÁRAMÓT 22. DES. og 27.-30. DES. og 2. JAN. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Bergstaðastræti 74, sími 561 2914 Lokað á milli og jóla og nýárs. www.listasafn.is Jóladagatal Norræna hússins 2012 Jóladagatal Norræna hússins fer nú fram í fimmta sinn og er svo sannarlega orðin ómissandi hefð á jólunum. Jóladagatalið er gjöf Norræna hússins til gesta sinna og er ókeypis á allar uppákomurnar. Úr einu í annað Þórey Eyþórsdóttir sýnir vefnað og textílverk í anddyri Norræna hússins undir yfirskriftinni "Úr einu í annað". Titill sýningarinnar vísar í að verkin eru unnin yfir langt tímabil og með ólíkri tækni. GIERDU Samísk listasýning GIERDU sýnir verk frá RiddoDuottarMuseat-safninu í Karasjok í Noregi. Safnið á eitt af áhugaverðustu söfnunum af samískri samtímalist á Norðurlöndunum. Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030 www.norraenahusid.is , nh@nordice.is Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis. NORRÆNA HÚSIÐ Söfn • Setur • Sýningar Þegar heimurinn er við þaðað ríða Sókratesi sögu-manni Landvætta á slig,og líf hans hefur verið op- inberað í slúðurpressunni, þá leitar hann skjóls í kjötvinnslu á Kjal- arnesi. Þar er allt í föstum skorðum, Sókrates fær sitt hlutverk og finnur til sín þegar hann er fljótlega farinn að leysa hina ýmsu millistjórn- endur af. Persónugallerí sögunnar er æði kostulegt og ekki síst í kjötvinnsl- unni, þar sem allrahanda svína- afurðum er pakk- að, aðstæður eru allar ýktar og fólkið eftir því; æðstur í goggunarröðinni er forstjórinn sem safnar listaverkum eftir Kjarval og á meðal annars Lífshlaup listamanns- ins. Sókrates lítur oft inn í salinn þar sem málverkin eru geymd og dund- ar sér við að bæta dráttum í óklárað lokaverk Kjarvals. Rétt eins og höfundur lætur sitt- hvað í sögu forstjórans vísa í Þor- vald Guðmundsson í Síld og fiski, þá sækir hann einkenni í aðrar persón- ur hingað og þangað í íslenskt sam- félag síðustu áratugi; hvort sem um er að ræða talsmenn ásatrúarmanna eða sóknarpresta. Þrátt fyrir að Sókrates ríghaldi í stöðugleikann í kjötvinnslunni tekur lífið þar breytingum þegar tals- maður Þjóðernishreyfingarinnar – hvítt framboð, er ráðinn í vinnu. Só- krates dregst að honum og hefur talsmaðurinn umtalsverð áhrif á þá stefnu sem frásögnin tekur. Landvættir Ófeigs Sigurðssonar er mikið og metnaðarfullt verk, nær fimm hundruð síður og skrifað af umtalsverðri snerpu. Höfundurinn beitir svipaðri tækni og í síðustu bók sinni, Skáldsögu um Jón. Mikið fer fyrir hugsanaflæði þar sem hvers- kyns hugmyndabrot vella fram, brotin upp með skástrikum, stund- um í nokkrar síður í senn, en með þessum hætti hefur höfundurinn sterk tök á hraða frásagnarinnar. Skriðþungi frásagnarinnar eykst mjög þegar á líður. Á stundum hefði mátt stytta lýsingar nokkuð, þótt þær séu yfirleitt bráðskemmtilegar, en þegar komið er í síðasta hlutann, sem hefst með eftirminnilegri og óhugnanlegri lýsingu á svínaslátrun, tekur höfundurinn alla þræðina saman og heimur Sókratesar leysist upp í óeirðum. Sýn höfundar á samtímann, menningarlífið og neyslusamfélagið er æði grótesk og háðsk á köflum, hvort sem lýst er öldurhúsamenn- ingu, stjórnmálaumræðu eða peppe- róní-æði sem heltekur landann. Einn lesandi líkti þessari þykku bók við „vænan móköggul“ og það logar vel og lengi í honum. Grótesk sýn á heiminn Ófeigur „Skriðþungi frásagnar- innar eykst mjög þegar á líður.“ Skáldsaga Landvættir bbbbn Eftir Ófeig Sigurðsson. Mál & menning 2012. 496 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Macbeth er að mínu mati eitt magnaðasta leikrit sem skrifað hef- ur verið og því er ekki hægt annað en að fyllast lotningu gagnvart því,“ segir Benedict Andrews sem leik- stýrir Macbeth eftir William Shake- speare sem er jólasýning Þjóðleik- hússins. „Textinn er kynngi- magnaður og Shakespeare tekst með undra- verðum hætti að fanga myrkustu sálarkima manns- ins. Segja má að skáldskapur hans birti okkur nán- ast röntgenmynd af mannssálinni. Þetta er spennu- leikrit sem sækir beinlínis á mann. Það er uppfullt af morðum, móðursýki og yfirnátt- úrlegum atburðum í þessari ógeð- felldu veröld sem skáldið dregur upp. Þetta er verk sem kemur mér stöðugt á óvart.“ Fyrir tveimur árum leikstýrði Andrews öðru stórvirki Shake- speares þegar Lér konungur var jólasýning Þjóðleikhússins. Sú sýn- ing hlaut afbragðsgóðar viðtökur og fékk sex Grímur vorið 2011, m.a. sem besta leiksýning leikársins auk þess sem Andrews var valinn besti leikstjórinn. Aðspurður segist And- rews fagna því að fá tækifæri til þess að vinna aftur í Þjóðleikhúsinu. „Þegar ég setti upp Lé konung náði ég mjög góðum tengslum við leik- hópinn. Leikarar Þjóðleikhússins hafa upp á margt að bjóða, þeir búa yfir mikilli orku, hráum krafti, sem ég nýti mér óspart. Mér fannst því mjög spennandi að fá að vinna aftur með þeim,“ segir Andrews en helm- ingur leikhópsins í Macbeth tók einnig þátt í Lé konungi. „Margrét Vilhjálmsdóttir fór með hlutverk Góneríls í uppsetningu minni á Lé konungi. Ég var gjör- samlega heillaður af henni sem leik- konu í þeirri sýningu og sá fyrir mér að hlutverk lafði Macbeth myndi hæfa henni sérlega vel, enda er þetta einstaklega safaríkt hlutverk sem hentar Margréti fullkomlega. Shakespeare skrifaði Macbeth í kjöl- far Lés konungs og í raun má segja að hlutverk lafði Macbeth spretti upp úr Góneríl,“ segir Andrews og fer einnig lofsamlegum orðum um Björn Thors í hlutverki Macbeths. Eins og að klífa hæsta og hættulegasta fjall heimsins „Það hefur verið mjög spennandi að fylgjast með þroskaferli Björns í þessu hlutverki, en þetta er fyrsta stóra Shakespeare-hlutverkið hans. Þetta hlutverk krefst mikils af leik- aranum. Það má líkja hlutverkum á borð við þetta við það að klífa hættu- legasta og hæsta fjall heims. Þeir sem ætla sér í þá vegferð verða að hafa nægilegt þrek til þess, hvort heldur er líkamlegt eða andlegt. Leikarinn þarf að nýta alla tækni sína og leika á allt litróf sálarlífsins,“ segir Andrews. Spurður hvaða augum hann sjái Macbeth segir Andrews að sér finn- ist áhugavert að Macbeth sé ekki einn að verki heldur hluti af tvíeyki. „Eitt af því sem er svo heillandi við verkið er að við fáum að fylgjast með pari sem þyrstir í völd. Tengslin á milli þeirra eru mjög sterk og yfir- gnæfa samskipti þeirra við allar aðr- ar persónur verksins. Í verkinu sjáum við hvernig þau yfirstíga ákveðin siðferðismörk þegar þau ákveða að myrða kónginn og glata í framhaldinu mennsku sinni,“ segir Andrews. Tekur hann fram að sér finnist jafnframt spennandi að skoða tengsl Macbeths við stríðið og her- mennskuna sjálfa. „Við megum ekki gleyma því að Macbeth er hermaður og því vanur ofbeldisverkum. Ef við venjumst ofbeldi í hernaði eru allar líkur á því að ofbeldið hafi áhrif á aðra þætti lífs okkar þegar við yfir- gefum vígvöllinn. Í þessu samhengi hef ég líka mikið velt fyrir mér áfallastreituröskun hermanna.“ Athygli vekur að sviðsmyndin og búningarnir í Macbeth kallast á við samtímann. Þegar þetta er borið undir Andrews segir hann þetta gert til að undirstrika að öll leikrit Shakespeares tali til samtímans. „Ég hef engan áhuga á að setja verk hans upp í hvort heldur er 17. aldar eða 19. aldar búningum og sviðs- mynd. Það fyrir mér myndi undir- strika heim ímyndunarinnar og ég hef engan áhuga á leikritum sem safngripum heldur vil að þau tali til samtímans.“ Inntur eftir því hvernig Macbeth tali inn í íslenskan veru- leika svarar Andrews: „Þetta leikrit felur í sér nákvæma rannsókn á of- beldi. Höfundurinn skoðar hver fórnarkostnaður ofbeldisins er, bæði fyrir einstaklinginn og einnig sam- félagið. Eitt lykilþema verksins er tíminn og upplifun okkar á honum. Þannig freistast Macbeth-hjónin til að lifa í framtíðinni. Spádómar norn- anna virðast bjóða Macbeth- hjónunum glæsta framtíð á auga- bragði. Þetta er kannski sambæri- legt við hungrið og metnaðinn sem einkenndi Ísland á uppgangsárunum fram að hruni árið 2008. Ísland er enn í sárum eftir að þessi þrá um að hraðspóla inn í framtíðina tröllreið hér öllu,“ segir Andrews að lokum. „Leikrit sem sækir á mann“  Þjóðleikhúsið frumsýnir Macbeth eft- ir William Shakespeare á annan í jólum Ljósmynd/Eddi Átök Margrét Vilhjálmsdóttir og Björn Thors sem Macbeth-hjónin. Fyrir ofan þau trónir Hilmir Snær Guðnason í hlutverki Bankós afturgengins. Benedict Andrews
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.