Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ H elsta nýjungin hjá okkur er aukin áhersla á ein- staklingsmiðaða þjálfun og andlega þáttinn,“ segir Þröstur Jón Sig- urðsson, eigandi Sporthússins. „Á nýjum námskeiðum verður fjallað um breyttan hugsunarhátt í átt til nýs lífsstíls, andlegt jafnvægi, hreyfingu og hollt mataræði. Meðal þess sem nú er í boði er námskeið Báru Hilmarsdóttur heilunarmiðils þar sem einblínt verður á andlegu hliðina. Fyrir þá sem vilja snúa við blaðinu og taka upp heilbrigt líferni skiptir höfuðmáli að breyta hugs- unarhættinum. Sem betur fer hefur orðið mikil vitundarvakning um mikilvægi andlegs jafnvægis og nú beinum við sjónum okkar að þess- um hluta heilsuræktarinnar, til við- bótar við líkamlega þáttinn.“ Gleði í jóga Happy yoga er á meðal nýrra námskeiða Sporthússins á and- legum nótum. „Eins og nafnið gefur til kynna er unnið eftir æfingakerfi í happy yoga sem sameinar bætt heilsufar og aukna hamingju. Á námskeiðinu er notast við æfingar sem byggðar eru á ævafornri vitn- eskju um orkubrautirnar og hvern- ig hægt er að efla starfsemi líffær- anna með því að styrkja og auka sveigjanleika í vöðvahóp hverrar orkubrautar. Með því að auka flæðið í vöðv- unum eflum við jákvæð persónu- einkenni; upplifum meiri hamingju og vellíðan, losum okkur við nei- kvæðar hugsanir, niðurrif og streitu. Margt framúrskarandi íþróttafólk um allan heim stundar þessar æfingar og þakkar happy yoga betri árangur.“ Blak í sandi Sporthúsið státar af tveimur inn- anhúss-strandblaksvöllum sem not- ið hafa mikilla vinsælda, að sögn Þrastar. „Þetta eru fyrstu vellirnir sinnar tegundar hérlendis. Hita- kerfi er í gólfi svo að djúpur, hvítur skeljasandurinn er volgur viðkomu. Vellina prýða stórar veggmyndir af strönd, pálmatrjám og hafi svo stemningin er suðræn og skemmti- leg.“ Hann segir fjölbreytta tíma og námskeið í boði hjá Sporthúsinu á nýju ári, sem sniðin séu að þörfum breiðs hóps viðskiptavina. „Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem takmarkið er að brenna hitaeiningum, styrkjast eða móta líkamann.“ Konur í formi „Á námskeiðinu Í gott form með Sóleyju eru til dæmis leikfimitímar fyrir konur vinsælir í aldurshópnum 40 til 80 ára. Sóley Jóhannsdóttir, dans- og líkamsræktarkennari, hef- ur stýrt þessu frábæra námskeiði í fjöldamörg ár með ótrúlegum ár- angri. Einstaklingsmiðuð námskeið hafa einnig orðið mjög vinsæl, þar sem viðkomandi er metinn og horft í það hvaða markmiðum hann vill ná. Þar er markmiðasetning mikilvæg og æfingar, erfiðleikastig og mataræði aðlagað að hverjum og einum, því við erum ekki öll eins.“ Kviður og rass Rótgrónir tímar Sporthússins verða á sínum stað, svo sem Body pump, Spinning, Jóga og hinir ýmsu þrektímar. „Meðal þess sem hefur notið mestra vinsælda und- anfarna mánuði er til dæmis Zumba, Zumba Toning, Hot Yoga, CrossFit, Fit Pilates og Tabata. Meðal nýrra hóptíma má nefna Foam Flex, Fit Toning, Buttlift og CXWORX. CXWORX er nýtt prógramm frá Les Mills, þar sem notast er við teygjur með handföngum til að styrkja djúpvöðva, kvið og bak sem og neðri hluta líkamans, rass og læri. Teygjan myndar mótstöðu og gerir það að verkum að vöðvarnir stækka og lengjast. Foam Flex er nýjung og gengur ekki út á að æfa vöðvana heldur mýkja þá, liðka og endurhlaða. Í gegnum tíðina hefur fólk einbeitt sér að því að þjálfa vöðvana, en gleymst hefur mikilvægi þess að vinna á þreyttum vöðvum og end- urnýja orku líkamans. Foam Flex er sjálfnuddandi meðferð sem fer fram í upphituðum sal, þar sem not- ast er við sérstakar rúllur úr frauð- plasti. Ólympískar lyftingar Fit Toning er hóptími í anda aerobic, sem margir æfðu hér á ár- um áður, ásamt góðum lóða- og styrktaræfingum. Í Buttlift er svo áherslan lögð á neðri hluta lík- amans og konur á öllum aldri sækja þessa tíma, þar sem gerðar eru hörkuæfingar fyrir rass og kvið. Við buðum fyrst upp á buttlift í haust og er skemmst frá því að segja að þessi nýjung hefur slegið í gegn.“ Þröstur bætir við að ráðist hafi verið í stækkun tækjasalar Sport- hússins í Kópavogi til að mæta auk- inni aðsókn. „Við endurbæturnar var lögð mikil áhersla á aðstöðu fyr- ir ólympískar lyftingar, laus lóð, ketilbjöllur og annað sem nú er hvað vinsælast um allan heim. Þessu til viðbótar opnaði Sporthúsið aðra líkamsræktarstöð í Reykja- nesbæ með jafngóða aðstöðu til lyftinga og samskonar úrval hóp- tíma og námskeiða og í Kópavog- inum.“ beggo@mbl.is Strandblak Sporthúsið státar af tveimur innanhúss-strandblaksvöllum sem notið hafa mikilla vinsælda enda þeir fyrstu sinnar tegundar hérlendis. Áherslan á andlega þáttinn Í Sporthúsinu er ekki einblínt á líkamlega þjálfun heldur líka kapp- kostað að efla hugann í átt að nýjum lífsstíl. Morgunblaðið/Ómar Lykilatriðið Þröstur Jón Sigurðsson segir að fyrir þá sem vilji snúa við blaðinu og taka upp heilbrigt líferni skipti höfuðmáli að breyta hugsunarhættinum. Jafnvægi „Mikil vitundarvakning um mikilvægi andlegs jafnvægis og nú beinum við sjónum okkar að þessum hluta heilsuræktarinnar, til viðbótar við líkamlega þáttinn,“ segir Þröstur Jón Sigurðsson hjá Sporthúsinu. ’Happy yoga er ámeðal nýrra nám-skeiða Sporthússins áandlegum nótum, en þaðsameinar bætt heilsufar og aukna hamingju. „

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.