Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ B irna var um langt árabil landsliðskona í sundi, og í framhaldinu var hún valin í landsliðið í frjáls- um íþróttum. Síðustu misserin hefur þríþrautin hins veg- ar átt hug hennar allan og þá er ekki að sökum að spyrja – hún hef- ur verið valin í landsliðið í hjólreið- um, en sú grein er ein þriggja sem þríþrautin samanstendur af. Og fyrst liggur beint við að spyrja: hvað er svona skemmtilegt við þrí- þrautina? Hjólreiðarnar skemmtilegastar „Ætli það sé ekki einmitt fjöl- breytileikinn, að hafa þessar þrjár greinar til að hamast í. Ætli það sé ekki aðalmálið,“ svarar Birna. Að- spurð um hvort hún eigi sér ein- hverja uppáhaldsgrein innan þrí- þrautarinnar hugsar hún sig um í stutta stund. „Ég var náttúrulega mjög lengi í sundinu hér áður, og svo voru hlaupin stór hluti af frjáls- um, svo líkast til eru það hjólreið- arnar. Mér þykja þær einna mest spennandi eins og er enda eru þær ennþá tiltölulega nýjar fyrir mér. Ég byrjaði ekki að hjóla fyrr en síðasta vetur. En nú er ég kominn með alvöru græju í hjólreiðarnar og það er það sem mér finnst skemmtilegast af þessu eins og er.“ Að sögn Birnu eru gríðarmiklar æfingar að baki ástundun í þrí- þraut enda þrjár greinar sem þarf að gefa sér tíma til að æfa. „Það fylgir þessu talsvert álag, bæði hvað tíma varðar og æfingarnar sjálfar. Maður þarf til að byrja með að gefa sér tímann til þess og í framhaldinu taka vel á æfingunum. Það getur í rauninni hver sem er prófað og lagt stund á æfingar, en það þarf talsvert til að ná raun- verulegum árangri í sportinu.“ Til glöggvunar má geta þess að keppni í þríþraut, svokallaður járnkarl, samanstendur af 3,8 km sundi, 180 km hjólreiðaspretti og loks er hlaupið maraþon sem nemur 42,2 km. Hálfur járnkarl er þar af leið- andi sléttur helmingur af fram- angreindu. Birna bætir þó við að yfir sumartímann sé einnig boðið upp á stuttar keppnir sem henti þeir sem vilja iðka sportið og keppa án þess að bjóða járnkarlin- um birginn. „Ef fólk er á annað borð að hreyfa sig eitthvað þá ætti það vel að komast í gegnum slíka keppni,“ bætir hún við. „Þá eru syntir 400 metrar, 10 kílómetrar hjólaðir og hlaupið á bilinu tveir og hálfur til þrír kíló- metrar. En fyrir keppni í járnkarli þarf að þjálfa sig í tvö ár að lág- marki.“ Þríþrautin fer vaxandi Að sögn Birnu eykst ut- anumhaldið og umfangið í þríþraut- inni sífellt og í krafti aukinna vin- sælda er umgjörðin sífellt að verða meiri og betri. „Það eru margir farnir að stunda sportið núorðið og fimm íþróttafélög starfandi með virka og skipulagða þríþraut- ardeild. Félögin skipta svo með sér að halda mót yfir sumartímann. Það er einmitt gaman að sjá um- gjörðina taka á sig meiri mynd því það eru ekki nema um tvö ár síðan ákveðin vakning varð í þríþrautinni svo þetta er ungt sport hér á landi.“ Vöxturinn hefur þó verið hraður og síðasta sumar varð tals- verð sprenging í vinsældum og iðk- un á þríþraut hérlendis. Með auk- inni umræðu jókst þátttakan að sama skapi, eins og Birna bendir á. „Það er vonandi að sú þróun haldi áfram. Ég sé að minnsta kosti ekki annað en að þetta sé vaxandi sport sem á helling inni ennþá hér á landi.“ Aðspurð útskýrir Birna að yf- irleitt sé ein grein af þremur æfð í einu, en þó sé líka til í dæminu að tvær greinar séu æfðar í einni lotu. „Það er út af fyrir sig mjög gagn- legt því það þarf að æfa það líka að fara úr einni grein í aðra. Það að fara af hjólinu eftir langan og strangan sprett og fara beint í hlaup er rosalega skrýtin tilfinn- ing,“ segir Birna og hlær við. „Fyrsti kílómetrinn af hlaupinu er næstum eins og maður hafi aldrei hlaupið áður. Vöðvarnir eru smá tíma að átta sig á hreyfingunni og manni líður hálf kjánalega til að byrja með. Það er því nauðsynlegt að æfa þessi skipti milli greina.“ Búnaðurinn sem þarf til Að sögn Birnu þarf ekki endilega að kosta miklu til svo hægt sé að taka þátt í þríþraut en samt má vel dælda veskið hressilega vilji menn búa sig af alvöru. „Þetta er alveg sportið fyrir dótafólkið sem finnst gaman að kaupa sér eitthvað nýtt og fínt,“ segir Birna og kímir við. „Það er talsverður búnaður í þessu og mestur kostnaðurinn liggur í því sem snýr að hjólinu. Þú þarft vita- skuld ekki að eiga dýrasta og flott- asta hjólið og hver og einn verður að ákveða það fyrir sig. Þú getur fengið þér ágætis hjól fyrir 100.000 kall og þú getur líka fengið þér hjól fyrir eina og hálfa milljón, ef því er að skipta. Bilið er breitt en kostnaðurinn er mestur þar enda þarf líka skó og hjálm.“ Að auki er keppnisfólk í þríþraut í sérstökum göllum fyrir sundið sem einnig er hægt að hjóla og hlaupa í, útskýrir Birna. „Erlendis er aftur notaður blautbúningur fyrir sundið enda fer það fram í vötnum eða sjónum, ólíkt hér heima þar sem við not- umst við sundlaugar. Fyrir hlaupin þarf svo hlaupaskó. Þannig að það er samanlagt svolítill kostnaður í þessu ætli maður út í sportið af al- vöru. En þegar fólk mætir á sumr- in til að prófa þá mætir fólk bara á sínu fjallahjóli með barnastólinn á bögglaberanum og öll flóran er með. Enda þarftu ekki dýrasta búnaðinn til að vera með, alls ekki, og enginn ætti að vera hikandi við að mæta þó græjurnar séu ekki all- ar af dýrustu gerð. Það á ekki að stoppa neinn.“ jonagnar@mbl.is Þríþrautin er vaxandi sport Uppáhald „Ég var náttúrulega mjög lengi í sundinu hér áður, og svo voru hlaupin stór hluti af frjálsum, svo líkast til eru það hjólreiðarnar. Mér þykja þær einna mest spennandi eins og er enda eru þær ennþá tiltölulega nýjar fyrir mér,“ segir Birna Björnsdóttir þríþrautarkempa. Þríþraut er krefjandi íþróttagrein sem á ört vax- andi vinsældum að fagna hér á landi. Meðal þeirra sem eru í fremstu röð iðk- enda er Birna Björnsdóttir, afrekskona í íþróttum til margra ára. Vinsældir Með aukinni umræða kemur athyglin og þríþrautin á sífellt meira fylgi að fagna. „Það er vonandi að sú þróun haldi áfram. Ég sé að minnsta kosti ekki annað en að þetta sé vaxandi sport sem á helling inni.“ ’Það fylgir þessu tals-vert álag, bæði hvaðtíma varðar og æfing-arnar sjálfar. Maður þarftil að byrja með að gefa sér tímann til þess og í framhaldinu taka vel á æfingunum. MEÐGÖNGUSUND Sundleikfimi hjá sjúkraþjálfurum Á Hrafnistu í Reykjavík - Opnir tímar Kvöldtímar 2x í viku. Dagtímar 3x í viku. Nýtt: Jógatími eitt kvöld í viku Sundið byrjar aftur 2. janúar 2013. S. 859 2440 - www.medgongusund.is - medgongusund@medgongusund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.