Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ | 27 Inntaka að morgni eða þegar þreyta sækir að. Tilvalið er að taka Spirulina þegar orkubirgðirnar taka að þverra og þreyta sækir að, t.d. síðdegis. Glykogen og blaðgrænan eykur súr- efnismettunina í blóðinu og við verðum full af orku og hress. Því meira Glykogen í líkamanum í ræktinni því betri árangur. Takið inn klukkutíma fyrir æfingu og stór munur á auknu þreki, úthaldi og einbeitingu. Ræktað eftir alþjóðlegum gæða- og hreinleikastaðli. Ekkert annað Spirulina inni- heldur eins mikið magn af næringu og Lifestream Spirulina. Spirulina hefur þann eiginleika að hreinsa úr líkamanum aukaefni og úrgangsefni.Algerlega laust við skordýraeitur, illgresiseyði, mengun, sýkingar og ekki gena- breytt. Engu er bætt í til að drýgja eða tekið burt. Umbúðirnar eru lofttæmdar til að vernda næringaefnin. Gæðastaðall ISO 9001 og 14001. Fæst í töflum, hylkjum og dufti. Hentar fyrir alla Fullorðna, unglinga og börn, sérlega góð næring fyrir barnshafandi og konur með barn á brjósti því engir villtir þörungar eru notaðir. Gott fyrir börn og unglinga sem stunda íþróttir sem og afreksfólk. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaup, Krónunni og Víði. Umboð Celsus ehf. Aukin orka, skýrari hugsun, meiri afköst, betri líðan. Hvað er Spírulina? Spirulina eru örsmáir blágrænir þörungar, Lifestream ræktar þá í ferskvatni undir ströngu óháðu gæðaeftirliti. Vísindamenn eru á því að Spirulina sé nánast fullkomin fæða. Líkaminn nýtir næringuna úr Spirulina betur en úr nokkru öðru fæði, að grænmeti meðtöldu. Mörg hundruð rannsóknir hafa verið gerðar og fjöldi þeirra birtst í vísindatímaritum. WHO - Alþjóðlega heilbrigðisstofunin telur Spirulina af hæsta gæðaflokki eins og Lifestream ákjósanlegan næringa- auka fyrir börn og fullorðna. Lífrænt fjölvítamín sem virkar Það er vissara að gæta að því hvaða vitamin við erum að taka. Verksmiðjuframleidd vitamin, samsett og framleidd eru tilbúin næringaefni, þau skortir algerlega lífræna, samverkandi næringu. Það er ekki mögulegt að búa til eftirlíkingu af hinu fullkomna lífræna jafnvægi næringa- efnanna. Þegar Lifestream Spirulina valið sem fjöl- vítamín jafngildir það að fá næringuna úr fæðunni eins og ráðlagt er af næringafræðingum. Því upplagt fyrir alla fjölskylduna. Öflug vörn gegn flensum og kvefi. Lifestream Spirulina er ekki líkt neinu öðru Spirulina vegan hreinleika og yfirburða næringarstyrkleika, engin fylliefni notuð til að drýgja. Styrkir varnir líkamans gegn umgangspestum og kvefi. Þeir sem neyta reglulega gæða Spirulina finna aukið heilsuhreysti. Hátt hlutfall af GLA-fitusýrum styrkir taugakerfið og dregur úr streitu, og reynst vel gegn athyglisbrest. Kemur góðu jafnvægi á blóðsykur, einbeiting eflist, dregur úr ofvirkni, pirringi og sleni, got fyrir námsmenn börn og eldri. Einnig þá sem eru undir miklu vinnuálagi. Lifestream Spirulina inniheldur mesta magn af öllu Spirulina af GLA og blaðgrænu. Verðum hressari en ellar, minnið skerpist, vellíðan og sætindaþörf dvín. Næringarríkasta fæða jarðar? Lífrænt „fjölvítamín“- Yfir 100 næringarefni 13 vítamín - 16 steinefni - 18 amínósýrur - Snefilefni - Auðmeltanlegt járn - Beta-carotene GLA fitusýrur - SOD - Prótín - Clorophyll og fjöldi andoxunarefna lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar N ú í byrjun nýs árs beinist hugur margra að heilsu sinni og lífsstíl. Margir strengja þess heit að taka sér tak og stefna lífs- háttum sínum í nýjar áttir. Torfi H. Leifsson hjá hlaup.is hefur und- anfarin ár liðsinnt mörgum inn á rétt- ar brautir með hlaupanámskeiðum. Þekkja grundvallaratriði „Til að tryggja að hlaupaþjálfun verði ánægjuleg og skemmtileg reynsla og að sem bestur árangur ná- ist án áfalla og meiðsla, er mjög mik- ilvægt að þekkja grundvallaratriði uppbyggingar þjálfunar,“ segir Torfi, en næstu tvö námskeið hlaup.is eru 7., 9. og 14. janúar annars veg- ar og 16., 21. og 23. janúar hins vegar. Hann segir hlaup- anámskeiðin henta vel sem grunnur fyrir byrjendur eða lengra komna sem langar til að ná meiri hraða og úthaldi. Nám- skeiðið er samtals tvö fyrirlestra- kvöld (3,5 klst. í senn) og einn klukkustundar langur verklegur tími. Allir sem koma á námskeiðið fá afhent kennslugögn til eignar. Ekki of geyst af stað „Þegar byrjað er að hlaupa er nauðsynlegt að fara ekki of geyst af stað. Ef byrjað er á að hlaupa 5-7 sinnum í viku frá fyrsta degi þá eru miklar líkur á því að það endist ekki lengi. Þreyta safnast upp og þetta skyndilega mikla álag er líklegt til að valda meiðslum og stöðva frekari þjálfun. Aðalatriðið í byrjun er að hlaupa alltaf það rólega að hægt sé að halda uppi samræðum meðan á hlaupinu stendur. Fólk þarf að koma sér upp skipulagi, taka frá tíma og sýna þolinmæði. Hraðinn kemur síð- ar,“ segir Torfi. Á námskeiðum sínum leiðir hann þátttakendur í allan sann- leik um hvernig skokka eða hlaupa megi sér til heilsubótar með góðum árangri. Farið er yfir helstu atriði í tengslum við hlaupaþjálfun og flest þau atriði sem huga þarf að í tengslum við hlaup. Námskeiðin hafa verið haldin frá árinu 2009 við góðar undirtektir þeirra sem þau hafa sótt. Blanda saman hlaupum og göngu „Fyrsta markmið þeirra sem byrja að hlaupa á að vera að ná sér í ákveð- inn hlaupagrunn sem felst í því að geta hlaupið samfellt í 30 mínútur 3-4 sinnum í viku. Til að ná þessum grunni er heppilegt að blanda saman göngu og hlaupum 30 mínútur í senn 3-4 sinnum í viku og auka jafnt og þétt tímann sem hlaupið er, en stytta jafnframt göngutímann. Hægt er að ná sér í 10 vikna hlaupa/göngu- æfingaáætlun fyrir byrjendur á hlaup.is sem er byggð upp á ofan- greindan hátt,“ segir Torfi. Námskeið hans eru áframhald af miðlun fjölbreyttra upplýsinga um hlaup og hlaupaþjálfun á hlaup.is. „Hugmyndin er sú að skýra út fyrir fólki sem er að byrja að hlaupa, eða hefur verið að hlaupa um nokkurt skeið, öll helstu hugtökin í tengslum við hlaup og hlaupaþjálfun og sam- hengi ýmissa þátta í tengslum við ár- angursríkan og meiðslafrían hlaupa- feril. Hver er púlsinn Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir eftirfarandi þætti: Hvað þarf að hafa í huga þegar byrjað er að hlaupa? Hvað þýðir tempó, jafnt hlaup, rólegt, 4*800 interval og fart- lek? Hvað á að æfa mikið, hversu langt á að hlaupa á æfingum og á hvaða hraða? Hvernig eru æf- ingaáætlanir uppbyggðar, hvað þýða hugtökin sem eru notuð í þeim, hvernig æfingaáætlun hentar mér sem byrjanda eða lengra komnum? Hvernig á að nota púlsmæli á æfing- um og til að ná hámarksárangri, hvernig finn ég hvíldar- og hámarks- púls, hver er minn æfingapúls?“ segir Torfi. Í verklega tíma námskeiðanna eru tekin sýnishorn af algengum æf- ingum sem þurfa að vera hluti af æf- ingaprógrammi til að bæta tíma og árangur. „Með því áttar fólk sig á til- gangi þess að hafa hlaupaæfingar fjölbreyttar, á mismunandi hraða og af ýmsum vegalengdum,“ bætir Torfi við. Vefur í sextán ár Torfi hefur haldið úti vefnum hlaup.is í rúmlega 16 ár. Tilurð vefj- arins segir hann mega rekja til þess, að hann hafði um nokkurra ára skeið æft langhlaup með markvissum hætti. Eins og aðrir hlauparar tók hann þátt í mörgum almennings- hlaupum, en oft var heilmikið mál að nálgast tímana í hlaupunum. „Það var því sumarið 1996 sem hugmynd kviknaði um að nota netið til að miðla úrslitum í almenningshlaupum. Vefurinn hefur vaxið og dafnað með árunum sem upplýsinga- og ráð- leggingaveita. Í nýliðnum október var svo sett í gang ný Hlaupadagbók, en í hana geta hlauparar skráð allar æfingarnar sínar. agas@mbl.is Skokk Þátttakendur í námskeiði hjá hlaup.is albúnir að taka á rás samkvæmt réttum ráðum. Hlaupið af stað Skipulag og æfing hlaupurum mikilvæg. Ekki of geyst af stað. Torfi H. Leifsson með námskeið fyrir byrjendur Torfi Leifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.