Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ Leikur og keppni fyrir líkama og sál Að stunda einhverja hreyfingu er öllum mikilvægt. Marg- ir iðka keppnisgreinar og stefna til sigurs. Stóra málið er hins vegar að þátttaka í almenningsíþróttum verður æ meiri; fólk gengur, hleypur, syndir og margir þramma upp um fjöll og firnindi. Svo er þetta líka fínn félagsskapur og sagt er að maður sé manns gaman. Foreldrar fylgjast með starfi barnanna, fá þannig áhugann og byrja jafnvel sjálfir að æfa. Og öðrum þræði er slíkt markmiðið. Virk þátttaka fólks í samfélaginu skiptir miklu – og stundum er sagt að í hraustum líkama sé jafnan heilbrigð sál. Morgunblaðið/Eggert Sprettur Meginþorri barna og unglinga stundar einhverjar íþróttir. Áhuginn er mikill; æfingarnar auka bæði þrek og úthald og eru einnig til þess fallnar að skerpa á félagsþroskanum, sem er þýðingarmikið atriði. „Á fyrsta stigi grunnskólans leggj- um við okkur eftir því að kynna sem flestar íþróttagreinar fyrir nem- endum. Þegar þeir eldast beinist áherslan hins vegar meira í þá átt að virkja þá til almennrar þátttöku þannig að hreyfing sé einfaldlega hluti daglegs lífs,“ segir Helgi Kjart- ansson sem býr í Reykholti í Bisk- upstungum og er íþróttakennari við Grunnskóla Bláskógabyggðar. „Samkvæmt aðalnámskránni sem við fylgjum eru íþróttir stór þáttur í skólastarfi. Skyldutímarnir eru tveir, einn tími í sund og svo höfum við íþróttir sem valfag þar sem krakkarnir geta til dæmis tekið bad- minton, þrekgreinar, handbolta og fótbolta og þar er síðastnefnda greinin sú allra vinsælasta. Knatt- spyrnan skorar alltaf,“ segir Helgi sem telur sveitakrakka ekki endi- lega betur á sig komna en borg- arbörn. Sveitastörfin sem áður þörfnuðust þess að bæði ungir sem eldri legðu lið í átakavinnu séu nú vélvædd að mestu. Munur á atgervi með tilliti til búsetu sé líklega ekki svo mikill, þó svo kunni að hafa verið í eina tíð. „Það er ánægjulegt hvað krakk- arnir eru áhugasöm um íþróttir og taka þátt í þeim. Jú, auðvitað þekkir maður líka trixin hjá þeim sem skor- ast úr leik og koma með vottorð, sem stundum geta átt við rök að styðjast. En stundum er þetta uppgerð, en slíkt heyrir til undantekninga,“ seg- ir Helgi og heldur áfram: „Sjálfur byrja ég daginn gjarnan á sundi í Reyholtslaug. Tek þá 500 til 1.000 metra. Þetta er fín hreyfing og nauðsynlegt til að halda sér við í sundkennslunni. Eftir sund fer ég heim, kem börnunum á ról og fer svo á reiðhjóli í skólann. Fram og til baka eru þetta líklega um þrír kíló- metrar á dag.“ Helgi Kjartansson Ánægjulegt að vera með „Golfið er skemmtilegt og gott að hvíla hugann frá amstri dagsins. Við Eyjamenn búum svo vel að eiga golfvöll hér í Herjólfsdal, nánast í miðjum bænum. Höfum svo í kaup- bæti að hér er einstaklega snjólétt. Hægt er að spila völlinn líklega ell- efu mánuði á ári og jafnvel lengur. Oft hafa hér til dæmis verið haldin mót í kringum áramótin, þegar flestir aðrir vellir eru undir fönn,“ segir sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjum. Kristján kveðst satt best að segja gutlari í golfinu og með 26 í forgjöf. Hún hafi þó heldur lækkað síðustu árin, sem sé til vitnis um framför og ástundun, eins og stundum er sagt um efnilega íþróttakappa. Rúm tíu ár eru síðan Kristján byrjaði í golfinu. „Ég hafði aðeins prófað þetta, en þegar fjölskyldan var árið 2001 í fríi úti á Flórída komst ég virkilega á bragðið. Yfir sumarið er um helgar haldinn mik- ill fjöldi golfmóta hér í Eyjum sem ég hef þó lítið getað tekið þátt í; giftingar og jarðarfarir á laug- ardögum og messur á sunnudögum. Ég hef þó skotist í þetta þegar færi gefst,“ segir Kristján sem segir fjölmarga presta stunda golfíþrótt- ina af miklu kappi. Síðasta sumar hélt Kristján sig að mestu heima í Eyjum. Eyddi dögum oft á golfvellinum, sem telur átján holur alls. „Ef maður kemst í golf nokkra daga í röð er maður í fínum málum. Allur hringurinn er nærri fimm km og slík ganga er fín hreyfing. Elsti hluti golfvallarins hér er gerður um 1940 og einhvern tíma tók ég þátt í afmælismóti þar sem fimmta holan var slegin af klettasyllunni í Herjólfsdal sem flestir þekkja sem ræðupúlt við upphaf Þjóðhátíðar ár hvert.“ Kristján Björnsson Fer í golfið milli giftinga Íþróttastarf hefur breyst mikið á síð- ustu árum og foreldrar eru mun duglegri en áður að fylgja börn- unum eftir í íþróttum og tómstunda- starfi þeirra. Þegar ég var að æfa heyrði slíkt nánast til undantekn- inga, en nú er þetta alveg á hinn veginn. Það er undantekning ef for- eldar mæta ekki á leiki þegar börnin eru að keppa,“ segir Margrét Gunn- arsdóttir. Hún býr í Reykjavík og er móðir fjögurra barna á aldrinum sjö til fimmtán ára sem öll eru virk í íþróttastarfi og æfa með KR. „Vissulega er tímafrekt að vera íþróttamamma, en að sama skapi finnst mér það ofsalega skemmti- legt. Bæði hefur maður kynnst fjölda fólks á þessum vettvangi en ánægjan felst ekki síst í því að fylgj- ast með krökkunum sínum blómstra. Hreyfingin gerir þeim gott sem og keppni en iðkun íþrótta hefur einnig góð áhrif á félagsfærni barna og er besta forvörn sem hægt er að finna. Hópíþróttir reyna á samvinnu fjöldans og í einstaklingsgreinum þarf ögun og sjálfaga,“ útskýrir Margrét, sem er framkvæmdastjóri Badmintonsambands Íslands. Hún segir þá grein í góðum málum enda sé badminton skemmtileg íþrótt fyr- ir allan aldur. Góður árangur Rögnu Ingólfsdóttur á Ólympíuleikunum sé hvatning sem nái til fjöldans. „Umræða um íþróttir er jákvæð og slíkt hefur mikið að segja. For- eldrum er í mun að krakkarnir séu virkir þátttakendur í samfélaginu en sitji ekki bara heima við tölvuna. Því er til mikils að vinna,“ segir Margrét sem sjálf reynir að hreyfa sig reglu- lega. Hún kveðst gjarnan fara í sund og út að hlaupa með hundinn; en úr heimaranni í Skerjafirðinum eru fín- ar hlaupaleiðir sem njóta vinsælda – til dæmis í Vesturbæinn og inn með Fossvoginum. Margrét Gunnarsdóttir Foreldrarnir fylgja eftir „Að stunda reglubundna hreyfingu er fyrir mína parta bæði nauðsyn og skemmtun. Ég er alin upp norður í landi og í sveitinni heima hafði ég Hraundranga fyrir augum alla daga. Vorum oft að hlaupa upp um brekk- ur og fjöll eftir kindum, hestum og kúm. Það ræður sjálfsagt einhverju um að fjallgöngur hafa heillað mig og þá sér í lagi hin síðari ár. Langar alltaf að komast á toppinn,“ segir Árdís Ármannsdóttir, markaðsstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Á unglingsárum æfði Árdís frjáls- ar íþróttir og segist hafa náð ágæt- um árangri í hlaupunum. Hafi raun- ar prófað flestar greinar í frjálsum. „Í dag fer ég alltaf í box þrisvar í viku í hnefaleikastöðinni Æsi. Boxið er mjög fjölbreytt, fjör og skemmt- un. Baráttan er virkilega skemmti- leg og þjálfunin mjög alhliða. Svo er ég líka í fótboltanum með ÍR- drottningunum. Þetta er talsverð ögrun; að fara út í nístingskulda á völlinn í Breiðholtinu og hlaupa á eftir boltanum í klukkutíma. Félags- skapurinn er alveg frábær,“ segir Árdís sem einnig hefur fylgt tíu ára dóttur sinni eftir í körfubolta- æfingum hjá Grafarvogsfélaginu Fjölni. „Við erum þarna nokkrar mömmur með stelpunum okkar og höfum allar mikinn áhuga á körfu- bolta. Nokkrar þeirra tóku sig sam- an og fóru sjálfar að æfa. Mér finnst það alveg frábært framtak og ætla að byrja að æfa með stelpunum nú eftir áramótin. Reynst hefur erfitt að fá æfingaaðstöðu og tíma hér í Grafarvoginum, hverfinu okkar. Nánast hver einasta stund í íþrótta- húsunum er bókuð. En auðvitað er slíkt bara lúxusvandamál; það er góð þróun að fólk sé virkt í íþróttum og raunar öðru því tómstundastarfi sem býðst,“ segir Árdís að síðustu. Árdís Ármannsdóttir Langar alltaf á toppinn „Æfingar mínar ganga út á að halda mér í toppformi, enda hef ég sett mér markmið fyrir komandi ár sem krefjast þols og úthalds,“ segir Ás- geir Jónsson, þjálfari og þolrauna- maður. Hann hóf að stunda æfingar fyrir nokkrum árum, svo sem sund, hlaup og fleira slíkt, og hefur meðal annars tekið þátt í keppni um Iron- man. Og hann er hvergi nærri hætt- ur. „Undanfarin misseri hafa verið mjög skemmtilegur tími. Árið 2012 hefur verið frábært. Í vor náði ég að klífa Aconcagua í Argentínu, sem er 6.961 metrar, hæsta fjall Suður- Ameríku. Seinna á árinu náð ég svo á Denali í Alaska, sem margir þekkja sem Mount McKinley. Þetta fjall er 6.194 metrar á hæð og telst vera það hæsta Norður-Ameríku á árinu,“ segir Ásgeir sem hafði ein- sett sér að komast Vinson Massif, sem er 4.892 metrar, hæsta fjall suð- urskautsins, nú í ársbyrjun. Slíkt kostar hins vegar sitt. Því þurfti Ás- geir að setja þessi áform sín á ís; ef svo má að orði komast. Stefnir því á suðurskautið á næsta ári og ætlunin er að taka Mount Everest í fram- haldi af því. „Mount Everest er risastórt verk- efni. Ekki bara að þetta sé hæsta fjall heimsins, heldur er kostnaður aldrei undir tíu milljónum króna. Undirbúningur er því bæði langur og strangur og að mörgu er að hyggja,“ segir Ásgeir sem starf- rækir ráðgjafarfyrirtækið Tak- markalaust líf. Undir þess merkjum heldur hann bæði námskeið og fyr- irlestra um heilbrigðan lífsstíl og mátt hugans, það er að hlutirnir eru í okkar eigin höndum. „Hver er sinnar gæfu smiður. Við getum valið hvað við gerum í frítíma okkar, velj- um það sem gerir okkur kát og glöð, ekki reið og pirruð,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson Markmið um þol og úthald

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.